Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 5. júLí 201720 Það var 30. júní árið 2007 sem Apótek Vesturlands tók til starfa á Akranesi og fagnar apótekið því tíu ára rekstrarafmæli sínu um þessar mundir. Ólafur Adolfsson, lyfja- fræðingur, stofnaði apótekið og rekur það enn. „Reksturinn hef- ur heilt yfir gengið vel og árin hafa verið fljót að líða. Það hafa orð- ið miklar breytingar í rekstrarum- hverfi apóteka og ýmislegt gerst á þessum tíma. Fyrirtækið hefur vax- ið upp úr því að vera lítið í að vera stöndugt fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu,“ segir Ólafur. Fjölmargt hefur drifið á daga Ólafs frá því apótekið tók til starfa fyrir tíu árum og settist blaðamaður Skessuhorns niður með honum og ræddi við hann um samkeppnisstríðið sem einkenndi fyrstu árin og fer senn að ljúka, bæjarfulltrúastarfið og fram- tíð apóteksins. Samkeppnisstríðið Fyrstu ár Apóteks Vesturlands lit- uðust mjög af harðri samkeppni á lyfjamarkaðnum á Akranesi. Mál- ið fór hátt og vakti athygli á lands- vísu. „Ég hafði fengið smjörþefinn af rekstri apóteka áður en ég stofn- aði Apótek Vesturlands. Ég rak Apótekið Iðufelli í Reykjavík fyrir Lyfjabúðir ehf. um þriggja ára skeið og var það ómetanleg reynsla fyrir mig. Þegar Apótek Vesturlands var opnað voru lyfjakeðjurnar Lyf og heilsa og Lyfja í mjög sterkri stöðu á markaðnum og voru skilgreind- ar sem markaðsráðandi. Við vor- um því að sækja inn á mjög erfiðan markað og rekstrarumhverfi. Vand- að var til undirbúnings og við skoð- uðum lyfjamarkaðinn á Akranesi í þaula. Þar leituðum við að sóknar- færum sem og nýjum viðskiptatæki- færum. Frá upphafi voru tækifæri í að lækka verð og auka þjónustu t.d. með því að hafa opið um helgar. Við vildum líka ná til þeirra Skaga- manna sem voru hættir að kaupa lyf sín á Akranesi vegna óánægju með þjónustu og verð. Verðlagn- ing á lyfjum og vörum miðaði að því að vera lægri en stóru lyfjakeðj- urnar og draga úr hvata til að fara til Reykjavíkur eftir lyfjum. Fljót- lega eftir opnun fór mér að ber- ast til eyrna að verð hjá okkur væri mun hærra en hjá Lyf og heilsu. Ég fór að kanna málið og það varð ljóst að Lyf og heilsa á Akranesi var að bjóða upp á gríðarlega afslætti bæði á lyfseðilsskyldum lyfjum og einnig af lausasölulyfjum. Ég komst einn- ig að því að þessa afslætti var ekki að finna í neinum öðrum apótekum Lyf og heilsu á landinu. Afslættirn- ir voru með þeim hætti að mér varð ljóst að Apótek Vesturlands gæti ekki mætt þeim til lengri tíma og ég vakti því strax athygli Samkeppnis- eftirlitsins á þessum viðskiptahátt- um Lyf og heilsu og barðist hart fyrir málinu,“ segir Ólafur en frægt er þegar hann fór með tveggja ára afmælisköku til Samkeppniseftir- litsins til að vekja athygli á seina- gangi stofnunarinnar í málinu. Eft- ir langt rannsóknarferli kvað Sam- keppniseftirlitið upp úrskurð þess efnis að Lyf og heilsa hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum og fékk í kjölfarið sekt upp á 130 milljónir króna. úrskurðinum var síðan áfrýjað til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úr- skurðinn og lækkaði sektina í 100 milljónir. Heilbrigð samkeppni holl Samkeppnismálinu er ekki enn lok- ið en árið 2013 staðfesti Hæstirétt- ur alvarleg samkeppnisbrot Lyf og heilsu. Nýjasti dómurinn sem teng- ist málinu var kveðinn upp fyrr á þessu ári þar sem Ólafur krafði Lyf og heilsu um skaðabætur vegna tjóns sem fyrirtækið olli fyrirtæki hans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Apó- tek Vesturlands hafi ekki sýnt fram á tjón og hefur málinu verið áfrýjað til Hæstaréttar. „Niðurstaða Hér- aðsdóms var vissulega vonbrigði en vonandi kemst Hæstiréttur að ann- arri niðurstöðu. Þessu máli fer nú senn að ljúka og það verður vissu- lega ákveðinn