Skessuhorn - 13.09.2017, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 201714
Síðastliðinn föstudag var boðið til
veislu í Hjálmakletti í Borgarnesi, en
þá var þess minnst að tíu ár eru lið-
in frá því Menntaskóli Borgarfjarðar
hóf starfsemi. Guðrún Björg Aðal-
steinsdóttir skólameistari bauð gesti
velkomna og stýrði dagskrá. Sagði
hún frá því að 22. ágúst 2007 hafi
skólinn verið settur í fyrsta skipti og
var það gert við fjölmenna athöfn í
Skallagrímsgarði, en á þeim tíma-
punkti var skólabyggingin ekki full-
kláruð. Var skólinn fyrsta árið til húsa
í Safnahúsi Borgarfjarðar þar til flutt
var inn í nýbygginguna sem reist var
á gamla íþróttavellinum í miðbæn-
um. Sagði Guðrún Björg að skólinn
hefði frá stofnun tekið miklum breyt-
ingum en engu að síður væri margt
sem byggði á þeim gildum sem sett
voru í upphafi. Markmiðið hafi verið
og sé að tryggja fólki öfluga menntun
með nútíma kennsluaðferðum.
Stóð tæpt í hruninu
Ársæll Guðmundsson var fyrsti
skólameistari menntaskólans, en auk
hans hafa þrjár konur stýrt skólanum;
þær Lilja S Ólafsdóttir, Kolfinna Jó-
hannesdóttir og Guðrún Björg Að-
alsteinsdóttir. Í ávarpi sem Ársæll
flutti við þetta tilefni rakti hann til-
urð þess að skólinn var stofnaður og
minntist þess að honum var falið að
stýra stefnumótun og leggja drög að
helstu áherslum öflugrar skólastofn-
unar. Sagði hann þetta hafi verið ein-
stakt tækifæri fyrir sig persónulega að
fá nánast frjálsar hendur við að skapa
nýja skólastofnun og ráða hugmynda-
fræðinni. Honum var fengið það
verkefni að „gera framhaldsskóla,“
eins og hann orðaði það. Í ágúst 2006
var byrjað að byggja skólahús, móta
stefnu, áherslur, kennsluaðferðir og
svo framvegis. Í upphafi var ákveð-
ið að allir nemendur hefðu fartölvu
sem þá tíðkaðist ekki almennt í fram-
haldsskólum. Lögð var áhersla á dans,
leiðsagnarmat og að símat kæmi í
stað hinna hefðbundnu prófa sem
nánast algilt var að lögð væru fyrir í
skólum landsins á þessum tíma. Ár-
sæll minntist þess að ekki hefði tek-
ist að hefja skólanámið í nýja húsinu
haustið 2007 og því hafi verið byrj-
að í Safnahúsinu. „Það var eins gott
að við byrjuðum skólastarfið þá um
haustið því ári síðar varð hrun þeg-
ar íslensku bankarnir fóru flatt. Það
er ómögulegt að segja nokkuð til um
hvort skólinn hefði yfirhöfuð byrj-
að, ef við hefðum ekki verið byrjuð
kennslu,“ sagði Ársæll. Gat hann þess
að rekstrarárið 2009 hafi verið afar
erfitt fyrir skólann þar sem hann var
eiginlega ekki kominn inn á fjárlög
ríkisins þarna í kjölfar hrunsins.
Standa þarf 100%
bakvið skólann!
Í máli sínu minntist Ársæll þeirra sem
lagt höfðu hönd á plóg við skipulagn-
ingu, stefnumótun og undirbúning
við stofnun skólans. Gat hann sér-
staklega hlutar Lilju S Ólafsdóttur og
Torfa Jóhannessonar, en einnig Guð-
mundar Eiríkssonar, Helgu Hall-
dórsdóttur, Ólafs Sveinssonar, Bern-
hards Þórs Bernhardssonar og Vero-
niku Sigurvinsdóttur. Þetta fólk hafi
dregið vagninn en auk þess fjölmargir
aðrir. „Þetta fólk allt gat lesið í mann-
lífið hér í héraðinu og látið stofnun
skólans þróast í takt við vilja íbúa,“
sagði hann. Að lokum hvatti Ársæll
heimafólk til að hlúa 100% að skól-
anum því til væri fólk sem raunveru-
lega vildi hagræða í menntakerfinu
með því að loka fámennum skólum.
