Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 35. tbl. 20. árg. 30. ágúst 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Yfir ��� tilboð Allir viðskiptavinir Arion banka eru í Einkaklúbbnum Náðu í appið og nýttu þér tilboðin Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Haustplöntur komnar Opnunartími Mánudaga – föstudaga kl. 12-18 Laugardaga kl. 11-15 Skagabraut 17, Akranes Félagar úr 1959 árganginum á Akra- nesi gerðu sér glaðan dag síðastlið- inn laugardag. Þeir hittust á Garða- velli eftir hádegi, skiptu sér í holl og spiluðu golf, en það er árviss viðburður þessa hóps. Fleira gerir hópurinn sér til skemmtunar og til að slíkt sé mögu- legt greiða skólafélagarnir í sjóð til að standa straum af kostnaði við viðburði ársins. Að þessu sinni varð afgangur í sjóðnum og því var ákveðið að verja honum til góðs málefnis. Skemmti- nefndin lét smíða bekk sem færður var Golfklúbbnum Leyni að gjöf. Bekkurinn er gefinn til minningar um látna skólafélaga, sem eru orðnir allt of margir, eins og haft var á orði við afhendinguna. Guðmundur Sig- valdason, formaður GL, veitti bekkn- um viðtöku og þakkaði 1959 árgangn- um kærlega fyrir höfðinglega gjöf. Verður bekknum fundinn staður við nýja félagsaðstöðu golfklúbbsins þeg- ar hún verður risin. kgk Færðu Leyni útibekk að gjöf Laxveiðinni í sumar hefur verið misskipt milli landshluta. Almennt eru árnar á Norðurlandi og Vest- fjörðum að gefa lakari veiði en í fyrra, en þó með undantekning- um. Einkum eru þurrkar og vatns- leysi orsökin. Vestlensku árnar eru að skila mjög misjöfnum árangri, en í flestum tilfellum stefnir í betri veiði en síðasta sumar. Þannig eru dæmi um nokkrar ár sem eru nú þegar búnar að skila betri lax- veiði en allt síðasta sumar, miðað við veiðitölur sem Landssamband veiðifélaga tók saman 23. ágúst síðastliðinn. Átta ár í landinu höfðu síðastlið- inn miðvikudag skilað yfir þúsund löxum í sumar. Á toppnum trón- ir Ytri-Rangá með ríflega 4200 laxa og Miðfjarðará var komin í 2668 laxa. Þverá og Kjarará voru í þriðja sæti með 1777 laxa og nálg- ast heildarveiðina í fyrra þegar 1902 laxar komu á land. Norðurá er í sjötta sæti með 1355 laxa og er veiðin í sumar nú þegar orðin meiri en hún var allt síðasta sumar. Langá er í sjöunda sæti með 1237 laxa og Haffjarðará í áttunda sæti með 1033. Nokkrar fleiri ár á Vest- urlandi hafa náð betri en heildar- veiðinni í fyrra, en það eru Grímsá og Tunguá, Straumarnir í Hvítá og Norðlingafljótið. Búist er við að sú verði einnig raunin í Búðar- dalsá, Flókadalsá, Laxá í Leirár- sveit, Langá auk Þverár og Kjarar- ár. Undir væntingum í sumar eru meðal annarra Hítará en ekki síst Laxá og Haukadalsá í Dölum, þar sem veiðin nú er um þriðjungur þess sem hún var allt síðasta sum- ar. mm Félagar í 1959 árganginum af Akranesi. Bekkurinn er gefinn til minningar um látna skólafélaga. Laxveiðin betri á Vesturlandi en í öðrum landshlutum Thelma Skúladóttir Mogensen er hér með fallegan og nýrunninn lax úr Brennunni í Hvítá sem hún veiddi fyrr í sumar. Ljósm. Aðalsteinn Pétursson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.