Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Gott er í sólinni að gleðja sig Ég er þeim eiginleikum gæddur að ég á tiltölulega auðvelt með að taka lit. tel mig að minnsta kosti eiga það. Jú, ég verð auðveldlega brúnn þegar geislar sólar leika um húð mína. Mjög tan. Þess vegna blikna ég hvorki né blána þegar sólin rís á himni hátt og bakar mannfólkið. Nánast sama hvar ég er staddur á jarðkúlunni. Þessa minnist ég í hvert sinn sem við fáum nokkra góða sólardaga í röð, tala nú ekki um ef sól- in hangir í heila viku. Við slíkar aðstæður bregð ég mér stundum í sól- bað eða fækka fötum við minnsta tilefni. Iðulega í góðum félagsskap. Þá heyri ég stundum mælt: „Jæja, ætli það sé ekki rétt að bera á sig sól- arvörn?“ Þau ummæli eru ætluð mér, rétt eins og þeim sem þau mæl- ir. svipað og þegar „jæja, það er bara kominn matur“ heyrist á skrif- stofunni. En allavega. á meðan vinir mínir, kunningjar og fólk sem ég þekki ekki neitt makar á sig hvítu kremi allt í kringum mig, kremi sem merkt er tölum allt upp í fjörtíu eða fimmtíu, þá hlæ ég inni í mér, missi jafnvel út úr mér eitt „hah!“. Fer því næst inn á bað eða í skugga og sæki olíuna, sólarolíuna. Í hallærum hef ég meira að segja gripið sjálfan mig við að maka líkama minn ólífuolíu. Filippo Berio. Gegnblautur af olíu, eins og gallabuxur af bifvélavirkja, vippa ég mér hróðugur út fyrir hússins dyr eða úr skugganum og hlæ upp í opið geð- ið á geislum sólar. svo brenn ég. „Nei, þú hefur brunnið. Varstu ekki með sólarvörn?“ kann einhver að segja við mig þegar allt er yfirstaðið. „Nei, þetta er nú bara smá roði,“ svara ég en hef varla sleppt orðinu þegar orðin „þú“ og „ert“ og „eld- rauður“ mynda hvert á fætur öðru næstu setningu viðmælandans. „Það er allt í lagi,“ segi ég. „Því bruninn breytist í brúnku. Það vita allir.“ Næst er mér ráðlagt bera eitthvað á brunann (sem breytist í brúnku). Aloe vera eða eitthvað krem sem lagar húðina. Þeim ráðleggingum fylgja iðulega frekari tilmæli; „Þú verður að bera eitthvað á þetta og svo vera inni eða klæða af þér sólina svo þú flagnir ekki.“ Þeim tilmælum hlýði ég í engu. svo flagna ég. Náhvítur rís ég úr rekkju. Kaffibrúna húðin hrunin af mér. Ég horfi á nábleikt nef mitt í speglinum á meðan ég bursta tennur sem eru jafn hvítar og húðin á fingrunum sem heldur um burstann. Ég sé engan mun á mér og veggnum á bakvið mig, nema þá helst að veggurinn er ekki hálfviti sem gerir sömu mistökin á hverju sumri. Eftir fyrsta kaffibolla dagsins er mér slétt sama. Það er svo notalegt að hanga í sólinni og mig langar aftur út. Ég fer út. Ég er nefnilega þeim eiginleikum gæddur að ég á tiltölulega auðvelt með að taka lit. tel mig að minnsta kosti eiga það. Jú, ég verð mjög auðveldlega brúnn þegar geislar sólar leika um húð mína. Mjög tan. Þakkir til þín lesandi góður fyrir að endast alla leið hingað við lestur- inn. Mér þykir leitt að segja þér að það sem á undan er ritað á ekkert endilega við um mig, þó það geri það ef til vill. Það er bara búið að vera svo fokking næs veður síðustu daga að mig langaði að skrifa um það. Það er léttara yfir öllu og öllum þegar