Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 201718 Í þessari viku hefja 1.022 nýnemar nám við Háskólann á Akureyri sem er 114 nemendum fleira en árið áður. Langflestir, eða 322, hefja nám í félagsvísindadeild en til henn- ar telst m.a. nám í fjölmiðlafræði, félagsvísindum, sálfræði og lög- reglufræði. Þetta er í annað skipti sem Háskólinn á Akureyri tekur við nemendum í lögreglufræði eft- ir að mennta- og menningarmála- ráðuneytið fól HA að hýsa námið í fyrra. Samtals hefja 157 nám í lög- reglufræði á haustmisseri. „Það er afar ánægjulegt að sjá að gæði og orðspor Háskólans á Akur- eyri eru að skila okkur fleiri nem- endum. Þetta er þriðja árið í röð sem við fáum metaðsókn og því ljóst að námið hjá okkur er eftirsóknar- vert. Það veldur mér þó áhyggjum að við munum ekki geta tekið við sama fjölda nýnema á næstu árum. Eins og staðan er í dag er Háskól- inn á Akureyri fullsetinn og ljóst að grípa þarf til aðgangstakmarkana strax á næsta ári,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Engar aðgangstakmarkanir eru á fyrsta árinu en aðeins 55 nemar komast áfram í hjúkrunarfræði af þeim 156 sem hefja námið á þessu haustmisseri. Því er eins háttað með lögreglufræði: Af þeim 157 sem hefja námið eru aðeins 40 sem komast að í tveggja ára starfsnám fyrir lögreglumenn en einnig er hægt að halda áfram og ljúka þriggja ára bakkalárnámi í greininni. Kynjahlutfall nýnema er svipað og árið áður og nú hefja 36% karl- ar nám á meðan hlutur kvenna er 64%. „Þegar við tókum inn íþrótta- kennaraáherslulínu í kennarafræði og nú síðast lögreglufræði sáum við breytingar í rétta átt en betur má ef duga skal. Ástæður þess að mun færri karlmenn stunda háskólanám eru því greinilega margslungnar og þurfum við samstarf við stjórnvöld, og innan háskólasamfélagsins, til að skilja betur hvernig er unnt að bregðast við. Það vekur sérstaka athygli að á meðan konur á lands- byggðunum eru með svipað mennt- unarstig og stöllur þeirra á höfuð- borgarsvæðinu þá er því ekki eins farið með karlana,“ segir Eyjólfur. Áætlað er að tæplega 2100 nem- endur stundi nám við HA þetta skólaár. Í Háskólanum á Akureyri er boðið upp á 13 námsleiðir í grunn- námi, þar af eru sjö námsleiðir sem enginn annar háskóli á Íslandi býð- ur upp á. „Við erum að mennta fólk til starfa í öllum heiminum en að sama skapi með samkeppni úr öll- um heiminum. Háskólinn á Akur- eyri getur státað af einstöku námi í einstöku umhverfi með áherslu á persónuleg samskipti, það eru kost- ir sem ungt fólk nú til dags met- ur mikils og því þökkum við auk- inn fjölda nýnema,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, að lokum. mm Aldrei fleiri nýnemar - Háskólinn á Akureyri fullsetinn Pennagrein Staða og framtíð sauðfjárbúskapar í landinu er í uppnámi vegna boð- aðrar 35% lækkunar afurðarverðs til bænda nú til viðbótar við 10% lækkun sauðfjárafurða síðastliðið haust. Gífurlegt tekjutap blasir við sauðfjárbændum sem erfitt verður að mæta, sérstaklega fyrir þá sem eru skuldsettir og hafa ekki mögu- leika á annarri vinnu meðfram sauðfjárbúskap. Þeim virðast eng- ar útgönguleiðir færar aðrar en að hrekjast frá búskap. Sauðfjárrækt er grundvöllur byggðar í ákveðnum landshlutum sem mun bresta ef ekkert er að gert í þeim bráðavanda sem greinin stendur nú frammi fyrir. Þessi staða snertir ekki einung- is bændur heldur líka samfélögin í kringum sveitirnar því fjöldi af- leiddra starfa eru í kringum sauð- fjárbúskap sem verða líka í uppnámi og ekki verður auðvelt að fylla það skarð sem verður í atvinnutækifær- um ef rekstrargrundvöllur sauð- fjárbúskapar hrynur. Þá eru brostn- ar forsendur fyrir búsetu margra og byggðaröskun óhjákvæmleg á þeim svæðum sem hafa treyst á sauð- fjárbúskap. Ég óskaði eftir fundi í atvinnu- veganefnd fyrir skemmstu til þess að ræða þessa alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna mikils birgða- vanda sem kemur