Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 2017 13 Alþýðulistamaðurinn Lúðvík Karlsson, eða Liston, flutti nýverið aftur til Grundarfjarðar eftir að 41 árs fjarveru og býr nú stóran hluta ársins á vinnustofu sinni á sólvöll- um. „satt að segja líður mér eins og ég hafi aldrei farið frá Grund- arfirði. Ég hef alltaf átt heima í Grundarfirði í hjartanu, ég segi að ég hafi búið alla tíð í Grundarfirði en gist annars staðar í þessi 41 ár. Þegar ég flutti frá Grundarfirði á sínum tíma þá tók ég þorpið með mér og þeir sem taka þorpið með sér þegar þeir flytja snú alltaf aft- ur heim á endanum,“ segir Lúð- vík. Í fyrra færði Lúðvík Grundar- firði fjölda listaverki úr grjóti sem finna má víða um bæinn og um síð- astliðna helgi var hann heiðraður af Grundarfjarðarbæ fyrir listaverk sín. skessuhorn settist niður með Lúðvík á dögunum. Mikið frjálsræði á æskuárunum „Grundarfjörður var nú bara lítið þorp ég ólst hér upp og hét Grafar- nes. Það eru ekki margir sem geta státað sig á því að hafa fæðst á Graf- arnesi. Ég var hér fyrstu átján árin og það voru alveg frábær ár. Þetta voru mótunarárin og maður er heppinn að hafa fengið að þrokast hér. Hér var fyrirkomulagið þann- ig að allir sem gátu unnu og eldra fólkið í þorpinu sá um að hugsa um okkur krakkana á daginn,“ seg- ir Lúðvík, en handverksáhugi hans kviknaði snemma. „Eldra fólkið kenndi okkur að búa til alls kyns handverk. Þegar við vorum með eitthvað í höndunum vorum við til friðs og fengum því oft að skera út í timbur og því um líkt. Það voru fá leikföng til svo við þurftum sjálf að nota hugmyndaflugið og búa þau til. Fyrst þegar maður fór að höggva í grjót var maður að búa til exi og önnur stríðstól. síðan gerði maður skildi, skíði úr tunnusvigi, indíánatjöld og fleira.“ Lúðvík minnist þess að frjálsræð- ið sem krakkarnir í þorpinu fengu hafi verið mikið. „Við fengum að gera það sem við vildum en þegar við urðum til vandræða eða gerð- um eitthvað sem við máttum ekki var mynduð röð og við rassskellt- ir áður við héldum áfram að leika okkur. Við strákarnir gátum verið uppátækjasamir og héldum okkur oft í marga daga í indjánabúðunum okkar upp í fjalli. Birgðum okkur upp af skreið svo við þyrftu ekki að halda heim til að borða. Við vor- um alltaf að prófa eitthvað nýtt og spennandi,“ rifjar Lúðvík upp. Heldur upp á Bólu-Hjálmar Lúðvík leggur ríka áherslu á að hann sé ekki listamaður heldur al- þýðulistamaður. „Munurinn er sá að listamenn eru menntaðir í list sinni eins og Einar Jónsson og sigurjón Ólafsson myndhöggvarar en ég er það ekki. Alþýðulistamenn kunna ekkert og gera það sem þá langar. Kona sem prjónar lopapeysu er gott dæmi um alþýðulistamann og lopa- peysan er ekkert annað en listaverk. Alþýðulistin varð til löngu áður en hin lærða list braust fram á sjónar- sviðið. Um leið og hellismennirn- ir sköpuðu sér umframtíma eða frí- tíma þá fóru þeir að nota hann í að mála myndir á hellisveggina. Það er alþýðulist,“ segir hann. „Bólu-Hjálmar er sá alþýðulista- maður sem ég held hvað mest upp á. Bæði skáldverk hans og hand- verk. Hann var einn af fáum sem þorði að berjast gegn ríkjandi afli í samfélaginu á sínum tíma. Hann var talinn ruglaður en hver sá sem fer gegn straumnum á hverjum tíma er talinn ruglaður en jafnvel snilling- ur síðar meir. Ég hef samt sem áður ekkert á móti lærðri list og ég held mikið upp á Einar Jónsson en við höfum aldrei átt jafn góðan mynd- höggvara og hann,“ segir Lúðvík. Grjótið stjórnar för Lúðvík vinnur með allt sem hann fær í hendurnar í list sinni en hegg- ur þó mest í grjót og málar. „Ég vinn helst í grjótinu á sumrin en mála á veturna. Mér finnst samt gaman að vinna með mismunandi