sólin skín. Kristján Gauti Karlsson Leiðari skóla- og frístundaráð Akranes- kaupstaðar samþykkt á síðasta fundi sínum að frá og með hausti 2017 muni sveitarfélagið leggja öllum grunnskólanemendum á Akranesi til ritföng og stílabæk- ur, foreldrum að kostnaðarlausu. Ráðið áætlar að árlegur kostnað- ur yrði fjórar milljónir, eða 4000 krónur á hvern nemanda. Í fundar- gerð skóla- og frístundaráðs segir: „Með ákvörðun sinni vill skóla- og frístundaráð tryggja öllum börn- um á grunnskólaaldri á Akranesi, grunnmenntun án endurgjalds og stuðla þannig að jafnræði í námi.“ Ráðið vísar tillögunni til bæjar- ráðs með beiðni um viðbótarfjár- magn að tveimur milljónum króna vegna haustannar 2017. útgjöld- um að fjárhæð fjórum milljónum vegna námsgagnakaupa á árinu 2018 verður vísað til komandi fjár- hagsáætlunar. Bæjarráð tók málið til umfjöll- unar á fundi síðastliðinn fimmtu- dag. Ráðið samþykkti að veita avið- bótarfjármagn til grunnskólanna á Akranesi að fjárhæð tvær milljónir króna til að mæta útgjöldum vegna námsgagnakaupa á haustönn næst- komandi. „ákvörðunin felur í sér að þessi þáttur í skólastarfinu verður gjaldsfrjáls og tekið verður mið af því í vinnslu fjárhagsáætl- unar vegna ársins 2018,“ segir í fundargerð bæjarráðs. bþb Ókeypis ritföng í grunnskóla á Akranesi á hverju vori setja starfsmenn Vega- gerðarinnar upp skilti sitt hvoru megin við Rif á snæfellsnesi til að minna vegfarendur á að taka tillit til kríuvarpsins. Í sumar hefur hins vegar verið ekið á óvenju margar kríur og kríuunga. Hefur sveitar- félagið snæfellsbær því látið koma fyrir keilum við efri Rifsafleggjara til að reyna að draga úr umferðar- hraða um svæðið. Vonir standa til að þetta verði til þess að dragi úr kríudrápi. Frá þessu er greint á Fa- cebook-síðu snæfellsbæjar. Keilurnar verða á sínum stað við Rifsafleggjara þar til kríurnar fljúga suður á bóginn til heitari landa í ágústmánuði. „Viljum við fara fram á það við ökumenn og vegfarendur að taka tillit til þeirra, og jafnframt taka tillit til kríanna og ófleygra unganna sem vafra oft og tíðum út á veginn,“ segir á Facebook-síðu snæfellsbæjar. kgk Hægja á umferð til varnar kríunni Kría á flugi við Rif og skilti sem minnir ökumenn á að þar sé ekið í gegnum varp- land fugla. Ljósm. fengin af Facebook-síðu Snæfellsbæjar. Kirkjufell og Kirkjufellsfoss eru ansi vinsælir viðkomustaðir ferðamanna sem fara um snæfellsnes og það líð- ur ekki sú stund að ekki sé bílar eða ferðamenn við fossinn fagra. Búið er að bæta aðstöðuna töluvert frá því sem áður var og eru fyrirmynd- ar göngustígar um svæðið. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, því þeg- ar stórstreymt er þá flæðir yfir allt svæðið og því ófært fyrir ferðamenn að fossinum eftir göngustígunum. Þá ganga þeir meðfram þjóðvegin- um til að komast að fossinum með tilheyrandi hættu fyrir sig og aðra vegfarendur. Hvort að þetta hafi verið tekið með í reikninginn þegar framkvæmdin var áætluð skal ósagt látið en þegar að þannig hittist á er ástandið ekki gott. tfk Flæðir yfir stíginn á stórstreymi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.