„Þessi skóli er hornsteinn þessa sam-
félags. Því skuluð þið passa vel upp á
hann,“ sagði Ársæll Guðmundsson.
Brúaði bil sem vantaði
Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri
færði skólanum kveðjur sveitarstjórn-
ar og íbúa. Afhenti hann fulltrúa
nemenda gjöf til að bæta félagsað-
stöðu þeirra og skólanum trjáplöntur
sem plantað verður til að auka skjól
við skólahúsið. Gunnlaugur sagði
heimafólk í Borgarfirði hafa verið
áræðið þegar skólinn var stofnaður
og í krafti samstöðu allra hafi öflug-
ur menntaskóli orðið til. Sagði hann
héraðið hafi byggt á ríkri mennta-
sögu og vísaði þar til skólahalds allt
frá Hvítárbakka, Reykholti, Bifröst,
Varmalandi og Hvanneyri. Það hefði
þurft að brúa það bil sem myndast
hafði með stofnun menntaskóla til
að samfella fengist í nám á heima-
slóðum, lífsgæði voru bætt og auk-
ið menntunarstig hafi styrkt búsetu í
héraðinu.
Orðspor þýðingarmikið
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskól-
ans á Bifröst er jafnframt formaður
stjórnar MB. Ræddi hann um mikil-
vægi þess að halda áfram góðu starfi
í skólanum og minnti á að orðspor
menntaskólans hefði allt að segja um
hvort nemendur innrituðu sig þar til
náms í ljósi þess að þeir hefðu jafn-
framt val um að leita annað.
Nemendur skemmtu
Við athöfnina í Hjálmakletti á föstu-
daginn voru flutt glæsileg tónlist-
aratriði af fyrrum nemendum skól-
ans. Söngkonurnar Ingibjörg Jó-
hanna Kristjánsdóttir og Selma Rakel
Gestsdóttir sungu, Jóhannes Magn-
ússon flutti frumsamið jazz/popp
lag á píanó en ávarp nemenda flutti
Bjarki Þór Grönfeldt sem útskrifaðist
frá skólanum 2012. Bjarki Þór færði
tölvuvæðinguna í tal, snjallsímana og
þau áhrif sem tæknin hefur á nem-
endur. Hann hrósaði skólanum fyrir
að hafa brugðist við tölvuvæðingunni
með framsýni í tæknimálum ásamt
því að bjóða nemendum sínum upp á
fría sálfræðiþjónustu.
Að lokum var boðið upp á veiting-
ar og myndasýningu úr starfi skólans.
Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skóla-
meistri sagði afmælishátíðina hafa
heppnast vel og væru forsvarsmenn
skólans þakklátir fyrir það. „Stjórn-
endur MB vilja auk þessa koma á
framfæri þakklæti til þeirra sem færðu
skólanum gjafir í tilefni þessara tíma-
móta.“ mm
Menntaskóli Borgarfjarðar
fagnar fyrsta tugafmælinu
Menntaskóli Borgarfjarðar var settur í fyrsta skipti miðvikudaginn 22. ágúst í
Skallagrímsgarði í Borgarnesi að viðstöddu fjölmenni. Hér flytur Ársæll Guð-
mundsson setningarræðuna. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Helga Halldórsdóttir og Veronika Sigurvinsdóttir.
Skólameistarar á Vesturlandi. F.v. Ágústa Elín Ingþórsdóttir FVA,
Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir MB og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
FSN. Gaman er einnig að geta þess að konur eru einnig aðstoðar-
skólameistarar í öllum þessum skólum.
Sveitarstjóri afhenti fulltrúa nemendafélagsins peningagjöf til að
bæta félagsaðstöðuna.
Helga Karlsdóttir og Vilhjálmur Egilsson.Jóhannes Magnússon flutti frumsamið lag við hátíðina.
Þau hafa stýrt skólanum frá stofnun. Frá hægri: Ársæll Guðmunds-
son, Lilja S Ólafsdóttir, Kolfinna Jóhannesdóttir og Guðrún Björg
Aðalsteinsdóttir.
Þrír ættliðir við kaffiborðið. F.v. Íris Grönfeldt, Bjarki Þór og Erla Björk
Daníelsdóttir.
Haraldur Benediktsson fyrsti þingmaður NV kjördæmis á tali við
Hauk Sveinbjörnsson frá Snorrastöðum.
Hluti gesta á afmælishátíðinni.