léttir að klára þenn- an kafla í lífinu. Ég er mjög hreyk- inn af þeim áhrifum sem við höfum haft á smásölumarkað lyfja á þeim stutta tíma sem við höfum verið í rekstri. Til dæmis er búið að jafna samkeppnisstöðu apóteka með því að banna afslætti í heildsölu á lyf- seðilsskyldum lyfjum. Apótekskeðj- urnar eru ekki jafn áberandi og þær voru þegar Apótek Vesturlands hóf starfsemi. Fjármálahrunið hafi líka sitt að segja í því; það má segja að það hafi myndast svigrúm til þess að endurraða markaðnum á þeim tíma og sjálfstæðir einyrkjar fengu kjark til að opna ný apótek,“ seg- ir Ólafur sem bætir við að hann sé talsmaður samkeppni. „Það er öllum hollt að fá sam- keppni, það er bara eins og í pólitík að þegar fleiri sjónarmið koma fram næst yfirleitt besta niðurstaðan. Ég vil samt að samkeppnin sé heilbrigð og það sem var í gangi þegar ég hóf starfsemi var ekki heilbrigð sam- keppni. Ef heilbrigð samkeppni á að þrífast þurfa leikreglur að vera skýrar og allir að spila með. Það er sérstaklega mikilvægt að heildsöl- ur og dreifingaraðilar sýni ábyrgð og ýti ekki undir fákeppni eins og gjarnar var raunin hér á árum áður. Við sátum ekki við sama borð og lyfjakeðjurnar hjá mörgum heild- sölum hvað varðaði afslætti og við- skiptakjör. Það er aldrei gott þeg- ar fyrirtæki eru orðin svo stór að þau þurfi ekki að taka tillit til sam- keppnisaðila, birgja eða viðskipta- vina og stjórna markaðnum algjör- lega eftir sínu höfði, tala nú ekki um ef skortur er á góðu viðskipta- siðferði.“ Skagamenn stóðu þétt að baki Ólafs Apótek Vesturlands hefði vel get- að orðið undir á fyrstu árun- um. Það hversu hart Ólafur barð- ist gegn samkeppnisaðilum sínum er stór ástæða fyrir því að apótek- ið hélt velli en Ólafur vill þó meina að önnur ástæða vegi mun þyngra. „Það var Skagamönnum að þakka að fyrirtækið lifði af. Ég hafði ver- ið hvattur í nokkurn tíma til þess að opna apótek á Akranesi áður en ég lét verða af því svo ég vissi af stuðn- ingi margra bæjarbúa. Þegar sam- keppnisstríðið fór í gang var magn- að að upplifa hvað Skagamenn stóðu þétt við bakið á mér. Þeir versluðu fremur við mig en Lyf og heilsu jafnvel þó að vörurnar væru um skeið ódýrari hjá Lyf og heilsu. Skagamenn studdu mig og gáfu ákveðin skilaboð um að þeim þætti hegðun Lyf og heilsu snautleg. Ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Ólafur segir að hann vilji leggja allt kapp á að þjónusta Skagamenn sem best. „Apótek Vesturlands hef- ur verið opið alla daga eða samfellt í tíu ár. Ég lagði upp með í upphafi að þjónusta Skagamenn eins vel og ég gæti og liður í því er að fólk geti nálgast lyfin sín alla daga ársins.“ Finnst sveitarstjórnar- pólitík skemmtilegri en landspólitík Ólafur bætti við sig starfstitli fyr- ir þremur árum þegar hann tók að sér að leiða lista Sjálfstæðisflokks- ins í sveitarstjórnarkosningum. Flokkurinn vann stórsigur og náði hreinum meirihluta bæjarfulltrúa. Hann segir að eftir að hann fór að sinna bæjarmálunum hafi starf hans hjá apótekinu breyst mikið. „Ég er minna við afgreiðsluborðið en ég var. Það fer mikill tími í bæjar- málin svo það var óhjákvæmilegt að minnka vinnuna í apótekinu. Það hefur samt gengið ágætlega að púsla þessu saman með góðu starfs- fólki apóteksins. Ástæða þess að ég sóttist eftir því að setjast í bæjar- stjórn er sú sem ég held að marg- ir upplifi á einhverjum tímapunkti í lífinu að vilja láta gott af sér leiða. Mér fannst þetta vera tímapunkt- urinn minn og ég vildi beita kröft- um mínum í að vinna fyrir bæjar- félagið.