efni og hef unun af því að finna eða fá veðrað timbur sem margir telja rusl og gefa því nýtt líf með úr- skurði,“ segir Lúðvík sem er mjög afkastamikill listamaður. „Ég var búinn að fylla íbúð okkar hjónanna á selfossi af listaverkum. Við þurft- um því að finna lausn á því og úr varð að við minnkuðum við okk- ur á selfossi og við keyptum þessa vinnustofu í Grundarfirði. Það má segja að þetta sé heilsárs vinnustofa og sumarbústaður hjá mér en ég er einnig töluvert á selfossi,“ seg- ir hann en vinnustofan er stappfull af listaverkum; málverkum, grjóti, timbri og öðru. Lúðvík hefur ver- ið kallaður Liston í gegnum tíð- ina og kemur það nafn vegna þess hve iðinn hann var listina. „Þetta var eitthvað grín þegar ég var yngri þar sem ég var alltaf að búa til og skapa. Þá var byrjað að kalla mig Liston og það nafn hefur loðað við mig síðan.“ Eins og áður segir vinnur Lúð- vík list sín mest úr grjóti sem hann heggur í. Hann segir að oftast sé það náttúran sem stjórni verkinu en ekki hann. „Þegar ég byrja að höggva í grjót er ég með ákveðna hugmynd hvað ég vilji gera en sú hugmynd verður ekki alltaf að veruleika. Þegar ég byrja að höggva í grjótið birtast mér oft verk í grjótinu, stundum birtast andlit. Ég lít þá svo á að það sem birtist mér sé listaverkið í grjótinu og ég vinn út frá því. Það er því oftar en ekki grjótið sem stjórnar för í list- sköpun minni,“ segir hann. Hróflar ekki við ósnortinni náttúru Lúðvík er með ákveðnar reglur sem hann fylgir í listsköpun sinni, ein þeirra er að valda ekki um- hverfisspjöllum á ósnortinni nátt- úru. „Ég hegg aldrei í grjót sem hefur ekki verið hreyft, það er hluti af náttúrunni og ég vil ekki hrófla við henni. Ég vinn aðeins úr grjóti sem hefur verið fært úr stað vegna vegaframkvæmda, námu- vinnslu eða slíks. Ég geri þetta því ég veit ekki hvað býr í stein- inum, þó ég sé ekki næmur á álfa og huldufólk þá þekki ég fólk sem er það. Ég leyfi steininum því að njóta vafans. Margir líta svo á að grjót séu dauð fyrirbæri en það er misskilningur. Grjót er alveg jafn lifandi og timbur. Það er mik- il spenna í grjóti og það er ómeð- færilegt efni vegna þess að maður hefur ekki alveg stjórn á því, það getur sprungið og molnað í sund- ur við hvert högg. Efnið ræður al- gjörlega för í tilfelli grjóts.“ Vaknar uppfullur af hugmyndum Í fyrra gaf Lúðvík Grundarfirði nokkur listaverk úr grjóti sem finna má víðs vegar um bæinn. Hann er stoltur af því að listaverkin fái að njóta sín í heimabænum. „Það má segja að ástæða þess að listaverkin enduðu á Grundarfirði hafi byrjað sem grín. skarpur stærðfræðingur hér í bæ hafði komist að því að það þyrfti að ferja grjót á snæfellsnes vegna slagsíðu sem hefur verið á landinu eftir að árni Johnsen kom öllu sínu grjóti fyrir á suðurlandi. Ég gekk því í málið og kom grjóti vestur til að rétta landið af,“ segir Lúðvík léttur í bragði. Framhaldið hjá Lúðvík er að halda áfram að skapa list meðan hann getur. „Ég er haldinn áráttu og verð bara að skapa til að verða ekki viðþolslaus. Ég er uppfullur af hugmyndum, hausinn er á fullu þegar ég sef. Ég vakna oft á næt- urnar með hugmynd sem ég verð að hrinda í framkvæmd. Ég er sí- fellt að og vinn mikið á næturnar en þá finnst mér áreiti og áhyggj- ur hversdagsins hverfa og tím- inn standa í stað,“ segir Lúðvík á endingu. Hægt er að fylgjast með Lúðvík á facebook undir nafninu Liston. bþb „Satt að segja líður mér eins og ég hafi aldrei farið frá Grundarfirði“ Rætt við alþýðulistamanninn Lúðvík Karlsson Lúðvík við störf fyrir utan vinnustofuna sína á Sólvöllum. Ljósm. bþb. Grundarfjarðarbær heiðraði Lúðvík um síðastliðna helgi. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.