Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 201712 Óvæntur gestur heimsótti Reyk- hóladaga á laugardaginn þegar Heinz Prien 61 árs gamall Þjóðverji, ók inn á hátíðarsvæðið á Hanomag R460 dráttarvél með hjólhýsi í eft- irdragi og lagði við hlið hinna fornu traktoranna. Hann lagði af stað frá Muggensturm, skammt frá stutt- gart í suðvestur Þýskalandi, hinn 10. júní síðastliðinn, ók sem leið lá norður til Danmerkur og tók síð- an ferjuna til seyðisfjarðar. Hafði hann ekið suðurleiðina, skoðað sig um á Íslandi og leit við á Reykhóla- dögum. Var hann þar í góðum hópi innan um aðra dráttarvélaáhuga- menn. Kvaðst Heinz síðan ætla að halda ferð sinni áfram, fara norður í land og til seyðisfjarðar og þaðan með bátnum til meginlands Evrópu á nýjan leik. stefnir hann að því að ferðalaginu mikla ljúki 30. septem- ber næstkomandi. kgk Blásið var til uppboðs á seljanesi í Reykhólasveit síðdegis á laugardag í tengslum við byggðahátíðina Reyk- hóladaga. Var uppboðið haldið að frumkvæði seljanesbræðra, líkt og á síðasta ári og rétt eins og í fyrra verð- ur ágóði uppboðsins látinn renna til styrktar góðra málefna. Alls kyns varningur og þjónusta var boðin upp, allt frá verkfærum til snyrtivara. sömuleiðis voru til sölu á uppboðinu happdrættismiðar og dregið í lok viðburðarins. Uppboð- ið var afar vel sótt og þátttaka góð. skessuhorn sló á þráðinn til seljanes- bræðra sem voru að vonum ánægðir með hvernig til tókst. söfnuðust um 540 þúsund krónur á uppboðinu og verður þeirri upphæð skipt á milli tveggja félaga, sem bæði starfa í þágu barna. kgk Rúm hálf milljón safnaðist á uppboði Uppboðið á Seljanesi var afar vel sótt. Ók frá Þýskalandi á dráttarvélinni árni Jón Þorgeirsson hefur snúið sér alfarið að rekstri steypustöðv- arinnar Þorgeirs ehf. í Rifi. Hann leigði sem kunnugt er rekstur Vél- smiðju árna Jóns til þeirra Dav- íðs Magnússonar og sigurðar sig- þórssonar. Þeir færðu reksturinn undir nýtt nafn og tóku við smiðj- unni í lok júnímánaðar. árni kveðst ánægður með að hafa breytt um vettvang og telur smiðjuna í góðum höndum. „Ég er bara lukkulegur að vera kominn alfarið í steypustöðina og mjög ánægður með strákana sem eru með smiðjuna. Þeir þekkja þetta mjög vel, annar þeirra vann hjá mér í yfir 20 ár,“ segir árni. „Það var fínt að hressa aðeins upp á þetta. Ég var kannski farinn að þreytast á þessu sjálfur. Ég byrjaði með smiðj- una 21 árs gamall og hafði ekki lit- ið upp úr henni síðan. Ég var bú- inn að vera þarna í 35 ár og það var bara komið gott. Ég held að ég sé búinn með þann kvóta,“ bætir hann við og brosir. Fjölskyldufyrirtæki Þorgeir faðir árna stofnaði steypu- stöðina árið 1986, gerði hana að hlutafélagið 1997 og rak þar til árni keypti hana af honum fyrir tíu árum síðan. árni rak steypustöðina samhliða vélsmiðjunni þar til fyrir um mánuði síðan. á síðasta ári hóf þriðji ættliður fjölskyldunnar störf hjá Þorgeiri ehf., þegar Höskuldur árnason, sonur árna Jóns, byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu. árni segir reksturinn hafa geng- ið vel upp á síðkastið og nóg að gera. „Við erum með þrjá steypu- bíla, flatvagn, flutningavagn og malarvinnslu, sem er nokkuð stór harpa, um 27 tonn að eigin þyngd. Undanfarið höfum við verið mikið í sumarbústaðaflutningum. Ég er búinn að flytja 1.400 fermetra síðan í september af húsum frá Reykja- vík og selfossi hingað á snæfells- nesið,“ segir árni, en hann flutti til að mynda öll hús nýja hótels- ins á Arnarstapa. „síðan er búið að vera nóg að gera í steypuvinnu og malbiki. Það kemur törn í malbiki á kannski sex til átta ára fresti. Nú er mjög mikið að gera í því, enda viðhald vega búið að sitja á hak- anum undanfarin ár. Þeirri vinnu fylgir að flokka þarf möl í malbikið og síðan höfum við verið að flokka sand fyrir Landsnet vegna lagning- ar rafstrengsins milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar.“ Árstíðabundin starfsemi Hann segir starfsemi steypustöðv- arinnar vera nokkuð árstíðabundna. „Það er alltaf lægð á veturna í þessu. Vonandi verður það til þess að ég kemst í frí í vetur vegna þess að ég er ekki með vélsmiðju lengur. Get kannski tekið frí í febrúar því það þýðir ekki að gera það á sumr- in. Það er mest að gera í þessu um þetta leyti og fram í september. Eft- ir það fer örlítið að minnka í verk- efnum. Veturinn fer í að halda við tækjum og gera við ýmislegt. Þó er alltaf steypa öðru hvoru á veturna. Ef það kemur þíða í viku þá er allt- af eitthvað tilfallandi, inni í húsum, lagfæringar á gólfum og stundum eru jafnvel byggð hús á veturna þó það sé ekki algeng. Þegar svo ber undir þá getum við skaffað einangr- unarmottur og rúllað yfir steypuna sem þolir þá nokkurra stiga frost,“ segir árni. Erfitt að reka fyrirtæki á Íslandi „Annars er þessi vinna aldrei eins og maður veit ekki hvernig verk- efnin verða nema nokkra mánuði fram í tímann. Í sumar höfum við verið óvenju mikið í möl. Eitt árið vorum við mikið í bátaflutningum, það næsta í húsum. Róleg ár koma inn á milli og svo er allt í einu allt á hvolfi og brjálað að gera. síðan á átta til tíu ára fresti fer svo allt nán- ast til fjandans, eins og í öllum öðr- um rekstri á Íslandi,“ segir árni og deilir reynslusögu úr heimi at- vinnurekandans: „árið 1982 þeg- ar ég var nýbyrjaður með rekst- ur vélsmiðjunnar tók ég 500 þús- und króna lán. árið eftir var milli 80 og 100% verðbólga. árið 1988 var lánið komið í 2,2 milljónir. síð- asta afborgunin af þessu 500 þús- und króna láni var 397 þúsund, 27 árum síðar. Þetta er algjört rugl!“ segir árni að endingu. kgk „Lukkulegur að vera kom- inn alfarið í steypustöðina“- -rætt við Árna Jón Þorgeirsson í Rifi Árni Jón Þorgeirsson. Steypustöðin Þorgeir ehf. í Rifi var stofnuð árið 1986 af Þorgeiri föður Árna Jóns. Nú er þriðji ættliðurinn við störf í fyrir- tækinu, því Höskuldur Árnason hóf störf í steypustöðinni á síðasta ári.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.