Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 2017 21
Barnapössun
Hjón vantar reglulega barnapöss-
un á Akranesi nokkra eftirmiðdaga
í mánuði. Fullkomið með skóla.
Upplýsingar í síma 847-0514.
Hús til leigu
Til leigu er nýtt hús í Hvítársíðu.
Húsið er um 80 fermetrar að stærð.
agust.jonsson@centrum.is.
Borgarnes – laus strax!
Til leigu mjög snyrtileg íbúð að
Brákarbraut 8 í Borgarnesi. Stærð
163 fermetrar. Fjögur svefn-
herbergi. Upplýsingar í síma
892-8531, Gísli.
Íslensk bláber
Vil kaupa 25 kíló af íslenskum
bláberjum. Hafið samband við
Ritu í sima 849-4836.
Markaðstorg Vesturlands
Reykhólahreppur -
í dag 30. ágúst
Uppskeruhátíð UDN verður í dag,
miðvikudaginn 30. september kl.
18:00 í Reykhólaskóla. Verðlaun
verða veitt fyrir besta árangur pilta
í frjálsum íþróttum 2017, besta ár-
angur stúlkna í frjálsum íþróttum
2017 og mestu framfarir í frjálsum
íþróttum 2017. Einnig verða veitt
hvatningarverðlaun UDN 2017 fyr-
ir frjálsar íþróttir, knattspyrnu og
hestaíþróttir.
Reykhólahreppur -
fimmtudagur 31. ágúst
Íbúafundur um skólastefnu Reyk-
hólahrepps. Stýrihópur um skóla-
stefnu Reykhólahrepps boðar til
fundar um skólastefnu hreppsins í
sal Reykhólaskóla 31. ágúst kl. 17:00.
Boðið verður upp á súpu á fund-
inum. Allir íbúar Reykhólahrepps
eru hvattir til að láta skólastefnu
sig varða og leggja sitt af mörkum
til mótunnar hennar, ekki síst börn
og unglingar ekki síst því þau hafa
skoðanir á skólakerfinu og skóla-
starfi.
Snæfellsbær -
föstudagur 1. september
Tónlistarhátíðin Tene-Rif í Frystiklef-
anum í Rifi fer fram dagana 1. og 2.
september næstkomandi. Allskonar
bönd. Heimamenn, upprisnir RISAR
og Þau allra heitustu í dag. Sveitaball
með bestu ballhljómsveit á landinu,
Babies, lokar þessu dæmi. Miðasalan
hafin á www.thefreezerhostel.com.
Borgarbyggð -
laugardagur 2. september
Sveitamarkaður í gömlu hlöðunni
í Nesi í Reykholtsdal laugardaginn
2. september frá kl. 13:00 til 17:00.
Æðardúnsvörur, vörur úr refaskinni,
gærur af haustlömbum og margt
fleira.
Snæfellsbær -
laugardagur 2. september
Vesturlandsslagur í Ólafsvík. Víking-
ur Ó. tekur á móti ÍA í 1. deild kvenna
í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl.
14:00 á Ólafsvíkurvelli.
Akranes -
laugardagur 2. september
Dansleikur með hljómsveitinni
Made in Sveitin á Gamla Kaupfélag-
inu frá miðnætti til 03:00. Miðasala
á www.midi.is.
Borgarbyggð -
sunnudagur 3. september
Höfuðdagsmessa í Reykholtskirkju
kl. 14:00. Umbra Ensemble ann-
ast flutning á tónlist sem einkum
verður sótt til Hildigerðar frá Bin-
gen (1098-1179). Umbra Ensemble
var stofnað árið 2014 og er skip-
að atvinnutónlistarkonum sem all-
ar hafa brennandi áhuga á bæði
ævafornri og nýrri tónlist. Þær hafa
skapað sinn eigin hljóðheim sem
hefur fornan blæ og spila þær bæði
nýja og gamla tónlist í eigin útsetn-
ingum.
Borgarbyggð -
sunnudagur 3. september
Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaða-
hreppi hinum forna frá kl. 11:00.
Akranes -
sunnudagur 3. september
Síðdegiste á sunnudegi. Boðið upp
á hlaðborð og úrvals te á sunnu-
daginn milli kl. 16 og 19 í Dular-
fullu búðinni á Akranesi. Frábær
stemning og nú verður skotið upp
korktappa úr kampavínsflösku og
sporið tekið við skemmtilega tón-
list. Hlaðborð og te 2.000 kr. ann-
ars hefðbundið verð á veigum. All-
ir velkomnir.
