Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 201714 Blásið verður öðru sinni til listahá- tíðarinnar Plan B í Borgarnesi dag- ana 11.-13. ágúst næstkomandi. skessuhorn ræddi við sigríði Þóru Óðinsdóttur, eða sigþóru eins og hún er oftast kölluð. Hún er mynd- listarkona og einn af skipuleggj- endum Plan B að þessu sinni. sig- þóra segir að hátíðin verði hald- in eftir sama formi og á síðasta ári þegar hún fór fyrst fram. „sýning- arrýmin í Borgarnesi verða opn- uð á föstudeginum og síðan verð- ur gjörningakvöld í fjósinu í Ein- arsnesi á laugardagskvöld. sýning- arnar í Borgarnesi munu standa gestum opnar yfir helgina,“ segir hún. „Það er síðan ákveðin stars- fsemi í gangi núna í aðdraganda hátíðarinnar. Vinnuaðstaða opn- aði á mánudaginn síðasta í Valfelli og listamennirnir geta gist í bíl sem þeir hjá Borgarverki voru svo yn- dælir að lána okkur til að hýsa þátt- takendurna. Listamennirnir hafa því aðstöðu til að vinna að sínum verkum en líka tækifæri til að njóta þess að dvelja í Borgarbyggð,“ seg- ir sigþóra. „Nú þegar eru nokkrir listamenn komnir á svæðið og ég á von á að fjölga muni í hópnum eftir því sem nær líður hátíðinni,“ bæt- ir hún við. Alþjóðleg listahátíð Hópurinn sem skipuleggur og heldur utan um Plan B er skipaður ungu listhneigðu fólki úr Borgar- nesi og Borgarfirði. sigþóra er sem fyrr segir frá Einarsnesi, mynd- listarkona og verkefnisstýra. Auk hennar skipuleggja hátíðina Inga Björk Bjarnadóttir, listfræðingur úr Borgarnesi, sigursteinn sigurðs- son, arkitekt í Borgarnesi og Logi Bjarnason, myndlistamaður frá Borgarnesi. Auk þess hefur Birkir Karlsson, listfræðingur frá Reyk- holtsdal, verið þeim innan handar í aðdraganda hátíðarinnar. skipuleggjendur taka allir þátt í sýningum hátíðarinnar, en auk þeirra verða verk fjölmargra ann- arra til sýnis. „Við völdum að þessu sinni 18 listamenn, innlenda sem erlenda, úr stórum hópi umsækj- enda til að taka þátt í hátíðinni í ár og sýna verk sín. Flestir þeirra munu koma og dvelja eitthvað hér í Borgarbyggð á meðan hátíðinni stendur þó ekki hafi allir tök á að koma,“ segir sigþóra. Grímshús spennandi sýningarrými sýningarstaðirnir eru að hluta til þeir sömu og í fyrra. „Það er svo skemmtilegt hvað svona verkefni er lífrænt og flæðandi. Öll sýning- arrýmin eru lánsrými og þá er ekk- ert fast í hendi. Við verðum aftur á sögulofti Landnámssetursins, en Landnámssetrið er jafnframt einn af aðal styrktaraðilum hátíðarinnar. Gjörninakvöldið verður í fjósinu í Einarsnesi eins og í fyrra. En síðan verðum við á tveimur nýjum stöð- um. Við fengum afnot af Gríms- húsi í Brákarey og það er ofboðs- lega spennandi rými, sérstaklega á þessu stigi framkvæmda. Búið er að klæða húsið að utan en að innan er það eins og auður strigi, hrá steypa og mjög spennandi að vinna inn í. svo fengum við líka inn í gúanóinu í Brákarey, sem er á vegum Fornbí- lafjelags Borgarfjarðar. Þeir voru svo frábærir að lána okkur þetta pláss fyrir listasýningu,“ segir sig- þóra ánægð. Listamenn fái greitt Plan B nýtur styrks meðal ann- ars úr uppbyggingarsjóði ssV og menningarsjóði Borgarbyggðar auk þess sem Arion banki í Borg- arnesi og Límtré Vírnet styrkja há- tíðina. sigþóra segir