“ Ólafur segist alltaf hafa haft gam- an af málefnum sveitarfélaga og því njóti hann sín vel í því starfi. Á kjörtímabilinu hafa verið stór og erfið mál inni á borð Akraneskaup- staðar og ber þar helst að nefna lífeyrisskuldbindingar hjúkrunar- heimilisins Höfða, málefni fisk- þurrkunar HB Granda og lokun bolfiskvinnslu HB Granda á Akra- nesi. „Málin hafa verið krefjandi á þessum tíma og oft á tíðum erfið en einnig skemmtileg. Fjárhagur bæjarins er á réttri leið og margt jákvætt í pípunum. Bæjarstjórnin hefur staðið sig vel að mínu mati en það má alltaf gera betur og það á að vera markmið okkar að gera betur. Ég tel mig heppinn að fá að vinna að þessum verkefnum með frábæru fólki í bæjarstjórn, í öll- um flokkum. Bæjarfulltrúarnir hafa mismunandi sýn og við erum alls ekki alltaf sammála en okkur hef- ur tekist að ræða okkur til niður- stöðu í öllum málum,“ segir Ólaf- ur sem telur að miklar líkur á því að hann haldi áfram í næstu kosn- ingum. „Ég hef gaman að þessu og tel mig eiga áfram erindi, en það er ekki ákvörðun sem ég tek einn og á endanum eru það auðvitað kjósendur sem ráða.“ Ólafur hefur einnig verið orðaður við landspóli- tíkina. „Fólk hefur oft spurt mig út í það hvort ég ætli ekki í landspóli- tíkina. Ég horfi ekki til þess núna enda finnst mér sveitarstjórnarmál að mörgu leyti meira spennandi og skemmtilegri en landsmálin. Ég hef samt mjög sterkar skoðanir á lands- málunum, það vantar ekki,“ segir Ólafur. Vonast eftir fleiri úr- ræðum en lyfjagjöf Hraðar tæknibreytingar hafa orð- ið í flest öllum atvinnugreinum undanfarin ár. Breytingarnar kalla oft á að hlutir séu endurhugsað- ir. Apótek eru ekki þar undan- skilin og telur Ólafur að starfsemi apóteka muni breytast nokkuð á næstu árum. „Læknar landsins eru takmörkuð auðlind og í dag er verulegur skortur á þeim á ís- landi. Einnig hefur almenningur meiri aðgang en áður að upplýs- ingum um sjúkdóma og meðferðir við sjúkdómum. Fyrsti viðkomu- staður í heilbrigðiskerfinu hefur því í auknum mæli verið apótek- in og með fjölgun lausasölulyfja fjölgar úrræðum sem hægt er að bjóða upp á við ýmsum kvillum. Þetta gerir meiri kröfur til starfs- fólks apóteka en áður og felur í sér aukna ábyrgð á að vísa fólki til læknis ef nauðsyn krefur. Ég tel að þróunin muni halda áfram í þessa átt. Apótekin verði sam- ofin heilbrigðiskerfinu og munu vera í ríkari tengslum við sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Ég tel að í framtíðinni muni apótek samein- ast í færri en stærri einingar sem verða fyrir vikið öflugri en þær eru í dag,“ segir Ólafur. Hlutverk apóteka mun aukast Ólafur telur að í framtíðinni muni einstaklingar í ríkari mæli bera ábyrgð á eigin heilsu. „Samskipti fólks við lækna og heilbrigðiskerf- ið í heild mun verða meira í gegn- um veraldarvefinn og þar verða heilsufarsupplýsingar geymdar og aðgengilegar. Sú þróun er þegar hafin en ég tel að með því fari fólk að fylgjast betur með sér og hugsa meira um eigin heilsu. Með þess- ari þróun verður hlutverk apó- teksins í heilbrigðiskerfinu stærra en áður að mínu mati. Við gæt- um farið að sjá ákveðnar mæling- ar sem nú fara fram á heilsugæslu færast yfir í apótekin. Þá erum við að tala um mælingar á blóðþrýst- ingi, blóðsykri og jafnvel blóðfitu. Fræðsluhlutverk okkar og eftir- fylgni við lyfjagjöf verður því mun meiri en er í dag,“ segir Ólafur. „í framtíðinni verður einnig aukin áhersla á forvarnir og heil- brigt líferni til að fyrirbyggja sjúk- dóma og bæta heilsu. Einnig verð- ur aukið framboð af öðrum með- ferðarúrræðum en lyfjum við t.d. ýmsum lífstílssjúkdómum og er það vel. Lyf eru sannarlega góður kostur í baráttunni við marga sjúk- dóma en þau eru engin töfralausn og öll lyf hafa aukaverkanir sem verður alltaf að hafa í huga,“ segir Ólafur að endingu. bþb Rætt við Ólaf Adolfsson í tilefni tíu ára afmælis Apóteks Vesturlands „Það var Skagamönnum að þakka að fyrirtækið komst á koppinn“ Ólafur Adolfsson lyfsali í Apóteki Vesturlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.