Skessuhorn - 13.09.2017, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 201716
Iðunn Silja Svansdóttir og Halldór
Sigurkarlsson eru búsett í Hrossholti
á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þau
hafa starfað við tamningar og þjálf-
un hrossa í Hestamiðstöðinni Söð-
ulsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Hafa þau haft umsjón með hestamið-
stöðinni allt frá því starfsemi hesta-
miðstöðvarinnar hófst þar árið 2006.
„Dóri vann við að byggja hérna og
við tókum síðan við þessu alveg
nýju,“ segir Iðunn. „Þar áður vorum
við norður í Skagafirði. Einar Ólafs-
son, sem á Söðulsholt, sendi okkur
alltaf hross í tamningar á hverju ári.
Einhverju sinni nefndi hann það við
okkur að hann ætlaði að byggja þessa
aðstöðu hér og bað okkur að koma
og aðstoða við það. Þegar við vor-
um hingað komin og framkvæmdir
um það bil að hefjast sagði hann að
sig vantaði tamningamenn og spurði
hvort við vildum ekki taka að okk-
ur að sjá um þetta,“ segir Dóri. „Og
við slógum bara til og sjáum ekki eft-
ir því. Okkur líkar vel að vera hérna,
draumaaðstaða í vinnunni og gott að
búa á þessu svæði,“ segja þau.
Svæðinu eru þau alls ekki ókunn,
því Iðunn er uppalin í Dalsmynni,
næsta bæ við Söðulsholt. Halldór er
hins vegar frá Snartartungu í Bitru-
firði. Bæði kynntust þau hestunum
og hestamennskunni ung að árum
og áhuginn kviknaði snemma. „Ég
held ég hafi verið í hestamennsk-
unni alla tíð og áhuginn hefur allt-
af verið til staðar, svo lengi sem ég
man eftir mér,“ segir Dóri og Iðunn
tekur undir það fyrir sitt leyti. „Ég
hef alltaf verið í kringum hesta, frá
því ég var barn. Ég fór síðan og lærði
hestafræði við Háskólann á Hólum
og lagði þetta fyrir mig,“ segir hún.
Erfitt en mjög
skemmtilegt
Á veturnar eru þau með 25 til 30
hross inni en á sumrin eru þau í
kringum 40 á járnum. „En það er
misjafnt hvernig hestar eru hjá okkur
hverju sinni; tamningartrippi, þjálf-
unarhross, söluhross og svo á sumrin
eru líka hestuleiguhestar,“ segja þau.
„Hestunum vill nú frekar fjölga hjá
okkur en fækka. Ég veit ekki alveg
hvernig stendur á því,“ segir Dóri og
brosir.
Yfirleitt eru einn til tveir starfs-
menn með Iðunni og Dóra í Söðuls-
holti. Þannig hafa tveir verið í sumar
en annar er á förum til heimalands
síns Þýskalands nú á haustmánuðum.
Dagurinn byrjar jafnan á því að Ið-
unn og Dóri gefa þeim hestum sem
eru á húsi og reka síðan inn þá sem
verja nóttinni í nátthaganum. „Síð-
an fáum við okkur morgunmat og
hefjumst næst handa við að temja og
þjálfa,“ segir Iðunn. „Það er ýmislegt
annað sem fylgir þessu. Við erum í
raun bara eins og hrossabændur og
göngum í öll störf sem þessu tengj-
ast, hvort sem það er heyskapur,
girðingavinna eða hvaðeina. Síðan
tökum við á móti ferðamönnum sem
koma í gistinguna og þeim sem vilja
fara á bak. Þannig að þetta er mjög
fjölbreytt,“ segir Dóri, „og rosalega
gaman,“ bætir Iðunn við. „Erfitt en
mjög skemmtilegt,“ segja þau.
Líka að búa til knapa
Iðunn og Dóri hafa haft í nógu að
snúast við tamningar í ár og telja
þær vera að færast í aukana. Alla
jafnan segja þau að mest sé að gera
á haustin og veturna en minna á
sumrin. „En það var ekki núna. Það
er búið að vera mikið að gera í allt
sumar,“ segja þau. Verkefnin eru
hins vegar breytileg eftir árstíðum.
„Á haustin er jafnan mikið um frum-
tamningar, eins og núna. Því fylgir
spenna og eftirvænting eftir því að
sjá hvað leynist í þeim hrossum sem
eigendurnir hafa verið að rækta,“
segir Dóri. „Á veturna er meira um
framahaldsþjálfun þar sem unnið
er með meira tömdum hrossum og
auðvitað þjálfun fyrir keppnir,“ segir
Iðunn. Þau fylgjast náið með gangi
mála á keppnistímabilinu að vetrin-
um og keppa sjálf í hestaíþróttum
með Hestamannafélaginu Skugga.
„Eldri stelpan okkar er líka byrjuð
að keppa, það er rosalega gaman að
fylgjast með henni,“ segir Iðunn. Sú
er 11 ára gömul og heitir Kolbrún.
Yngri dóttir þeirra heitir Svandís
og er að verða fimm ára. Hún hef-
ur einnig brennandi áhuga á hestum
og sjaldan ánægðari en þegar hún
fær að fara með foreldrum sínum á
bak. „Við erum líka að reyna að búa
til knapa,“ segja Iðunn og Dóri.
Hestamennskunni
farið fram
Þau vekja máls á því að hesta-
mennskunni á Vesturlandi hafi far-
ið mikið fram undanfarinn áratug
eða svo. „Mér finnst hestamennsk-
an á svæðinu hafa eflst mikið bara
á þeim tíma sem við höfum verið
hérna,“ segir Iðunn og Dóri tekur
undir með henni. Telja þau að bætt
aðstaða hafi þar mikið að segja, en
undanfarin ár hafa risið reiðhallir
víða í landshlutanum. Þar má nefna
Borgarnesi, Stykkishólm og Ólafsvík
en einnig víða út til sveita, eins og
til dæmis í Söðulsholti og á Lýsu-
hóli. „Þá hafa vetrarmótin eflt
hestamennskuna verulega. Hér
áður fyrr var ekkert keppt mikið
á veturna og það var náttúrulega
ekki hægt fyrr en það kom einhver
aðstaða til þess,“ segir Dóri. „Þá er
vel haldið utan um allt barna- og
ungmennastarf í hestamannafélög-
unum, maður sér mikið af góðum
ungum knöpum keppa í mótum,“
segir Iðunn. „Allt þetta skilar sér
í betri hrossum og betri knöpum
og er hestamennskunni á Vestur-
landi til framdráttar,“ segja þau Ið-
unn og Dóri að endingu.
kgk
Fjölbreytt og erfitt en rosalega skemmtilegt
Iðunn Silja Svansdóttir
og Halldór Sigurkarlsson
á baki ásamt dætrunum
tveimur, Kolbrúnu og
Svandísi. Ljósm. iss.
Kolbrún, eldri dóttir Iðunnar og Dóra, er byrjuð að keppa af fullum krafti. „Það er
rosalega gaman að fylgjast með henni,“ segir móðir hennar. Ljósm. iss.
Hestamiðstöðin Söðulsholt á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ljósm. kgk.
Hross í girðingu fyrir utan hestamiðstöðina. Ljósm. kgk.
Frá ræktunarbússýningu Söðulsholts á Fjórðungsmóti Vesturlands í sumar. Ljósm. iss.