Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 201710 síðastliðinn sunnudag kom í fyrsta sinn skemmtiferðaskip til hafn- ar á Akranesi. Le Boreal hét skip- ið sem kom snemma morguns og lá við bryggju fram á kvöld. skip- ið var smíðað árið 2010 og er tæp- lega ellefu þúsund brúttótonn. Það er 142 m á lengd, breidd er 18 m og djúpristan er 4,8 m. Far- þegar skipsins voru um 250 talsins og fóru þeir nær allir beint upp í rútu og í jöklaferð. áhöfnin, 139 manns, gekk um bæinn á meðan beðið var eftir farþegum. Aðbún- aður farþega í Le Boreal er býsna góður en í skipinu má finna; versl- un, samkomusal þar sem fara fram tónleikar og aðrar uppákomur dag hvern, tvo veitingastaði, bar, sund- laug, bókasafn, líkamsrækt, sána og fleira. Etienne Garcia, skipstjóri Le Boreal, tók vel á móti bæjarstjórn og aðilum frá Faxaflóahöfnum um morguninn. sagðist hann vona að þessi ferð yrði ekki sú síðasta sem hann færi til Akraness. Hann hafði siglt til Íslands í fjöldamörg ár og kynni vel við land og þjóð. áður en skipið kom til Akra- ness greindi fréttastofa stöðvar 2 frá því að Garcia hafi farið á svig við lög hérlendis. Hann hafði dag- inn áður hleypt um 200 farþegum Le Boreal í land á friðlýstu svæði á Hornströndum án leyfis auk þess sem skipið og farþegarnir hafi ekki verið tollskoðaðir. Ekki liggur fyr- ir hvernig málið verður afgreitt. bþb Fyrsta skemmtiferðaskipið til Akraness Le Boreal tekur um 250 farþega og áhöfnin telur 139 manns. Etienne Garcia skipstjóri og Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxa- flóahafna, skiptust á minnismerkjum. Við hlið Garcia er Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness og fyrir aftan Ernu stendur Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi á Akranesi. Annar af tveimur veitingastöðum skipsins en um borð starfa 20 kokkar. Samkomusalur þar sem er skemmtun nær alla daga. Tónleikar, leikrit og annað í þeim dúr. Þó veður hafi verið ágætt gátu farþegar lítið sólað sig við sundlaugarbakkann á Le Boreal. Franski fáninn blaktir við hún en skipið og flestir áhafnameðlimir eru franskir. Í grein sem birtist í hinu virta tímariti New York times síð- astliðinn föstudag er kastljós- inu beint að Húsafelli sem næsta stóra áfangastað ferðamanna hér á landi. Greinarhöfundur rekur hina miklu fjölgun ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum. Hann segir áhrif uppsveifl- unnar að sjá alls staðar um land- ið. Flestir þekktustu áfangastað- irnir séu orðnir svo umsetnir að nauðsynlegt sé að ferðamenn beini sjónum sínum að nýjum stöðum, þangað sem Íslendingar fari sjálf- ir; nefnilega „villta vestrið“ eins og hann kallar Vesturlandið. Þar sé margt spennandi og áhugavert að sjá og þá sérstaklega Húsafell. „Ef Húsafell væri ekki til þá þyrfti að finna það upp,“ segir greinarhöf- undur. Hann fer fögrum orðum um Húsafell, hótelið og það sem hægt er að skoða í næsta nágrenni. Nefnir hann sérstaklega Hraun- fossa og Barnafoss, hellinn Víð- gelmi og Deildartunguhver, nýjar gönguleiðir um nágrenni Húsafells og ísgöngin í Langjökli, sem hann segir stærsta aðdráttarafl svæðisins um þessar mundir. kgk/ Ljósm. úr safni. New York Times beinir kastljósinu að Húsafelli „Það er búið að vera erfitt hjá okk- ur þennan túr. Þær tegundir, sem við höfum aðallega verið að elt- ast við, hafa annað hvort vart látið sjá sig eða veiðin hefur verið frem- ur treg. Við eigum að vera í landi á mánudag og þetta verður því stutt veiðiferð hjá okkur, 23 dagar,“ seg- ir Haraldur árnason, skipstjóri á frystitogaranum Höfrungi III AK, í frétt á vef HB Granda á sunnu- dag. Höfrungur III hóf veiðiferðina með því að fara á grálúðumiðin út af Austfjörðum. Hann segir aflann ekki hafa verið í samræmi við vænt- ingar. „Þarna hafði nokkur fjöldi netabáta verið á grálúðuveiðum og það er eins og að þetta tvennt, tog- og netaveiðar, fari ekki saman. Afl- inn út af Héraðsflóadjúpinu og í seyðisfjarðardjúpi var a.m.k. ekki mikill,“ segir Haraldur. Hann upplýsir að stefnan hafi í framhaldinu verið sett beint á Vest- fjarðamið. „Það var ekki til neins að reyna grálúðuveiðar út af Víkuráln- um því hinir stóru og öflugu togar- ar, sem draga tvö troll í einu, höfðu ekki erindi sem erfiði. Það er eins og að grálúðan hafi látið sig hverfa og hið sama má segja um ufsann sem við höfum varla orðið varir við í þessari veiðiferð,“ segir skipstjór- inn. Ýsuveiðarnar segir hann sömu- leiðis ekki hafa gengið vel. „Það var mjög góð ýsuveiði á Látragrunni fyrir um hálfum mánuði síðan en síðan ekki söguna meir. Við náðum í skottið á ágætri djúpkarfaveiði á Hampiðjutorginu en svo þurrkað- ist hún upp. Hins vegar er mikið magn af gullkarfa á ferðinni aust- ur allan kantinn á Vestfjarðamiðum og það hefur sömuleiðis verið mjög góð þorskveiði hjá norðlensku tog- urunum í Reykjafjarðarálnum og á sporðagrunni,“ segir Haraldur árnason. kgk Nóg af þorksi og gullkarfa - aðrar tegundir sjást varla Höfrungur III AK. Ljósm. HB Grandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.