Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 2017 17 strákarnir hjá Fiskmarkaði snæ- fellsbæjar slá ekki slöku við þótt rólegt sé við löndun á afla þar sem flestir bátar eru komnir í sumarfrí og strandveiðibátar eru stopp fram til 1. ágúst. Þá er gott að nýta tím- ann og góða veðrið til að mála hús- næði fiskmarkaðarins og laga það sem laga þarf. af Málað í góða veðrinu „Já ég er að veiða hérna á svæði tvö í Norðurá og það eru víða fiskar, en það vantar nýja laxa, þessir eru ekki mikið í tökustuði,“ sagði Jón Ingi sveinsson. Hann var að gæda fimm Belga á svæði tvö í Norðurá í Borgarfirði, en áin er komin yfir 1100 laxa. „Það þarf að rigna líka, áin er orðið vatnslítil en það er mikið af fiski á mörgum stöðum, en fis- kurinn er tregur. Fengum einn í dag og misstum fjóra, laxinn tekur grannt. Það getur orðið fjör þe- gar fer að rigna,“ sagði Jón og hélt áfram að segja Belgunum til. Lax- inn gat alltaf tekið. gb Norðurá komin yfir ellefu hundruð laxa Í Norðurá í Borgarfirði. Ljósm. Jón. Laugardaginn 29. júlí var hald- inn vináttulandsleikur A-lands- liðs karla í körfubolta í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi þar sem Ísland tók á móti Belgíu. Þetta var í fimmta sinn sem spil- aður var landsleikur á Vestur- götu. Leikurinn var sá síðasti sem liðið lék hér á landi áður en það keppir á Evrópumótinu í Finn- landi en mótið hefst í lok ágúst. Leikurinn um helgina var vel sóttur og áætlað er að um 650 manns hafi verið á pöllunum að styðja liðið. Ísland var betri aðilinn allan leikinn og komst snemma í forystu sem liðið hélt svo allan leikinn. Liðið spilaði í heild sinni vel en frammistaða Hauks Helga Pálssonar stóðu upp úr. Haukur skoraði 23 stig, varði þrjú skot, tók eitt frákast, stal einum bolta og gaf eina stoð- sendingu en hann klikkaði aðeins á tveimur skotum í öllum leikn- um. Hannes s. Jónsson, formað- ur Körfuknattleikssambands Ís- lands, segir að leikurinn og um- gjörðin hafi verið til fyrirmyndar. „Metnaður ÍA og Akraneskaup- staðar var mikill og það er ánægja innan KKÍ hvernig staðið var að málum. skagamenn fá líka hrós fyrir góða mætingu, sérstaklega í ljósi þess að leikurinn fór fram í júlí í einu besta veðri sumarsins. skagamenn geta gengið mjög stoltir frá þessum leik og fá rúm- lega tíu fyrir hann. Það skemmdi líka ekki fyrir hvað Ísland spilaði góðan leik,“ segir Hannes. Ekki er hægt að spila keppnis- leiki, hvort sem það er A-landslið eða yngri landslið, annars staðar en í Laugardalshöllinni svo ekki er hægt að búast við stórum leikj- um á Akranesi í framtíðinni. „Við höfum verið dugleg að fara með vináttuleiki út á land vegna þess að ekki er hægt að spila keppnis- leiki þar. Eftir helgina kemur vel til greina að spila fleiri vináttu- landsleiki á Akranesi. Íþrótta- húsið á Vesturgötu er frábært íþróttahús og hentar vel undir slíka viðburði,“ segir Hannes. bþb Ísland sigraði leik gegn Belgum á Akranesi „Umgjörðin til fyrirmyndar,“ segir formaður KKÍ Hér eru heiðursgestir leiksins á laugardaginn, þau Hanna Þóra Guðbrands- dóttir sópran, Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður ÍA auk Guðbjargar Norðfjörð varaformanns KKÍ og Hannesar S. Jónssonar formanns KKÍ. Ljósm. kkí Sigtryggur Arnar Björnsson, fyrrum leikmaður Skallagríms, lék sinn fyrsta landsleik um helgina. Ljósm. jo Leikurinn var vel sóttur af Skagamönnum. Ljósm. jo Hanna Þór Guðbrandsdóttir sópran söng þjóðsöng Íslendinga fyrir leik. Ljósm. jo Kristófer Acox og Pavel Ermolinskij æfðu báðir á sínum yngri árum körfubolta með ÍA og voru fyrir leik heiðraðir. Ljósm. jo Sumarlesari vikunnar Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Erna Guðrún Jónsdóttir og er 7 ára gömul. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Grundaskóla og er að fara í 2. bekk. Hvaða bók varstu að lesa? Ég var að lesa Fjóla á ferð í rign- ingu eftir höfundinn Julie Aigner Clark. Hvernig var hún? Mér fannst hún vera skemmti- leg, hún snýst um eina mús sem heitir Fjóla sem er að leita að risa stórum polli. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Mér finnst Prinsessu bækur vera skemmtilegastar. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Uppáhalds bókin mín er Anna og leyndarmálið eftir Þorstein frá Hamri, bókin fjallar um stelpu sem heitir Anna, hún treystir kennaranum sínum fyrir leyndar- máli um að mamma hennar ætl- ar að eignast barn um jólin. Önnu hlakkar til en veit ekki hvort það verði stelpa eða strákur. Af hverju tekur þú þátt í sum- arlestrinum? Ég tek þátt í sumarlestrinum vegna þess að mér finnst gaman að lesa. Kemurðu oft á bókasafnið og hvað gerir þú á bókasafninu? Ég kem á þriggja vikna fresti til þess að fá bækur lánaðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.