Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 20178
Íbúafundur um
skólastefnu
REYKHÓLAHR: Stýri-
hópur um skólastefnu
Reykhólahrepps boðar
til fundar um skólastefnu
hreppsins í sal Reykhóla-
skóla fimmtudaginn 31.
ágúst kl. 17:00. Boðið verð-
ur upp á súpu á fundinum.
„Sátt og samvinna eru mik-
ilvægar við gerð skóla-
stefnu, það er lykilatriði að
samfélagið fái að tækifæri
til að koma að vinnunni,
hvort sem bein tenging við
skólann er eða ekki,“ segir
í tilkynningu stýrihópsins
sem birt var á Reykhólav-
efnum. „Allir íbúar Reyk-
hólahrepps eru hvattir til
að láta skólastefnu sig varða
og leggja sitt af mörkum til
mótunnar hennar, börn og
unglingar ekki síst því þau
hafa skoðanir á skólakerf-
inu og skólastarfi.“
-kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 19. - 25. ágúst
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 7 bátar.
Heildarlöndun: 8.099 kg.
Mestur afli: Glódís AK:
2.429 kg í 4 róðrum.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 1.635 kg.
Mestur afli: Gestur SH:
908 kg í 2 róðrum.
Grundarfjörður: 7 bátar.
Heildarlöndun: 327.814 kg.
Mestur afli: Steinunn SF:
105.312 kg í 2 löndunum.
Ólafsvík: 9 bátar.
Heildarlöndun: 257.034 kg.
Mestur afli: Brynja SH:
65.535 kg í 8 róðrum.
Rif: 11 bátar.
Heildarlöndun: 153.276 kg.
Mestur afli: Sæbliki SH:
42.638 kg í 6 löndunum.
Stykkishólmur: 1 bátur.
Heildarlöndun: 6.131 kg.
Mestur afli: Blíða SH:
6.131 kg í 2 róðrum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
65.855 kg. 22. ágúst.
2. Steinunn SF - GRU:
62.293 kg. 20. ágúst.
3. Bylgja VE - GRU:
59.156 kg. 21. ágúst.
4. Vörður EA - GRU:
50.305 kg. 23. ágúst.
5. Helgi SH - GRU:
46.553 kg. 20. ágúst.
-kgk
Orkuveitan
hagnast mikið
SV-LAND: „Lækkandi
rekstrarkostnaður hjá Orku-
veitu Reykjavíkur á sama tíma
og ýmis ytri skilyrði voru hag-
stæð skópu fyrirtækinu tals-
verðan hagnað á fyrri helm-
ingi ársins,“ segir í tilkynn-
ingu frá OR. Samkvæmt árs-
hlutareikningi sem birtur hef-
ur verið var afkoma fyrirtækis-
ins jákvæð sem nam 7,3 millj-
örðum króna fyrstu sex mán-
uði ársins 2017. Innan sam-
stæðu Orkuveitu Reykja-
víkur eru, auk móðurfélags-
ins, Veitur, Orka náttúrunn-
ar og Gagnaveita Reykjavíkur.
Kostnaður við rekstur fyrir-
tækjanna lækkaði frá fyrra ári
um 152 milljónir króna. Þrátt
fyrir samningsbundnar launa-
hækkanir þá vóg þar á móti
minni kostnaður við raforku-
flutning og raforkukaup til
endursölu. Það síðarnefnda
má meðal annars rekja til auk-
innar framleiðslu ON í Hellis-
heiðarvirkjun eftir að Hvera-
hlíðarlögn var tekin í notkun.
Tekjur samstæðunnar jukust.
Hækkandi álverð, sem er við-
miðun í raforkusölu til stór-
notenda, hefur þar áhrif og
aukin umsvif í samfélaginu.
-mm
Framlengja frest
til umhverfistil-
nefninga
BORGARB: Sveitarfélagið
Borgarbyggð hefur framlengt
frest til að skila inn tilnefning-
um til umhverfisviðurkenn-
inga sveitarfélagsins til 1. sept-
ember nk. Veittar verða viður-
kenningar fyrir snyrtimennsku
og íbúar hvattir til að tilnefna
í flokkunum snyrtilegasta
bændabýlið, snyrtilegasta lóð
við íbúðarhús og snyrtileg-
asta lóð við atvinnuhúsnæði.