til vegna þess að markaðir hafa lokast erlendis, m.a. vegna viðskiptabanns Rússa og sterks gengis krónunnar. Nýgerður búvörusamningur hefur ekki bein áhrif á þessa stöðu, en vissulega voru á honum margir gallar, t.d. framleiðsluhvatar sem byggðust á óraunhæfum væntingum um mikla sölu á lambakjöti erlendis sem ekki er í hendi. Fyrir atvinnuveganefnd hafa komið hagsmunaaðilar og land- búnaðarráðherra og ljóst er að við megum engan tíma missa ef stjórn- völd ætla að koma til liðs við sauð- fjárbændur í þessum miklu og von- andi tímabundnu erfiðleikum sem greinin stendur frammi fyrir. Lausnir eru til, beitum þeim sem fyrst Sauðfjárbændur hafa lagt fram sína tillögu að lausn sem er að mörgu leyti skynsamleg en langt því frá sársauka- laus fyrir bændur og ráðherra hefur viðrað sínar hugmyndir og hyggst leggja þær fram sem fyrst. Það er sem sagt komin hreyfing á málið, en gagnrýna má að ekki hafi verið grip- ið til aðgerða miklu fyrr þegar vand- inn blasti við í vor og ráðherra var þá gerð grein fyrir birgðastöðunni og þeim vanda sem af henni stafaði. Orsakirnar eru fyrst og fremst mark- aðsbrestur erlendis því sem betur fer hefur sala á lambakjöti aukist um 5 til 6% innanlands í ár. Nú ríður á að stjórnvöld taki hönd- um saman við sauðfjárbændur með aðgerðum sem taki á þessum birgð- arvanda og feli í sér tímabundna út- flutningsskyldu. Sú aðgerð er ríkis- sjóði útlátaminnst, en mikilvægt er að aðrar aðgerðir sem gripið verður til stilli af framboð og eftirspurn á innanlandsmarkaði til framtíðar og að komið verði upp sveiflujöfnun- arsjóði í greininni sem og að tengja gæðastýringu við sjálfbærni greinar- innar sem vinnur gegn gróðureyð- ingu og kjörlendi til sauðfjárræktar verði eflt enn frekar. Innlend matvælafram- leiðsla er keppikefli Það er mikilvægt að gerðar verði ráðstafanir sem bæta stöðu bænda og byggðar í landinu til framtíðar og ná sem mestri samstöðu með aðkomu ríkisins og tryggja að stuðningur hins opinbera nýtist neytendum inn- anlands sem best. Það er hagstæðast að framleiða sem mest af matvælum til eigin nota hér innanlands. Það tryggir mat- vælaöryggi, er umhverfisvænt, dreg- ur úr loftslags- mengun sem fylgir innflutn- ingi á matvöru um langan veg. Bændur eru að framleiða góða og heilnæma vöru með lítilli sýklalyfja- notkun og aukaefnum í hreinu um- hverfi í nálægð við neytendur og á góðu verði. Greinin skapar fjölda af- leiddra starfa og það er hagur allra landsmanna að sveitirnar lifi og að þar byggist upp störf og gott mannlíf til framtíðar. Núverandi staða er hjalli sem hægt er að yfirstíga og sauðfjárbúskapur- inn á mikla möguleika til framtíð- ar í vöruþróun og markaðssetningu með sína góðu afurðir. Horfum því með bjartsýni fram á við fyrir hönd sauðfjárbænda og okkar sameigin- legu hagsmuna og vinnum að því að sauðfjárrækt verði áfram sterk stoð í byggðafestu landsbyggðanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður NV kjördæmis. Stöndum með sauðfjárbændum Verðlaunaveiting úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda og konu hans Ingibjargar Sig- urðardóttur fór fram á laugardag- inn í Reykholtskirkju. Ljóðaverð- laun Guðmundar Böðvarssonar falla í skaut Steinunnar Sigurðardóttur skáldkonu en Borgfirsku menning- arverðlaunin fær fiðlusveitin Slitnir strengir á Akranesi. Fyrst voru veitt- ar viðurkenningar úr sjóðnum árið 1991. Milli verðlaunaveitinga hafa liðið 2-4 ár og er þetta sú tíunda úr sjóðnum. Hlutverk minningarsjóðsins er að leggja lið og vekja athygli á því sem vel er gert í menningarmálum í Borgarfjarðarhéraði og ljóðlist á Ís- landi. Einnig er tilgangur sjóðsins að halda á lofti minningu þeirra Kirkju- bólshjóna. Í máli Ingibjargar Daní- elsdóttur á Fróðastöðum, formanns stjórnar minningarsjóðsins, var Guð- mundur mikilvirkt ljóðskáld en hann á ekki allan heiðurinn af þeim verk- um sem eftir hann liggja. „Kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir átti sinn stóra þátt í verkum hans. Hún veitti honum innblástur eins og sum ljóða hans bera glöggt með sér ásamt því að gefa honum rými til þess að sinna ljóðagyðjunni með því að taka ríflega sinn skerf af daglegu amstri á Kirkju- bóli. Í ljóðum Guðmundar kemur fram ást og aðdáun á umhverfinu og djúpur skilningur á samspili bóndans og landsins. Í ljóðum Guðmundar má oftast finna dýpri undirtón sem kemur lífsskoðun hans til skila og er þess valdandi að enn eru ljóð hans virt og oft á tíðum gripið til þeirra þegar túlka þarf mikilvæg málefni.