Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2017, Síða 2

Skessuhorn - 13.09.2017, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 20172 Fjölmargir Vestlendingar hafa gengið til náms í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í gegnum tíðina. Haldið verður upp á 40 ára starfsafmæli skólans laug- ardaginn 16. september næstkomandi með opnu húsi og hátíðardagskrá. Nánar í Skessuhorni vikunnar. Það verður vestan- og norðvestanátt, 5-15 m/s á morgun fimmtudag. Hvassast aust- ast á landinu. Bjart með köflum en dálítil rigning norðaustan lands í fyrstu. Hiti 4 til 14 stig, mildast suðaustan til. Vestlæg átt, 3-10 m/s og skýjað á Vesturlandi á föstu- dag, en skýjað með köflum annars stað- ar. Hlýnandi veður. Suðlæg átt á laugar- dag og víða bjart en áfram skýjað á Vest- urlandi og líkur á dálítilli súld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir austan. Sunnanátt og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi á sunnudag, en annars úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustan til. Á mánu- dag er útlit fyrir suðlæga átt og rigningu með köflum. Bjart á Norðausturlandi. Kólnar heldur í veðri. „Hverjir eru stærstu mannkostirnir“ var sú spurning sem lesendur Skessuhorns svöruðu á vefnum í viku liðinni. „Heiðar- leiki“ hlaut yfirgnæfandi kosningu, en 60% þátttakenda telja það stærsta mann- kostinn. „Virðing“ kom næst með 9% at- kvæða, þá „réttlætiskennd“ með 7%, síð- an „jákvæðni“ með 5% og „auðmýkt“ og „glaðlyndi“ þar á eftir með 4% atkvæða. Aðrir valmöguleikar fengu 3% atkvæða eða minna. Í næstu viku er spurt: „Hver er besti haustmaturinn?“ Íbúar og starfsfólks hjúkrunar- og dval- arheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi færðu Rauða krossinum í síðustu viku gjöf. Voru það flíkur sem prjónaðar hafa verið í iðjunni í Brákarhlíð. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Leiðrétting BORGARFJ: Í grein Flemming Jessen í síðasta tölublaði um tón- leika Borgarfjarðardætra var sagt að Steinunn í Hjarðarholti væri Jónsdóttir. Hið rétta er að hún er Þorvaldsdóttir (Jónssonar) og leiðréttist það hér með. -mm Sjávarútvegs- sýningin að hefjast KÓPAVOGUR: Íslenska sjáv- arútvegssýningin, eða IceFish eins og hún er oftast nefnd, hefst í dag. Gestir og sýnendur frá öll- um heimshornum hafa boðað komu sína í Smárann í Kópa- vogi dagana 13.-15. september. „Íslenska sjávarútvegssýning- in hóf göngu sína árið 1984 og er haldin á þriggja ára fresti. Þar bjóða sýnendur upp á það nýj- asta í tækni, framleiðslu og þjón- ustu. Yfir 500 fyrirtæki og vöru- flokkar verða til sýnis og aldrei hafa erlendur sýnendur verið fleiri. Á seinustu sýningu komu yfir 15 þúsund gestir og nú þeg- ar hafa forskráð sig gestir frá um 40 þjóðlöndum frá sex heimsálf- um. Nýjar vörur verða til sýnis frá m.a. Skaginn 3X sem mun sýna smærri útgáfu af háþró- uðu kælikerfi sínu (á bási B22), og færeyska fyrirtækið Vónin mun sýna helstu nýjungar sínar, þar á meðal Flyer, Tornado og Storm toghlera á bási O2e,“ seg- ir í kynningu frá IceFish. -mm Óhefðbundið réttarball STAÐARSVEIT: Laugardag- inn 23. september næstkom- andi eru göngur og réttir í Stað- arsveit á Snæfellsnesi. Af því til- efni hefur verið ákveðið að blása til réttarballs á Lýsuhóli. Dans- leikurinn verður með óhefð- bundnu sniði. Danshljómsveit Heimis Klemenzsonar leikur fyrir dansi og mun sveitin að- eins spila íslensk dægurlög, allt frá Hauki Morthens til Páls Óskars. Þá er byrjar ballið einn- ig fyrr en gengur og gerist, því húsið opnar klukkan 20:00 að kvöldi. Hljómsveitin mun síðan stíga á svið stundvíslega klukkan 21:00 og leika til miðnættis. Ald- urstakmark á réttarballið er 16 vetra. Miðaverð í forsölu er kr. 2.500 en miðaverð við inngang- inn er kr. 3.000. Iðunn Hauks- dóttir á Votalæk annast forsölu aðgöngumiða. Forsölunni lýkur fimmtudaginn 21. september kl. 10:00. Nánari upplýsingar um miðasölu má finna á Facebook- viðburðinum „Réttarball, Lýsu- hóli“. Vert er að geta þess að all- ur ágóðinn af miðasölunni mun renna til góðra málefna í Stað- arsveit. -kgk Leikdeildin rekur Lyngbrekku MÝRAR: Leikdeild Ung- mennafélagsins Skallagríms og Borgarbyggð, fyrir hönd Umf. Björns Hítdælakappa og