Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 24
Fjórgengis eins cylindra
495cc, 25,5 kW/6200rpm
Þyngd: 361 kg.
Bein innspýting
Rafmagnsstýri
Spil
Dráttarkrókur
Sjálfstæð A-armaöðrum
Hátt og lágt drif
2300x1100x1350mm
15 lítra bensíntankur
Vökvbremsur
Tveggjamanna
12 tommu felgur
Gasdemparar
Kr. 1.199.000,-
Án vsk. 996.935,-
Kr. 1.449.000,-
Án vsk. 1.168.548,-
CFORCE 52o CFORCE 55o
Fjórgengis eins cylindra
495cc, 28 kW/6800rpm
Þyngd: 375 kg.
Bein innspýting
Rafmagnsstýri
Spil
Dráttarkrókur
Sjálfstæð A-armaöðrum
Hátt og lágt drif
2350x1160x1400 mm
18 lítra bensíntankur
Vökvbremsur
Tveggjamanna
12 tommu felgur
Gasdemparar
Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is
Undirbúningur fyrir opnun fyr-
irtækisins Sansa á Akranesi er nú
í fullum gangi. Stofnandi þess er
Þórður Már Gylfason, eða Doddi
Gylfa, eins og hann er jafnan kallað-
ur. Mun fyrirtækið sérhæfa sig í því
að útbúa heimilismat fyrir þá sem
vilja nýta sér slíka þjónustu. Starf-
ar Sansa í anda þjónustu sem marg-
ir kannast e.t.v. við undir merkj-
um Eldum rétt. Fólk getur pantað
heimilismat hjá Sansa og fær þá hrá-
efni í hverri viku fyrir þrjá rétti sem
og uppskriftir til að elda eftir.
Skessuhorn tók hús á Dodda í
gær þar sem hann var að ganga frá
uppskriftum að réttunum sínum.
Fyrsti rétturinn var lax með ristuð-
um möndlum, sætum kartöflum og
salati. Með honum í eldhúsinu var
Unnur Jónsdóttir, grafískur hönn-
uður, vopnuð myndavél. „Nú er
ég að fara að elda 24 rétti á næstu
þremur dögum. Ég er í rauninni að
vinna mér í haginn fyrir fyrstu tvo
mánuðina. Ganga endanlega frá
uppskriftum og láta taka myndir af
þessum 24 réttum fyrir heimasíðuna
sem fer í loftið 19. september,“ seg-
ir Doddi. „Hjálmur Dór Hjálms-
son vinur minn hefur unnið að gerð
heimasíðunnar og Unnur vinkona
mín, sem er grafískur hönnuður,
sér um myndatökur fyrir heimasíð-
una auk þess sem hún hannaði allar
umbúðirnar fyrir Sansa. Hún er al-
gjör snillingur, hefur rosalega gott
auga fyrir allri hönnun. Annað en
ég,“ segir Doddi og brosir. „Unn-
ur verður sem sagt með mér hérna
næstu þrjá daga og tekur myndir af
hverjum einasta rétti sem ég elda.
Það eru því langir dagar framund-
an hjá okkur því allt tekur þetta sinn
tíma,“ bætir hann við í þann mund
sem hann færir laxinn af pönnunni
og yfir í ofninn.
Sérstök jólaþjónusta
Auk þess að útbúa uppskriftir og
hafa til hráefni fyrir þrjá rétti á viku
kveðst Doddi ætla að bjóða fólki
upp á alveg sér þjónustu fyrir næstu
jólahátíð. „Um jólin ætla ég að vera
með þrjár tegundir af salati, sósur og
kartöflur. Ég mun síðan keyra rétt-
unum út á aðfangadag frá hádegi.
Það eina sem fólk þarf að hugsa
um er sjálft kjötið og að leggja á
borð. Ég ætla ekki að gera það fyrir
fólk,“ segir Doddi og brosir. „Þetta
er gömul hugmynd sem mig hef-
ur lengi langað að prófa en hef ekki
haft tækifæri til fyrr en nú. Ég sé þá
fyrir mér að fólk geti varið tíman-
um með fjölskyldunni í staðinn fyr-
ir að vera fast í eldhúsinu frá hádegi
kannski og fram yfir desert. Það er
miklu nær að ég verði einn bundinn
í eldhúsinu og allir aðrir geti tekið
því aðeins rólega,“ segir hann.
Smellt af fyrstu
myndunum
Doddi tekur laxinn út úr ofninum
og skoðar hann. „Mínúta í viðbót,“
segir hann og setur fiskinn aftur í
ofninn. Unnur fer og finnur til disk
undir fyrsta réttinn. „Við fórum í
Búkollu og keyptum alls kyns leirtau
fyrir myndatökurnar, auk þess sem
við fengum diska og hnífapör lánuð
á antíkmarkaðnum hjá Kristbjörgu
Traustadóttur,“ segir Unnur.
Mínútan er liðin. Doddi tekur
laxinn út og raðar matnum sam-
viskusamlega á disk. Unnur færir
diskinn á eldhúsborðið og smellir
myndum af fyrsta réttinum á meðan
Doddi hefst handa við að undirbúa
þann næsta. Unnur sýnir honum
myndirnar og þau eru bæði ánægð
með útkomuna. „Þetta er frábært,“
segir Doddi.
Fyrstu pantanir
afhentar í október
„Ég var að fá húsnæði fyrir fyrir-
tækið á dögunum,“ upplýsir Doddi
ánægður á meðan hann undirbýr
næsta rétt. „Það er á Smiðjuvöllum
17, við hliðina á bílasölunni þar sem
FM Iceland var áður til húsa,“ bæt-
ir hann við og segir húsnæðið henta
vel fyrir starfsemi Sansa. „Þetta er
alveg geggjað húsnæði og feyki-
nógu stórt fyrir þessa starfsemi, að
minnsta kosti til að byrja með,“ seg-
ir hann.
Sansa flytur inn í nýja húsnæðið
að Smiðjuvöllum 17 um mánaða-
mótin. Heimasíðan fer síðan sem
fyrr segir í loftið 19. september og
skömmu eftir það hefst starfsemi
fyrirtækisins af fullum krafti. „Það
verður hægt að leggja inn fyrstu
pöntun fyrir fyrsta vikuskammtin-
um þar til 27. september klukkan
23:59. Fyrsta pöntunin verður síðan
afhent viðskiptavinum 3. október og
þá er Sansa formlega byrjað,“ segir
Doddi ánægður.
kgk
Fyrirtækið Sansa hefur
starfsemi á Akranesi í október
- Hægt að panta hráefni og uppskriftir í þrjá rétti á viku
Stofnandi Sansa er Þórður Már Gylfason, eða Doddi Gylfa eins og hann er jafnan
kallaður.
Fyrsti rétturinn kominn á disk; lax með ristuðum möndlum,
sætum kartöflum og salati.
Unnur Jónsdóttir, grafískur hönnuður, smellir mynd af lax-
inum. Hún mun taka myndir af öllum réttunum sem Doddi
eldar næstu daga fyrir heimasíðuna, auk þess sem hún
hannaði allar umbúðir Sansa.