Skessuhorn - 13.09.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 20176
Lýðræðis- og
upplýsinga-
nefnd
BORGARBYGGÐ: Hjá
sveitarfélaginu Borgar-
byggð er búið að stofna
nýja nefnd sem sinna á upp-
lýsinga- og lýðræðismálum
í sveitarfélaginu og mun
hún eiga að starfa til loka
kjörtímabilsins næsta vor.
Hlutverk nefndarinnar er
að styrkja þróun og stöðu
upplýsingamála hjá Borg-
arbyggð og efla enn frek-
ar lýðræðislega umræðu
meðal íbúa sveitarfélagsins,
eins og segir í tilkynningu.
Nefndin er skipuð einum
fulltrúa frá hverju fram-
boði sem á fulltrúa í sveit-
arstjórn og mannauðsstjóri
Borgarbyggðar vinnur með
nefndinni. Nefndarmenn
eru Magnús Smári Snorra-
son formaður, Silja Ey-
rún Steingrímsdóttir vara-
formaður, Helgi Haukur
Hauksson og Rúnar Gísla-
son. Varamenn eru Inga
Björk Bjarnadóttir, Björn
Bjarki Þorsteinsson, Hjalti
Rósinkrans Benediktsson
og Þóra Geirlaug Bjart-
marsdóttir.
-mm
Skátar á
Akranesi
AKRANES: Eins og ít-
arlega hefur verið rakið í
Skessuhorni stendur til að
opna leikskóladeild í Skáta-
húsinu við Háholt á Akra-
nesi. Bæjarfélagið leig-
ir húsnæðið af Skátafé-
lagi Akraness. Starfsemi
skátafélagsins mun því
flytjast í félagsmiðstöðina
Þorpið við Þjóðbraut 13
á Akranesi. Innritun skáta
stendur yfir um allt land og
voru dreka-, fálka-, drótt,
rekka- og róverskátar því
boðaðir til fyrstu skáta-
fundanna í Þorpið í gær og
í fyrradag.
-kgk
Minni birgðir
við upphaf
sláturtíðar
LANDIÐ: Birgðir af
kindakjöti síðasta árs þann
1. september síðastliðinn
voru 1.063 tonn. Á sama
tíma í fyrra voru birgðirn-
ar 1.262 tonn. Birgðir við
upphaf sláturtíðar eru því
16,6% minni en í fyrra.
Í tilkynningu frá Lands-
samtökum sauðfjárbænda
kemur fram að frá þessum
birgðum muni dragast 500
til 600 tonn áður en nýtt
kjöt kemur að fullu á mark-
að en sala á innanlands-
markaði er um 560 tonn á
mánuði að meðaltali. Um-
frambirgðir af kjöti frá
sláturtíðinni haustið 2016
verða því um 500 tonn
þegar upp er staðið eða rétt
tæplega eins mánaðar sala.
Þessar birgðir eru um 5%
af heildarframleiðslunni
sem eru um 10 þúsund
tonn.
-mm
Húsgagnaverslun
Bjargs lokað
AKRANES: Húsgagnaversl-
un Bjargs á Akranesi hef-
ur verið lokað. Lokunin var
auglýst á Akranesi í síðustu
viku þar sem verslunarmenn
í Bjargi þökkuðu viðskipti og
ánægjuleg samskipti á liðn-
um árum. Húsgagnaverslun
Bjargs á Akranesi á sér ára-
tuga sögu, en Bjarg var stofn-
að þegar þeir Stefán Teitsson
og Gísli Sigurðsson keyptu
rekstur Húsgagna- og við-
tækjaverslunar Akraness árið
1966. Þeir nefndu verslun
sína Bjarg og opnuðu í öðr-
um hluta hússins húsgagna-
verslun og herrafataverslun í
hinum hlutanum. Undanfar-
in ár hefur rekstur verslun-
arinnar Bjargs verið tvíþætt-
ur og á tveimur stöðum. Hús-
gagnaverslunin sem nú hefur
verið lokað var til húsa á Kal-
mansvöllum 1A en fataversl-
un Bjargs er eftir sem áður til
húsa að Stillholti 14.