Umf. Egils Skallagrímssonar, hafa gert leigusamning þess efnis að leikdeildin tekur félagsheimil- ið Lyngbrekku til leigu næstu þrjú árin. Tekur samningurinn gildi 1. janúar næstkomandi. Árlegt leigugjald er 300 þúsund krónur. Samningurinn er upp- segjanlegur af beggja hálfu með þriggja mánaða fyrirvara. -mm Tillögur rýnihóps um stækkun fyr- irhugaðs fimleikahúss við Vestur- götu á Akranesi voru til umfjöll- unar á síðasta fundi bæjarrás Akra- neskaupstaðar. Tillögurnar gera ráð fyrir stækkun hússins um rúma 200 fermetra frá fyrri áætlunum, úr 1.410 fermetrum í 1.632 fermetra, sbr. greinargerð hönnuðar. Í fram- haldi af fundi rýnihóps í sumar komu fulltrúar Fimleikafélags Akra- ness á fund arkitekta. Erindið var að máta búnað inn í þáverandi áætl- aða stærð hússins, sem var 47x30 metrar að utanmáli. Í þeirri vinnu kom í ljós að til að nýta megi húsið bæði til æfinga og mótahalds þyrfti að stækka húsið í 48x34 m. Rúmast sú stækkun innan byggingarreitsins sem skilgreindur er í deiliskipulags- uppdrætti. Með því að lengja hús- ið um einn metra, breikka það um fjóra og mjókka steypta áhorfenda- palla um einn metra verður fim- leikagólfið sjálft 47x28 metrar og húsið sem fyrr segir 1.632 fermetr- ar að stærð. Tillögur að stækkun fimleika- hússins eru einkum tilkomnar vegna fjögurra þátta: Lágmarks viðmiðunarstærð 1. Fimleikasambands Evrópu á keppnisgólfi er 30x40 metr- ar. Við þessa lágmarkgsstærð bætast gryfjur og trampólin en einnig taka áhöld talsvert gólf- pláss sem þarf að gera ráð fyrir til viðbótar við lágmarksstærð keppnisgólfsins. Fyrir stækkun var illgerlegt2. að koma fyrir í húsinu bún- aði sem telst afar mikilvæg- ur svo Fimleikafélag Akraness geti talist samkeppnishæft við önnur félög í landinu, einkum þegar kemur að eldri iðkend- um. Þar er til dæmis átt við búnað á borð við svokallað „Fast track“, keppnisáhöld- um eins og dansgólfi, tveimur trampólinum með lendingu og fíbergólfi með lendingu. Á síðustu önn voru tæpir 500 3. iðkendur í FIMA og iðkenda- fjöldi hefur farið vaxandi síð- ustu ár. Talið er að áhuginn muni enn aukast með tilkomu nýs fimleikahúss. Vaxandi fé- lag kallar á stærri aðstöðu. Með stærra húsi og hentugri 4. aðstöðu verður hægt að þjálfa marga hópa í einu á öllum tímum dagsins við aðstöðu sem hentar öllum aldurshóp- um og getustigum. 60 milljóna stækkun Rýnihópurinn bar tillögur þess- ar undir skipulags- og umhverfis- ráð sem vísaði afgreiðslu þeirra til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum 24. ágúst síð- astliðinn að gera ráð fyrir viðbót- arkostnaði vegna stækkunar fim- leikahússins, í samræmi við til- lögur rýnihópsins, við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið 2018. Gert var ráð fyrir fjárfestingakostn- aði vegna fimleikahúss að fjárhæð 380 milljónir króna á árinu 2018, en kostnaður verður 440 milljón- ir vegna fyrirhugaðrar stækkun- ar. Verði einnig ráðist í fyrirhug- aðar endurbætur á búningsklefum verður kostnaðurinn samtals 490 milljónir. kgk Fimleikahús stækkað á teikniborðinu Teikning af fyrirhuguðu fimleikahúsi við Vesturgötu á Akranesi. Nýverið hóf nýr hópur með alls 30 nemendum nám á sjúkraliða- braut í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. „Mikill stígandi hefur verið í náminu undanfarin ár og var aðsókn mikil þetta skólaárið og komust færri að en vildu,“ segir í frétt frá FVA. Nemendur á sjúkraliðabraut stunda nám sitt í dreifnámi þar sem mestur hluti þess fer fram heima en þeir koma einnig í staðbund- nar lotur reglulega yfir önnina og hitta þar kennara sína og samne- mendur. „Hefur þetta kennslu- form hentað þessum nemendahópi afar vel enda margir þeirra í vinnu samhliða námi. Nemendur brauta- rinnar koma víða að frá Vestur- landi auk þess sem hingað sækja nemendur af höfuðborgarsvæði- nu ásamt einstaklingum bæði af Norður- og Suðurlandi. Aldurs- dreifing nemenda er nokkur og má búast við fjörlegum og skemmti- legum tímum þegar hópurinn ke- mur saman. Það eru því spennandi tímar framundan hjá þessum ver- ðandi sjúkraliðum sem við bjóðum hjartanlega velkomna til náms við skólann,“ segir í frétt frá skóla- num. mm Þrjátíu hefja sjúkraliðanám í FVA

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.