Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 5. júLí 201714 Pétur jónsson frá Hvanneyri keypti vorið 2016 Willys jeppa árgerð 1946. Bílinn keypti hann af dánarbúi Andrésar Kjerúlf frá Akri í Reykholtsdal. jónas Kjerúlf, sonur Andrésar, hafði þá frá and- láti föður síns 1996 geymt bílinn og beðið eftir réttu stundinni til að hann fengi viðeigandi aðhlynn- ingu. Eftir að Pétur á Hvanneyri eignaðist bílinn hóf hann í fyrra- haust endurgerð og lauk þeirri vinnu í lok júní. Við skoðun hjá Frumherja í Borgarnesi síðastlið- inn miðvikudag fékk M-231 fulla skoðun án athugasemda, enda er bíllinn í fullkomnu lagi og raun- ar eins og nýr. Tvímælalaust einn fallegasti jeppi þessarar gerðar á landinu í dag og glæsilegur fulltrúi landbúnaðarjeppanna sem fluttir voru hingað til lands í hundraða- tali eftir stríð. Pétur jónsson hóf vinnuna með því að gera við vél bílsins og raunar þurfti flest sem í honum var einhverrar hressingar við. Einstaka hlutir voru þó end- urnýjaðir. í kjölfar viðgerðar var bíllinn málaður rauður og hvítur í litum sem voru á sinni tíð á Wil- lys jeppa foreldra Péturs á Skelja- brekku. Allt frá því fyrst var byggt yfir þennan bíl var hann þó svart- ur og grænn með rauðar felgur. Pétur frumsýnir bílinn á Hvann- eyrarhátíð á laugardaginn. Skessuhorn fékk jónas Kjerúlf sem býr á Akranesi til að segja les- endum sögu bílsins M-231. Eig- endasaga hans er stutt, en engu að síður athyglisverð, því bíllinn var allt fram til ársins 2016 í eigu Andrésar Kjerúlf og síðar dán- arbús hans. Stofnuðu nýbýlið Akur Allir pappírar sem gefnir hafa ver- ið út og tengjast þessum bíl eru til, enda voru hjónin Andrés og Halldóra Kjerúlf á Akri hirðusamt fólk. Þar má finna skoðunarskír- teini þar sem aðalskoðun og ljósa- skoðun var ætíð „í lagi“. Þar má einnig sjá kvittanir fyrir greiðslu fyrir bílinn og reikning sem Stillir hf gaf út 2. maí 1947. Bíllinn er af árgerð 1946 og skráður á götuna 5. maí ´47. Framleiðsluár þessa jeppa er því það sama og árið þeg- ar Willys-Overland fékk „jeep“ fyrst skráð sem vörumerki vest- anhafs. „Upphaflega var þessi bíll með blæjum eins og þeir voru allir landbúnaðarjepparnir sem fluttir voru inn á þessum árum,“ segir jónas Kjerúlf sem sjálfur var átta ára þegar bíllinn kom á heimili hans. „Margir voru þó með gír- skiptingu í stýrinu en þessi var með gólfskiptinu.“ En víkjum fyrst örlítið að foreldrum jónasar og búskap þeirra. „Foreldrar mín- ir kynntust á Hvanneyri og ekki síst þykir mér vænt um að bíll- inn fær nú heimili sitt þar í góð- um höndum hjá Pétri vini mínum jónssyni. Mamma var starfskona í eldhúsinu þegar þau felldu hugi hvort til annars, en pabbi nem- andi í Bændaskólanum. Eftir nám- ið á Hvanneyri fór pabbi til Nor- egs og kynnti sér kornrækt þar í landi. Eftir heimkomuna kaupir hann svo kornræktun í Reykholti og byggir húsið Akur. Fær hann lóð úr landi Reykholts fyrir hús- ið, heitt vatn til kyndingar var úr Reykholti en rafmagn keypti hann frá Vilmundarstöðum þar sem lítil virkjun var í fellinu ofan við bæ- inn. Landspildan sem kornrækt- in var á var niður undir Reykja- dalsá á landi sem kallað er Seleyri. Fyrst var pabbi með kornrækt árin 1935-1939 en veðráttan reyndist slæm á þessum árum og illa gekk Saga Willys jeppans M-231 frá Akri í Reykholtsdal Var eini bíll eiganda síns og var meðal annars beitt fyrir hestarakstrarvélina M-231 í dag. Ljósm. mm. Mynd úr Arnarvatnsheiðarferð á sjötta áratugnum. F.v. Björn Ólafsson, Sveinn Björnsson sonur hans og bræðurnir Guð- mundur og Jónas Kjerúlf. Þarna er bíllinn með fulningahúsi sem Kristinn vagnasmiður forsmíðaði og seldi bændum og kölluð voru Kristinshús. Í jeppaferð á jökli 1965. Á myndinni eru f.v. Þorsteinn á Úlfsstöðum og Andrés Kjerúlf, þá Margrét Björnsdóttir í Varmalandi, Ingibjörg Helgadóttir eiginkona Guðmundar Kjerúlf og Brynja Kjerúlf. Á þaki jeppans stendur svo Guðmundur Kjerúlf. Ljósm. Jónas Kjarúlf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.