-kgk
Niðurgreiðslur
hækka
AKRANES: Skóla- og frí-
stundaráð Akraneskaup-
staðar lagði til á fundi sín-
um 29. ágúst sl. að bæjarráð
geri ráð fyrir að hækka nið-
urgreiðslur til foreldra barna
hjá dagforeldrum. Lagt er til
að gert verði ráð fyrir í fjár-
hagsáætlanagerð fyrir árið
2018 að niðurgreislur hækki
úr 40 þús. krónum á mánuði í
55 þúsund. Myndi hækkunin
taka gildi frá og með 1. janúar
næstkomandi. Umfjölluninni
var frestað til næsta fund-
ar sem fór fram 5. september
síðastliðinn. Þar voru þessar
tillögur samþykktar og vís-
að til fjárhagsáætlunargerðar
fyrir árið 2018. -kgk
„Launþegum í iðnaði fjölgaði um
3,8% í júlí síðastliðnum frá sama
mánuði í fyrra. Er það dágóður
vöxtur. Nokkuð hefur hins vegar
dregið úr vextinum í greininni und-
anfarið en hann mældist ríflega 7%
allan seinni helming síðastliðins
árs og 5,4% á fyrri helmingi þessa
árs. Var vöxturinn í júlí sá minnsti
sem mælst hefur í greininni síð-
an í upphafi árs 2015.“ Þetta kem-
ur fram í nýbirtum gögnum Hag-
stofu Íslands. Ingólfur Bender hag-
fræðingur Samtaka iðnaðarins seg-
ir að í heild hafi fjöldi launþega í
hagkerfinu fjölgað um 4% í júlí frá
sama tímabili í fyrra. „Er það einn-
ig nokkuð hægari vöxtur en mælst
hefur undanfarið. Endurspegla
tölurnar að dregið hafi úr hag-
vexti á tímabilinu. Var hagvöxtur-
inn þannig 3,4% á öðrum ársfjórð-
ungi í ár, 5,2% á fyrsta ársfjórðungi
samanborið við 7,4% í fyrra.“
Ingólfur segir að hagvöxtur sé
enn hraður og spennan talsverð í
hagkerfinu. „Er það m.a. sýnilegt
á vinnumarkaði þar sem atvinnu-
leysi er mjög lítið og atvinnuþátt-
taka með því hæsta sem mælst hef-
ur hér á landi. Hægari hagvöxtur
er í þessu ljósi það sem hagkerfið
þarf til að forðast ofhitnun. Lík-
legt má telja að enn hægi á vextin-
um á næstu misserum m.a. vegna
hægari vaxtar í þjónustuviðskipt-
um við útlönd en nokkuð hefur
dregið úr vexti í tekjum af erlend-
um ferðamönnum að undanförnu.
Líklegt er að samhliða hægari
vexti slakni á spennunni í hagkerf-
inu þ.e. að það hægi enn frekar á
fjölgun starfa og að atvinnuleysi
fari að aukast á ný,“ segir Ingólf-
ur.
Efnahagsástandið hér á landi
hefur verið talsvert úr takti við
það sem hefur verið í öðrum iðn-
ríkjum þar sem hagvöxtur hefur
verið hægur og slaki í mörgum
hagkerfum. Segir Ingólfur að af
þessum sökum séu verkefni hag-
stjórnar því talsvert annað hér en
víðast hvar. „Endurspeglast það
bæði í stöðu peningamála og opin-
berra fjármála. Nú er hins vegar
að draga saman með hagvexti hér
og erlendis. Þannig var árstíðar-
leiðréttur hagvöxtur á öðrum árs-
fjórðungi 2,7% hér á landi saman-
borið við 1,7% í Bretlandi, 2,2% í
Bandaríkjunum og 2,1% í Þýska-
landi.“
Í heild fjölgaði launþegum í öll-
um greinum hagkerfisins um ríf-
lega 8.300 á fyrri helmingi þessa
árs. Af þeirri aukningu átti iðn-
aðurinn tvö þúsund eða 24%.
„Lætur því nærri að eitt af hverj-
um fjórum nýjum störfum sem
fæðst hafa í hagkerfinu á tíma-
bilinu hafi verið í iðnaði. Bendir
sú tala til þess að iðnaðurinn hafi
átt mjög stóran þátt í vexti hag-
kerfisins á tímabilinu líkt og hann
hefur gert í þessari efnahagsupp-
sveiflu. Ríflega einn af hverjum
fimm launþegum í landinu starfa
í iðnaði og hefur það hlutfall verið
að hækka.“
Byggingariðnaði og mann-
virkjagerð er ein af þeim grein-
um hagkerfisins sem hafa verið
að vaxa hvað hraðast undanfarið
enda uppsveiflan í greininni ein af
driffjöðrum hagvaxtarins um þess-
ar mundir. Nú hægir hins vegar á
þeim vexti þó að hann sé enn hrað-
ur. Mældist 14% fjölgun laun-
þega í greininni í júlí en hann var
að meðaltali ríflega 19% á seinni
helmingi síðastliðins árs. „Endur-
speglast þessi þróun í hægari vexti
fjárfestinga atvinnuveganna sem
var mjög hæg á fyrri helmingi þessa
árs eftir hraðan vöxt í fyrra. Vöxtur
fjárfestinga í íbúðarhúsnæði hef-
ur verið mjög hraður undanfarið
og mældist hann 25,4% á öðrum
ársfjórðungi. Hann er samt hæg-
ari en hann mældist á síðasta árs-
fjórðungi síðastliðins árs en hann
var þá 65,7% og 32,4% á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs. Í tækni-
og hugverkaiðnaði hefur einnig
hægt á vextinum,“ segir Ingólf-
ur. „Fjölgaði launþegum í grein-
inni um 0,8% í júlí samanborið
við 1,6% vöxt að meðaltali á fyrri
helmingi þessa árs. Sömu sögu má
segja af framleiðsluiðnaði en án
fiskvinnslu var 0,6% samdráttur í
þeirri grein í júlí eftir 1,4% vöxt
á fyrri helmingi þessa árs og 5,2%
vöxt á seinni helmingi síðastliðins
árs. Hefur ekki greinst samdráttur
í fjölda launþega í greininni síðan
í upphafi árs 2010 þ.e. þegar nú-
verandi efnahagsuppsveifla hófst,“
segir Ingólfur Bender hagfræð-
ingur SI. mm
Nú hægir á hröðum vexti
iðnaðar og hagkerfisins