Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 2017 23 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Kári í góðri stöðu í 3. deildinni AKRANES: Kári heimsótti Reyni frá Sandgerði í 3. deild karla í knattspyrnu sl. fimmtudag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Heima- menn komust yfir strax á 4. mínútu með marki Tomislavs Misura og Strahinja Pajic bætti öðru marki við á 31. mínútu. Egg- ert Kári Karlsson minnkaði muninn fyrir Kára fimm mínútum síðar áður en Bakir Anwar Nassar jafnaði á 40. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lyktaði leikn- um því með jafntefli. Kári hefur 34 stig í toppsæti deildarinnar. Liðið stendur með pálmann í höndunum þegar þrír leikir eru eftir í mótinu og níu stig í pottinum. Næst kemur Þróttur Vogum með 28 stig og þá Vængir Júpíters með 27 stig. Tvö efstu lið- in komast upp í 2. deild að ári. -kgk Skallagrímur missti af úrslita- keppninni BORGARNES: Skalla- grímur rétt missti af úr- slitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu. Liðið tók á móti Ými í lokaleik C rið- ils á laugardag og þurfti á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, þar sem leikið er um sæti í 3. deild næsta sumar. Skallagrímsmenn urðu hins veg- ar að játa sig sigraða gegn Ými, 1-4 og höfnuðu því í 4. sæti riðilsins með 29 stig. Viktor Ingi Jakobsson skoraði mark Skalla- gríms í leiknum en Birgir Magnússon skor- aði tvö mörk fyrir Ými og þeir Sölvi Víði- sson og Ólafur Valdimar Júlíusson gerðu sitt markið hvor. -kgk Lið Víkings Ó. er svo gott sem fall- ið úr 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-1 tap gegn ÍR í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir kom ÍR yfir á 42. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Raunar virtist lengi vel sem það yrðu lokatölur leiksins, eða allt þar til á lokamínútunum að fjör færðist í leikana. Á 81. mín- útu bætti Mónika Hlíf Sigurhjart- ardóttir öðru marki við fyrir ÍR og fjórum mínútum síðar skoraði Ást- rós Eiðsdóttir og ÍR komið í 3-0. Birgitta Sól Vilbergsdóttir minnk- aði muninn fyrir Víking á 87. mín- útu en Sandra Dögg Bjarnadóttir átti lokaorðið fyrir ÍR á 90. mín- útu. Afar fjörlegar síðustu tíu mín- útur leiksins, fjögur mörk og loka- tölur 4-1 fyrir ÍR. Víkingskonur eru í 9. og næst- neðsta sæti deildarinnar með 11 stig, sex stigum á eftir Hömrunum, en eiga leik til góða. Hamrarnir eru hins vegar með betri marka- tölu sem nemur átta mörkum og því er von Víkings á að halda sæti sínu í deildinni afar veik. Það get- ur þó allt gerst í boltanum. Næst mætir Víkingur liði ÍA á Ólafsvík- urvelli næstkomandi laugardag, 2. september. kgk/ Ljósm. úr safni. Víkingskonur lágu fyrir ÍR Snæfell og UDN sendu í fyrsta sinn í sumar sameiginlegt lið til keppni í Ís- landsmóti karla í knattspyrnu. Keppti liðið í A riðli 4. deildar. Var þetta raunar í fyrsta sinn sem UDN send- ir lið til keppni í Íslandsmóti í knatt- spyrnu, en Snæfell hefur keppt áður. Snæfell/UDN lék lokaleik sinn síð- asta laugardag þegar liði tók á móti Herði frá Ísafirði. Lauk leiknum með 2-4 sigri Harðar. Mörk Snæ- fells/UDN gerðu Jóhannes Helgi Alfreðsson og Sindri Geir Sigurðar- son. Felix Rein Grétarsson skoraði tvö fyrir gestina og Ásgeir Kristján Karlsson og Birkir Eydal sitt mark- ið hvor. Snæfell/UDN tapaði öllum 14 leikjum sínum í sumar og lauk því keppni í 8. og neðsta sæti riðilsins, án stiga kgk Snæfell/UDN lauk keppni án stiga Uppskeruhátíð yngri spilara á Íslands- bankamótaröðinni í golfi fór fram á sunnudaginn í íþróttamiðstöð GKG að loknu lokamóti tímabilsins hjá yngri kylfingum landsins. Alls voru sex mót á dagskrá tímabilsins og tóku 208 keppendur þátt í þeim. Stiga- meistarar voru krýndir á lokahófinu í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum. Golfklúbbur Reykjavíkur átti fimm af alls stigameisturum sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni. Í fyrsta sinn var keppt í