Þá verður sérstök viðurkenn-
ing umhverfis-, skipulags-
og landbúnaðarnefndar veitt
vegna umhverfismála. „Óskað
er eftir tilnefningum í áður-
nefndum flokkum og getur
hver og einn sent inn margar
tilnefningar. Þær óskast send-
ar á netfangið: borgarbyggd@
borgarbyggd.is. -mm
Minnsta
atvinnuleysi frá
því mælingar
hófust
LANDIÐ: Samkvæmt vinnu-
markaðsrannsókn Hag-
stofu Íslands voru að jafn-
aði 201.900 manns á aldrin-
um 16–74 ára á vinnumark-
aði í júlí 2017, sem jafngildir
83,3% atvinnuþátttöku. Hlut-
fall starfandi af mannfjölda
var 82,5% og hlutfall atvinnu-
lausra af vinnuafli var 1%. Er
þetta lægsta mæling atvinnu-
leysis frá því að samfelldar
mælingar Hagstofunnar hóf-
ust árið 2003.
-mm
Unnið er að stækkun Fosshótels
Reykholti og verið að reisa ný-
byggingu með 28 hótelherbergj-
um. Sjálft hótelið var enduropnað í
vor eftir gagngerar breytingar inn-
andyra. Nú er unnið að reisingu
húseininga sem koma frá Smell-
inn á Akranesi. Lokið var í síðustu
viku að reisa framhlið byggingar-
innar, eins og sést á meðfylgjandi
mynd.
mm/ Ljósm. bhs.
Nú eru hafnar að nýju framkvæmd-
ir hjá brúarvinnuflokki Vegagerð-
arinnar við endurbætur á brúargólfi
Borgarfjarðarbrúar, næst Borgar-
nesi. Þetta er jafnframt lokaáfangi
verksins, sem unnið hefur verið í
áföngum allt frá árinu 2012. Við
verkið notar flokkurinn sérstakan
háþrýstifræsara sem brýtur brúar-
gólfið niður að járngrind og síðan
er steypt upp á nýjan leik. Umferð
um brúna er stýrt með ljósum með-
an á viðgerð stendur og áætlað að
framkvæmdum ljúki 14. nóvember.
mm
Síðasti áfangi viðgerða
á Borgarfjarðarbrú
Framkvæmdir í gangi á brúnni. Ljósm. úr einum af fyrri áföngum verksins.
Bæjarráð Akraneskaupstaður fól á
fundi sínum í síðustu viku sviðs-
stjóra skóla- og frístundasviðs, í
samráði við sviðsstjóra skipulags- og
umhverfissviðs og stjórnsýslu- og
fjármálasviðs, að hefja undirbúning
að gerð leigusamnings við Skátafé-
lags Akraness fyrir notkun húsnæð-
is félagsins að Háholti 24 fyrir leik-
skóladeild yngri barna. „Málið er
nú á vinnslustigi og næstu skref eru
að ganga til samninga við Skátafé-
lagið. Það hefur lýst yfir vilja sín-
um að leigja Akraneskaupstað hús-
næðið svo við bindum miklar von-
ir við að það náist samningar sem
fyrst,“ segir Valgerður Janusdóttir,
sviðsstjóri skóla- og frístundarsviðs,
sem segir að viðræður hefjist strax í
næstu viku. „Deildin er hugsuð fyr-
ir yngstu börnin og samhliða und-
irbúningi leigusamningsins er haf-
inn undirbúningur að því að börn
fædd snemma árs 2016 verði tekinn
inn á fyrirhugaða deild fljótlega eft-
ir áramót,“ segir Valgerður.
Ástæða opnunar deildarinnar er
sá að skortur hefur verið á dagfor-
eldra- og leikskólaplássi í sveitar-
félaginu. Akraneskaupstaður hefur
undanfarna mánuði leitað skamm-
tímalausna á því vandamáli sem
uppi er. „Það er stór árgangur að
byrja hjá okkur á leikskóla, 124
börn sem er öllu meira en við erum
vön. Á sama tíma þurfum við að
vera með frátekið pláss fyrir börn
á leikskólaaldri sem flytja í sveitar-
félagið. Ungt fólk með börn á leik-
skólaaldri er í auknum mæli að flytja
til Akraness svo búast má við tölu-
verði fjölgun á leikskólum bæjarins
á næsta ári. Við þurfum að bregðast
við með bæði skamm- og langtíma-
lausnum. Ein af þeim skammtíma-
lausnum sem við horfum til núna
er að auka leikskólapláss. Á þessum
tímapunkti hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvernig það verður
gert, en við skoðum alla möguleika
t.d. hvort nýta megi eitthvað hús-
næði sem fyrir er á Akranesi,“ sagði
Þórður Guðjónsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og formaður
skóla- og frístundaráðs, í samtali
við Skessuhorn fyrr í sumar.
bþb
Undirbúningur hafinn að nýrri
leikskóladeild í Skátahúsinu á Akranesi
Skátahúsið á Akranesi að Háholti 24. Þar er nú fyrirhugað að opna leikskóladeild.
Hótelviðbygging í Reykholti
tekur á sig mynd