Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 2017 15
Fimmtudaginn 7. september næst-
komandi verða 50 ár liðin frá stofn-
un Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Skólinn var stofnaður þennan sama
dag árið 1967 og voru það félagar
í Tónlistarfélagi Borgarfjarðar sem
höfðu forgöngu að stofnun hans.
Til stendur að halda upp á daginn
með pompi og prakt á sjálfan af-
mælisdaginn, fimmtudaginn í næstu
viku. „Hugmyndin er að bjóða í há-
degissnarl á afmælisdaginn. Þang-
að er öllum boðið og síðan verð-
ur skólinn opinn og fólki velkom-
ið að kíkja við, kynna sér starfsem-
ina og fylgjast með kennslu. Síð-
an verður blásið til tónleika um
kvöldið í Borgarneskirkju. Þar mun
koma fram tónlistarfólk sem hefur
útskrifast frá Tónlistarskóla Borg-
arfjarðar í gegnum tíðina,“ seg-
ir Theodóra Þorsteinsdóttir skóla-
stjóri í samtali við Skessuhorn. Hún
bætir því við að alls hafi útskrifast
frá skólanum 22 nemendur með
framhaldspróf í söng og píanóleik
síðan fyrst var útskrifað árið 1998.
„Því munu söngvarar og píanóleik-
arar stíga á stokk á afmælistónleik-
unum. Tónlistarfólkið hefur alveg
frjálsar hendur um efnistök á tón-
leikunum, en ég á von á því að á
dagskrá verði bæði samsöngur og
samspil, einsöngur og einleikur.
Ég held að það verði mjög gam-
an og flott að enda afmælisdaginn
með þessum hætti. Allir nemend-
ur sem hafa útskrifast hafa fengist
við tónlist síðan, hver með sínum
hætti enda tónlistarmennirnir eins
fjölbreyttir og þeir eru margir. Því
munu koma fram alls konar týpur
af röddum og tónlistarfólk sem er
að fást við alls kyns músík,“ segir
Theodóra.
Setja upp söngleikinn
Móglí
Hún segir skólann ætla að gangast
fyrir fleiri viðburðum í allan vet-
ur í tilefni hálfrar aldar afmælisins.
„Þar verður stærsti viðburðurinn
uppsetning tónlistarskólans á söng-
leiknum Móglí í leikstjórn Hall-
dóru Björnsdóttur. Um 70 manns
á öllum aldri munu koma að sýn-
ingunni. Yngsti leikarinn er sjö ára
gamall og sá elsti rúmlega sextug-
ur. Á næstunni munu æfingar hefj-
ast af fullum krafti og við stefnum
á að frumsýna um miðjan nóvem-
ber. Það er mikill spenningur fyrir
þessu metnaðarfulla verkefni,“ seg-
ir hún. „Með leikstjórn fer Hall-
dóra Björnsdóttir, ég mun annast
tónlistarstjórn og flestir kennarar
skólans munu koma að undirleik og
fleiru í sýningunni. Þetta held ég að
verði mjög skemmtilegt.“
Eftir áramót verður síðan blás-
ið til kennaratónleika þar sem við
kennarar munum koma fram. „Síð-
an ætlum við einnig að prófa svo-
lítið nýtt og halda ráptónleika. Þá
mega krakkarnir rápa á meðan tón-
leikunum stendur, vera með tyggjó
þegar þau spila, vera með hatta og
gera allt sem ekki er leyft á tónleik-
um okkar almennt.“
Skólastjóri í 25 ár
Sem fyrr segir var skólinn stofnaður
7. september 1967 af Tónlistarfélagi
Borgarfjarðar, en félagið hafði verið
stofnað árið áður. Prímusmótorarnir
í starfi tónlistarfélagsins og þeir sem
höfðu forgöngu um stofnun tón-
listarskóla voru einkum þrír menn;
Hjörtur Þórarinsson á Kleppjárns-
reykjum, Jakob Jónsson á Varmalæk
og Friðjón Sveinbjörnsson í Borgar-
nesi. Fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla
Borgarfjarðar var Jón Þ. Björnsson,
næstur var Ólafur Guðmundsson á
Hvanneyri og sá þriðji Björn Leifs-
son. „Síðan tek ég við af Birni árið
1991 og er því að hefja 26. árið mitt
sem skólastjóri. Það er ótrúlegt hvað
tíminn líður hratt,“ segir Theodóra.
„Fyrsta árið sem ég var skólastjóri
var einmitt verið að halda upp á 25
ára afmæli skólans. Þá kenndu tón-
listarkennarar í Grunnskólanum í
Borgarnesi og inni á heimilum sín-
um. Þegar ég byrjaði 1987 þá kenndi
ég í stofunni heima hjá mömmu,“
bætir hún við. „En gaman að segja
frá því að á fyrsta starfsári skólans
þá kenndi apótekarafrúin Dóróthea
Jónsdóttir einmitt í þessu húsi hér,
sem þá var apótek en hýsir nú tón-
listarskólann,“ segir hún og bætir
því við að ýmislegt hafi breyst frá því
hún tók við starfinu árið 1991.
