Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 201716 Bæjarhátíðin „á góðri stund“ í Grundarfirði fór fram um helgina í ágætis veðri. Þó nokkur fjöldi fólks var í bænum og voru tjald- svæði bæjarins þétt setin. úrval af- þreyingar var í boði fyrir unga sem aldna og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin náði svo há- marki þegar lituðu skrúðgöngurn- ar mættust í miðbænum og gengu niður á hátíðarsvæði þar sem félagarnir Gunni og Felix tóku á móti fólkinu og héldu uppi stuð- inu. Bryggjuballið var á sínum stað áður en stuðlabandið kláraði með fjörugu balli í saltkaupsskemm- unni. tfk Á góðri stund fór vel fram Ingólfur Þórarinsson stýrði brekkusöng á kirkjutúninu á föstudagskvöldinu og var mikið fjölmenni og góð stemmning. Matti Matt og Jogvan Hansen héldu uppi stuðinu á Þjófstartinu á fimmtudags- kvöldinu. Gunni og Felix vöktu mikla lukku eftir skrúðgönguna. Þessi unga dama skemmti sér vel í froðupartýinu. Hjördís Bjarnadóttir lét fara vel um sig á eðalvagni bláa hverfissins í skrúð- göngunni. Þessi ungi drengur passaði að allt færi vel fram í grænu skrúðgöngunni. Jón Björgvin Sigurðsson var frekar klístraður þegar hann útbjó candy floss fyrir viðskiptavini. Slökkvilið Grundarfjarðar var með árlegt froðupartý í Paimpol garðinum.Íþróttaálfurinn vakti mikla lukku hjá yngri kynslóðinni á föstudeginum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.