aðstandendur hátíðarinnar í leit að fleiri styrkj- um. „Við leggjum upp með það í styrkumsóknum að við leitumst eftir fjármagni til að geta greitt listamönnunum. Það er mjög mik- ilvægt. Listamennirnir leggja mik- inn tíma og vinnu í verk sín og eðli- legt að þeir fái greitt fyrir það. Þó það sé ofboðslega gaman að taka þátt í svona hátíð þá er það samt gríðarlega mikil vinna. Það er mik- ilvægt að gefa vinnu listamanna það vægi sem hún á skilið,“ seg- ir hún. „Þannig að ef einhver fjár- sterkur áhugamaður um myndlist og menningu vill leggja okkur lið þá þiggjum við það með þökkum,“ segir sigþóra létt í bragði. „En þetta verkefni er allt saman unnið í mjög góðri samvinnu við sveitar- félagið Borgarbyggð og fyrirtæki á svæðinu sem styrkja hátíðina með öðrum hætti en fjárframlögum. Það er ómetanlegur stuðningur við hátíðina,“ bætir hún við. Góð áhrif á samfélagið „Við merkjum að hátíðin hefur já- kvæð og góð áhrif í samfélaginu. Fólk sem sótti sýningarnar í fyrra var mjög áhugasamt og öll umræða um hátíðina hefur verið jákvæð,“ segir hún. „svona hátíð getur ekki orðið nema samfélagið taki þátt og við viljum vinna með samfélaginu að einhverju sem er spennandi og nýtt með því að nýta þá möguleika sem eru fyrir hendi. Það er fókus- inn okkar, hvað er hægt að gera? Við teljum að það sé allt hægt þeg- ar margir koma saman og sameina krafta sína,“ bætir hún við. sigþóra vonast til að hátíðin sé komin til að vera. „Ég og við öll vonum að hátíðin sé komin til að vera og að líftími hennar verði sem lengstur,“ bætir hún við. sömuleið- is vonar hún að hátíðin verði öðr- um hugmyndaríkum Borgfirðing- um hvatning. „Ef fólk er með hug- myndir og langar að prófa eitthvað nýtt þá á bara að láta reyna á það. Vonandi getur hátíðin líka orðið til þess að fólk sjái fleiri möguleika á svæðinu, eins og við gerum. Við erum að vinna með möguleikana og það er ofboðslega dýrmætt, tala nú ekki um fyrir ungt fólk að sjá eitthvað spretta upp að frumkvæði nokkurra einstaklinga en öðlast líf sem samvinnuverkefni samfélags- ins. Það er ákveðin hvatning í því að sjá fólk fylgja eftir hugmyndum sín- um og hugsjónum,“ segir sigþóra. Aðgangur ókeypis Hátíðin verður sett föstudaginn 11. ágúst í Grímshúsi. sigþóra bein- ir áhugasömum til að fylgjast með heimasíðunni www.planbartfesti- val.is og Facebook-síðu hátíðarinn- ar. Nákvæmar tímasetningar verða settar inn þar. Í kjölfarið á setning- unni verða sýningar opnaðar í gúa- nóinu og á sögulofti. Gjörninga- kvöldið í Einarsnesi hefst síðan á laugardeginum. Aðgangur að sýningum hátíðar- innar er ókeypis. „Við trúum ekki á að rukka inn. sýningin er rekin með styrkjum og fyrst við getum látið dæmið ganga upp án þess að rukka inn þá gerum við það. Hátíðin er ekki rekin í gróðraskyni,“ segir sig- þóra að endingu. kgk Listahátíðin Plan B verður haldin um aðra helgi - 18 listamenn sýna í Borgarnesi Plan B listahátíð verður 11.-13. ágúst í Borgarnesi. Sigþóra Óðinsdóttir myndlistarkona og einn skipuleggjenda Plan B. Ljósm. úr safni/ Björgvin Sigurðarson. Gestir virða fyrir sér verk á sýningu hátíðarinnar í fyrra. Listaverk til sýnis á Plan B á síðasta ári.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.