aldursflokknum 19-21 árs á Íslandsbankamótaröð unglinga og var góð þátttaka í þeim flokki hjá piltunum. Tveir vestlenskir golfspilarar kom- ust á blað yfir tíu efstu í sínum aldurs- flokkum. Í flokki 14 ára og yngri pilta var Björn Viktor Viktorsson Golf- klúbbnum Leyni á Akranesi í þriðja sæti eftir mót sumarsins, en alls tóku 48 þátt í þeim aldursflokki. Þá varð fé- lagi hans Axel Fannar Elvarsson GL í 9. sæti í flokki 19-21 árs pilta, en 31 keppandi var í þeim aldursflokki. mm Tveir félagar úr GL í flokki bestu í ungmennagolfinu Stigameistarar í flokki 14 ár og yngri piltar: Hansína Þorkelsdóttir, Björn Viktor Viktorsson (GL), Böðvar Bragi Pálsson (GR), Flosi Valgeir Jakobsson (GKG) og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka. Ljósm. golf.is ÍA og Breiðablik mættust í 17. um- ferð Pepsi deildar karla í knatt- spyrnu á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli og það voru heimamenn sem fóru með sigur af hólmi, 2-0. Var þetta fyrsti leikur Skagaliðsins undir stjórn nýs þjálfara, Jóns Þórs Hauks- sonar. Leikurinn byrjaði fjörlega og Blikar hefðu getað náð foryst- unni eftir aðeins þriggja mínútna leik ef heilladísirnar hefðu ver- ið þeim hliðhollari. Martin Lund tók hornspyrnu stutt, fékk bolt- ann aftur, fór framhjá tveimur varnarmönnum ÍA og lét vaða á markið en boltinn small í innan- verðri stönginni og fór síðan út af. Skagamenn heppnir að lenda ekki undir strax í upphafi. Skagamenn voru þéttir til baka og freistuðu þess að sækja hratt. Breiðablikslið- ið stjórnaði hins vegar ferðinni og var miklu meira með boltann. Blikar komust yfir á 21. mínútu eftir hornspyrnu þar sem Skaga- menn sofnuðu á verðinum. Stutt horn var tekið og boltinn sendur á Aron Bjarnason. Hann fékk nægan tíma til að athafna sig, sneri með boltann og sendi fasta sendingu fyrir markið. Gylfi Veigar Gylfa- son stakk fæti sínum fyrir bolt- ann en sendi hann rakleitt í þver- slána og þaðan í eigið net, 1-0 fyrir Breiðablik. Strax eftir mark Blika fengu Skagamenn sitt fyrsta færi. Arnór Snær Guðmundsson átti skalla á markið eftir hornspyrnu en skall- inn var laus og skapaði heima- mönnum engin vandræði. Því næst sneri Breiðablik í sókn. Eftir góð- an samleik fékk Sveinn Aron Guð- johnsen boltann í teignum í fínu færi. Hann átti gott skot að marki, framhjá Árna en Hafþór Pétursson var mættur á línuna og bjargaði. Blikar voru mun sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Skagamenn ógnuðu helst eftir föst leikatriði. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að skapa sér almennileg færi og fleiri mörk voru ekki skor- uð í fyrri hálfleik. Skagamenn gerðu breytingu í hálfleik og voru frískari á upp- hafsmínútum síðari hálfleiksins en tókst ekki að skapa sér færi. Blikar tóku að sækja í sig veðrið og áttu góða sókn á 58. mínútu sem end- aði með því að Hafþór bjargaði aftur á marklínu. Leikurinn róaðist aðeins eft- ir því sem leið á en að sama skapi tók Breiðabliksliðið að falla meira til baka. Skagamenn færðu sig ofar á völlinn en gekk illa að skapa sér færi. Bestu marktilraunina átti Þórður Þorsteinn Þórðarson. Hann náði góðu skoti eftir horn en Gunnleifur varði alveg út við stöng. Það var síðan á 86. mínútu að mark kom í leikinn og það var Blika. Ernir Bjarnason fékk send- ingu frá hægri og var í dauðafæri, en lagði boltann á Aron sem sendi hann af yfirvegun í markið. Inn- siglaði hann þar með sigur Breiða- bliks, 2-0 því fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. úrslit leiksins þýða að Skaga- menn hafa tíu stig í botnsæti deild- arinnar og þurfa á kraftaverki að halda til að bjarga sér frá falli. Níu stig eru upp úr fallsætunum og að- eins fimm leikir eftir. Næst leikur ÍA verður sunnudaginn 10. septem- ber næstkomandi þegar liðið mætir KA á Akranesvelli. kgk ÍA tapaði í Kópavoginum Svipmynd úr fyrri viðureign ÍA og Breiðabliks í sumar. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.