“ Steinunn hlaut ljóðaverðlaunin Að þessu sinni hlaut Steinunn Sig- urðardóttir ljóðaverðlaunin. Af ljóði ertu komin er heiti síðustu ljóðabók- ar hennar sem kom út haustið 2016 og eins og titillinn vísar til þá hóf hún sinn langa og fjölskrúðuga rithöfund- arferil sem ljóðskáld og hefur aldrei sagt skilið við þann kjarna höfundar- verks síns. Fyrsta ljóðabók Steinunn- ar, Sífellur, kom út árið 1969, þeg- ar hún var aðeins 19 ára að aldri og vakti umtalsverða athygli. Þar og þá kom út 1971, Verksummerki 1979, Kartöfluprinsessan 1987, Kúaskítur og norðurljós 1991, Hugástir 1999, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta 2004, Ástarljóð af landi 2007 og svo fyrstnefnda bókin Af ljóði ertu kom- in 2016. „Þegar Steinunn hóf feril sinn sem ljóðskáld var hún ein fárra kvenna sem lögðu stund á þá list, hún var t.d. eina konan í þeim framúrstefnu- lega hópi ungra ljóðskálda sem kall- aði sig Listaskáldin vondu og kom fram snemma árs 1976, strákarnir voru sjö. Nú er sú staða gjörbreytt. Helstu höfundareinkenni Steinunn- ar hafa löngum verið talin mynd- rænn stíll, sterkar og frumlegar nátt- úrulýsingar, undirfurðulegur húmor og léttleiki, þótt sársauki og tregi búi oft að baki. Ljóðin geta verið tvíræð og margræð, ástin og ástarsorgin eru tíðum viðfangsefni skáldsins, dauð- inn kom snemma til sögunnar og gerist býsna fyrirferðarmikill í nýj- ustu bókinni, Af ljóði ertu komin. Steinunn Sigurðardóttir er tvímæla- laust í röð fremstu skálda og rithöf- unda Íslands með langan og glæsi- legan feril að baki. Hún hefur not- ið almennra vinsælda og viðurkenn- ingar, einkum fyrir skáldsögur sínar, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Hjartastað 1995 og verk henn- ar hafa verið þýdd á fjölmörg tungu- mál,“ sagði Ingibjörg Daníelsdóttir. Slitnir strengir hlutu menningarverðlaunin Menningarverðlaunin falla í skaut fiðlusveitar af Akranesi sem nú hefur fengið nafnið Slitnir strengir. Skúli Ragnar Skúlason er stjórnandi sveit- arinnar og kom henni á laggirnar árið 2001 þegar hann réðist sem kennari að Tónlistarskóla Akraness. Þá voru flestar stúlkur sveitarinnar nemend- ur skólans. Nú eru 19 fiðluleikarar í hópnum ásamt þremur meðleik- urum. Þessi glæsilegi hópur ungra kvenna er góð fyrirmynd stelpna sem eru að feta sig út í lífið. Hópurinn blandar saman hljóðfæraleik, söng og talkór og útkoman verður heilsteypt- ur flutningur verka sem mest megn- is eru þjóðlög af írskum, skoskum og íslenskum uppruna. Fiðlusveitin hefur fengist við fjöl- breytt verkefni. Að baki eru ótal tónleikar bæði innan lands og utan. Ýmist hefur sveitin verið ein á svið- inu eða í samstarfi við annað tón- listarfólk. út hafa komið tveir geisla- diskar, sá fyrri árið 2007 með nafninu Milli tveggja heima, sá síðari kom út nú í vor og ber heitið Slitnir strengir. Hópurinn hlaut menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2009 og ber nú titilinn Bæjarlistamenn Akraness. Hópurinn lætur ekki deigan síga og stefnir á tónleikaferð til Skotlands í janúar 2018. mm Slitnir Strengir handhafar menningar- verðlauna Kirkjubólshjóna Ragnar Skúlason ásamt 14 af 19 félögum í fiðlusveitinni Slitnum strengjum. Steinunn Sigurðardóttir ljóðskáld þakkaði fyrir sig við athöfn sem fram fór í Reykholtskirkju.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.