Akranes -
sunnudagur 3. september
Kári mætir Einherja í 3. deild karla
í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl.
14:00 á Akranesvelli.
Grundarfjörður -
mánudagur 4. september
Hreint mataræði með Guðrúnu
Bergmann. Þetta frábæra nám-
skeið hefur laðað til sín rúmlega
700 manns undanfarin tvö ár. Það
er byggt á bók hjartasérfræðings-
ins Alejandro Junger og hrein-
iskúrinn byggist á þremur undir-
búningsdögum og þriggja vikna
hreinsunarferli, sem hjálpar fólki að
losna við ýmis heilsufarseinkenni
eins og bjúg, liðverki og bakflæði,
auk þess sem blóðþrýstingur lækk-
ar hjá mörgum, meltingin batnar
og margir léttast. Nánari upplýs-
ingar og skráningar á https://gu-
drunbergmann.is/namskeid/hm_
snaefnes.
Grundarfjörður -
þriðjudagur 5. september
Blóðbankabíllinn í Grundarfirði.
Blóðsöfnun verður í Grundarfirði
þriðjudaginn 5. september. Með
blóðgjöf björgum við lífi og létt-
um það þeim sem þurfa þessa mik-
ilvægu gjöf. Slysin gera ekki boð á
undan sér fremur en veikindin oft
og tíðum. Okkur vantar alltaf nýja
blóðgjafa í hópinn. Blóðgjöf er líf-
gjöf!
Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni
ATVINNA
Markaðstorg Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna
Frítt á www.SkeSSuhorn.iS
Fyrir klukkan 12.00
á þriðjudöguM
ÝMISLEGT
LEIGUMARKAÐUR
getir þú barn þá birtist það
hér, þ.e.a.s. barnið!
www.SkeSSuhorn.iS
22. ágúst. Drengur. Þyngd:
4.676 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar:
Margrét Dagbjört Guðlaugsdóttir
og Edgaras Bankauskas,
Reykjavík. Ljósmóðir: Anna
Björnsdóttir. Drengurinn hefur
fengið nafnið Gabríel Þór.
24. ágúst. Drengur. Þyngd:
3.378 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar:
Brynja María Brynjarsdóttir og
Jón Halldór Arnarson, Akranesi.
Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir.
NÚ HERJAR SITKALÚS Á GRENI- OG FURUTRÉ
TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR
GARÐAÚÐUN REYNIS SIG
SÍMI: 899-0304
Frá og með 1. september verður Snyrtistofa
Brynhildar starfandi að Stillholti 14, Akranesi.
Meðferðir í boði: Litanir, vax, heilnudd, andlitsböð,
augnháralengingar, fót- og handsnyrtingar.
Bókanir í síma: 695-1418
Snyrtistofa Brynhildar
Verðið velkomin,
Brynhildur Stefánsdóttir
Húðsnyrtifræðingur.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt-
leik hélt út til Finnlands á mánudag-
inn og leikur á morgun, fimmtu-
dag, sinn fyrsta leik í Evrópumótinu
í körfuknattleik, Eurobasket 2017.
Grikkir eru andstæðingar Íslands í
fyrsta leiknum á mótinu.
Craig Pedersen, þjálfari íslenska
karlalandsliðsins í körfuknattleik,
kynnti lokahóp liðsins á sunnudag-
inn og Vestlendingar eiga að sjálf-
sögðu sínar tengingar við liðið. Arn-
ar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðs-
þjálfari og hópinn skipa meðal ann-
ars þeir Hlynur Bæringsson, Pavel
Ermolinskij og Kristófer Acox. Aðr-
ir leikmenn Íslands sem fara til Finn-
lands eru þeir Martin Hermanns-
son, Ægir Þór Steinarsson, Jón
Arnór Stefánsson, Elvar Már Frið-
riksson, Hörður Axel Vilhjálmsson,
Logi Gunnarsson, Haukur Helgi
Pálsson, Tryggvi Snær Hlinason og
Brynjar Þór Björnsson.
Aldursforseti liðsins er Logi
Gunnarsson, en hann er jafnframt
leikjahæstur með 138 landsleiki.
Fjórir leikmenn eru á leið á sitt fyrsta
stórmót, en Brynjar Þór, Elvar Már,
Kristófer og Tryggvi fóru ekki með
liðinu á Evrópumótið í Berlín fyrir
tveimur árum.
kgk/ Ljósm. KKÍ.
Ísland hefur leik í
Eurobasket á morgun