Skessuhorn - 13.09.2017, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 9
Fasteignaverð í stærri bæjum utan
höfuðborgarsvæðisins hefur þróast
með svipuðum hætti og á höfuð-
borgarsvæðinu á nýliðnum árum.
„Eðli málsins samkvæmt eru sveifl-
ur í fasteignaverði meiri utan höf-
uðborgarsvæðisins vegna minni
viðskipta, en þróunin til lengri
tíma sýnir oft meiri hækkanir þar
en á höfuðborgarsvæðinu. Sé leit-
að í Verðsjá Þjóðskrár Íslands má
t.d. sjá að verð hefur hækkað mun
meira í stærri bæjum en í Reykjavík
á þessu ári,“ segir í samantekt sem
Landsbankinn hefur gert. Skoðuð
er þróun fasteignaverðs á Akranesi,
Akureyri, Árborg, Reykjanesbæ og
á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið á
breytinguna frá 2. ársfjórðungi
2016 til sama tíma 2017 hækkaði
meðalverð í Reykjavík um 23%
á meðan það hækkaði um 48% í
Reykjanesbæ og 24% á Akranesi.
Það sem af er 3. ársfjórðungi hefur
verð hækkað minna í Reykjavík en
í hinum bæjunum, en bent er á að
endanlegar tölur eru ekki komnar
fyrir 3. ársfjórðung í ár.
Hækkun fasteignaverðs frá 1. árs-
fjórðungi 2015 hefur verið nokkuð
svipuð í þessum bæjum sem skoð-
aðir eru. Verðhækkunin er mest í
Árborg og Reykjanesbæ sem skýr-
ist að hluta til af því að verð tók að
hækka seinna þar en í hinum bæj-
unum, svo sem á Akranesi og Ak-
ureyri. Þróunin þar væri svipuð ef
lengra tímabil væri skoðað. „Það
er hins vegar ljóst að höfuðborgin
sker sig alls ekki úr í samanburði
við þessa stærri bæi. Reyndar er
staðan sú að verðhækkanir upp á
síðkastið virðist hafa verið minni í
Reykjavík og á Akureyri en í hinum
bæjunum.“ Fermetraverð á eign-
um í Reykjavík er enn miklu hærra
en í hinum bæjunum fjórum sem
skoðaðir voru. Sé vegið meðaltal
viðskipta á fjölbýli og sérbýli not-
að sést að fermetraverð í Reykjavík
var um 430 þúsund krónur. Fer-
metraverðið á Akranesi var 56%
af því sem það var í Reykjavík á 2.
ársfjórðungi 2017 og 63% á Ak-
ureyri sem kemst næst Reykjavík.
Um er að ræða vegið meðaltal fjöl-
býlis og sérbýlis. Sé fjölbýli og sér-
býli skoðað hvort um sig kemur í
ljós að sérbýli hefur hækkað meira
en fjölbýli alls staðar nema á Akra-
nesi. Hækkanir eru svipaðar á fjöl-
býli og sérbýli í Reykjavík og Ár-
borg, en annars staðar er munur-
inn meiri.
mm/ Gröf: Þjóðskrá Íslands.
Verðhækkanir í nágrenni höfuðborgar meiri en í Reykjavík
„Fermetraverðið á Akranesi var 56% af því sem það var í Reykjavík á 2. ársfjórðungi 2017.“ Svipmynd frá húsbyggingu á
Akranesi fyrr á þessu ári.
Sláturtíð
Egilsholti 1
Verslun, sími: 430 5500
Opið virka daga 8-18
Laugardaga 10-14
www.kb.is, verslun@kb.is
Gott úrval
hnífa og brýna
Kjötnet, kjötkrókar,
pækilmælar
Gott úrval af
tunnum og fötum
Kjötfarsblanda, rúllu-
pylsukrydd, nítrítsalt
og gróft salt
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7