Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 2017 17 Hvalfjarðardagar voru haldnir há- tíðlegir um liðna helgi. Að sögn Ásu Líndal Hinriksdóttur, umsjón- araðila Hvalfjarðardaga, heppnaðist hátíðin mjög vel. „Flestir viðburðir voru vel sóttir, til að mynda var fullt út að dyrum hjá ferðaþjónustunni á Laxárbakka á föstudagskvöldinu þar sem boðið var upp á grillað lamba- kjöt og Heiðmar trúbador hélt uppi góðri stemningu. BMX-BRÓS voru með flotta sýningu á hjólunum og eftir sýninguna settu þeir upp hjóla- braut sem krakkarnir fengu að prófa og það fannst þeim mjög gaman. Það voru grillaðar pylsur og svo skelltu krakkarnir sér í sundlaugarp- artý og nutu sín vel í lauginni með ýmislegt dót.“ Laugardagsmorguninn byrjaði með gönguferð úr Grafardal um Síldarmannagötur niður í Hval- fjörð og heppnaðist gangan að sögn Ásu vel þrátt fyrir rigningu. Fjöl- breytt dagskrá var á Þórisstöðum á laugardeginum. „Fjölmargir tóku þátt í sveitamarkaðinum á Þóris- stöðum og var margt fólk sem leit við, enda fjölbreytt og skemmti- leg dagskrá á svæðinu. Opið var í Kaffi Koti og fullt út að dyrum og myndaðist oft löng röð. Leikhópur- inn Lotta var með sýningu og vakti hún mikla gleði meðal barna,“ segir Ása og bætti því við að margir létu reyna á hæfileika sína við traktora- akstur. „Við settum upp traktora- þrautabraut og var fjölbreyttur hóp- ur sem skráði sig til leiks á öllum aldri.“ Sammi trúbador var á svæð- inu og tók nokkur lög. Áður en dag- skránni að Þórisstöðum lauk setti slökkviliðið upp froðurennibraut fyrir börnin. „Óhætt er að segja að það hafi heppnast vel og var gleðin mikil meðal barnanna,“ segir Ása. „Slæðingur var af fólki allan laug- ardaginn að Steinsholti þar sem fólki var boðið að koma og skoð- að aðstæður og látið teyma undir börnunum,“ segir Ása. Dagskránni á laugardeginum lauk með tón- leikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ. „Á sunnudeginum var líf og fjör í Vatnaskógi þar sem fleiri komu í ár en í fyrra og var bara gott rennirí af fólki allan daginn. Opið hús var í Álfholtsskógi, þar var tekið vel á móti fólki og sagt frá sögu staðarins og gengið um skóginn. Hátíðinni lauk svo með flottum stofutónleik- um í Skipanesi, þar sem Ásta Marý Stefánsdóttir söng og með henni var Jónína Erna Arnardóttir sem sá um undirleik,“ bætir Ása við. Fyrir Hvalfjarðardaga voru íbú- ar hvattir til að skreyta heimreið- ar og póstkassa auk þess sem ljós- myndakeppni, með þemanu: Gleði og náttúra í Hvalfjarðarsveit, stóð yfir alla helgina. „Dómnefnd fyr- ir skreytingarnar komst að þeirri niðurstöðu að Miðfell væri með best skreyttu heimreiðina en þar búa þau Sigurður Þór Runólfsson og Helga Jóna Björgvinsdóttir, en dóttir þeirra Sigríður Elín sá um skreytingarnar. úrslit úr ljósmynda- samkeppninni liggja ekki enn fyrir,“ segir Ása að lokum ánægð með vel heppnaða Hvalfjarðardaga. arg Vel heppnaðir Hvalfjarðardagar um liðna helgi Mikil gleði var meðal barnanna þegar slökkviliðið setti upp froðurennibraut á Þórisstöðum. Þeir Halldór Már Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson og Davíð Þór Vilhjálmsson fengu verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í traktoraþrautabrautinni. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir. BMX-BRÓS voru með sýningu og leyfðu krökkunum að prófa hjólin og brautirnar. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir. Traktoraþrautabrautin vakti mikla lukku. Hér er Jón Eyjólfsson á Kópareykjum í brautinni. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir. Boðið var upp á grillaðar pylsur fyrir þá sem komu á sýningu hjá BMX-BRÓS. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir. Börnin voru ánægð með að fá að sulla í froðunni. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir Þau Helga Jóna Björgvinsdóttir og Sigurður Þór Runólfsson voru valin með best skreyttu heimreiðina. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir. Heiðmar trúbador hélt uppi góðri stemningu á Laxárbakka. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir. Anna Katrín Guðráðsdóttir á hestbaki í Steinsholti. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir. Þau Jón Brandsson, Bergný Sófusdóttir, Petrína Helga Ottesen og Klara Berglind Gunnarsdóttir mættu í göngu snemma á laugardagsmorgni og gengu úr Grafardal um Síldarmannagötur niður í Hvalfjörð. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.