„Þá var skrifstofa tónlistarskóla-
stjórans bara á eldhúsborðinu heima
og kennt í stofunni og í grunnskól-
anum. Síðan eru leigð húsin þar sem
nú er veitingastaðurinn Englend-
ingavík árið 1997 og þar er skólinn
í nokkur ár. Þaðan er farið í svokall-
að Ásbjarnarhús á Gunnlaugsgötu.
Skólinn var þar í smá tíma þangað til
þetta hús, gamla apótekið, var keypt
árið 2003 og síðan byrjað að kenna
í því 2004. Það var alveg dásamlegt
að flytja inn í þetta húsnæði,“ segir
Theodóra og bætir því við að gamla
apótekið henti starfsemi tónlistar-
skólans afar vel.
Heppin með starfsfólk
Á undangengnu sumri hefur ver-
ið unnið að viðhaldi húsnæðis-
ins við Borgarbraut. „Það er búið
að taka skólann aðeins í gegn, mála
húsið að utan, skipta um glugga og
merkja skólann. Síðan stendur til að
laga skellur og sinna öðru minnihátt-
ar viðhaldi fram á haustið. En það
er gaman að húsið hafi fengið góða
andlitslyftingu á afmælisárinu,“ seg-
ir hún.
Kennararnir eru níu, að skólastjór-
anum meðtöldum og lætur Theo-
dóra afar vel af starfsfólkinu. „Kenn-
arar skólans eru mjög tryggir og lítil
endurnýjun í hópnum frá ári til árs.
Nokkrir hafa verið samferða mér öll
þau 25 ár sem ég hef verið hér skóla-
stjóri og sumir voru byrjaðir að kenna
fyrir þann tíma. Skólinn býr því að
afar reynslumiklu fólki og mikl-
um stöðugleika í starfsliðinu. Ég tel
okkur því afar heppin með allt okkar
starfsfólk,“ segir Theodóra.
Fjölbreytt nám
Innan veggja tónlistarskólans gefst
nemendum kostur á að læra á flest
þau hljóðfæri sem til eru. „Hér er öfl-
ug píanódeild, söngur og gítarinn er
jafnan sterkur en önnur hljóðfæri eru
meira sveiflum háð. Mér hefur aldrei
tekist að halda úti lúðrasveit og þykir
mér það leiðinlegt. Blásturshljóðfæri
virðast vera í lægð um þessar mund-
ir og sú er raunin í flestum tónlistar-
skólum landsins. Fyrir nokkru síðan
var starfrækt hér fiðlusveit en fiðl-
unemendum hefur fækkað síðustu
ár. Aftur á móti er mikill trommuá-
hugi um þessar mundir og margir að
læra á trommur hjá okkur,“ segir hún.
„Starfsemin er því mjög fjölbreytt og
við leggjum okkur fram við að hafa
það þannig. Við viljum höfða til sem
flestra,“ segir Theodóra.
Nemendurnir eru um 150 tals-
ins um allan Borgarfjörð. Kennt er í
húsnæði tónlistarskólans við Borgar-
braut í Borgarnesi en einnig í grunn-
skóladeildum GBF á Hvanneyri,
Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.
„Námið hefur verið skipulagt þannig
að kennarar okkar eru á ferð um hér-
aðið. Það fyrirkomulag hefur gefist
mjög vel,“ segir Theodóra. Þar fyrir
utan telur hún að lágmark 50 börn til
viðbótar kynnist tónlist og tónlistar-
námi í gegnum tónsmiðjur sem skól-
inn hefur staðið fyrir í samstarfi við
Ungmennasamband Borgarfjarðar.
Tónlistarskóli Borgarfjarðar er
einn fárra á landinu þar sem kom-
ið hefur verið á fót forskóladeild.
„Þar kennum við leikskólabörn-
um á aldrinum þriggja til fimm ára.
Börnin fara í söngtíma, læra rythma
og hlustun. Eldri börnin fá síðan
að læra á blokkflautu og aðeins að
kynnast hljóðfærum. Þessi forskóla-
deild hefur reynst afar vel og er mjög
vinsæl,“ segir Theodóra.
kgk
Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur á fimmtugu
Tímamótunum fagnað með viðburðum í vetur
Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Húsnæði tónlistarskólans í gamla apótekinu við Borgarbraut í Borgarnesi. Theodóra er fjórði skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Sá fyrsti var Jón Þ.
Björnsson, þá Ólafur Guðmundsson á Hvanneyri og sá þriðji Björn Leifsson.
Í stiganum í tónlistarskólanum hanga uppi myndir af öllum útskriftarnemum Tón-
listarskóla Borgarfjarðar frá árinu 1998 þegar fyrst var útskrifað. Á afmælistón-
leikum munu koma fram tónlistarmenn sem hafa útskrifast með framhaldspróf
frá skólanum.