Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2017, Síða 27

Skessuhorn - 13.09.2017, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Stelpurnar í ÍA í knattspyrnu áttu á laugardaginn stórleik í lokaumferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Mættu þær Sindra frá Hornafirði á Akranesvelli og endaði viðureign- in 6:0 fyrir gestgjafana. Skagastúlk- ur höfðu mikla yfirburði í leikn- um, héldu boltanum vel og spiluðu almennt góðan fótbolta. Fyrsta markið kom á þriðju mínútu leiks- ins þegar Bergdís Fanney Einars- dóttir renndi boltanum í mark- ið eftir fyrirgjöf frá Unni Ýr Har- aldsdóttur. Aldís Ylfa Heimisdótt- ir bætti við öðru markinu á tólftu mínútu með fallegu skoti af hægri kantinum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik þrátt fyrir nokkur góð færi. Aldís Ylfa skoraði sitt annað mark og þriðja mark ÍA á 66. mín- útu áður en hún lagði upp fjórða markið fyrir Unni Ýr. Á 87. mín- útu átti Hrafnhildur Arín Sigfús- dóttir góða fyrirgjöf frá hægri sem Ruth Þórðar Þórðardóttir skallaði í markið, en Hrafnhildur bætti svo sjálf við sjötta markinu með góðum skalla eftir hornspyrnu. Lokatölur urðu 6:0 eins og fyrr segir. ÍA lýkur því keppni í 1. deild kvenna í 5. sæti með 27 stig, jafn mörg og ÍR í sætinu fyrir neðan en sex stigum á eftir Keflavík í sætinu fyrir ofan. mm Stórsigur ÍA stúlkna í lokaleik 1. deildar Aldís Ylfa Heimisdóttir skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Ljósm. gbh. Unnur Ýr Haraldsdóttir fagnar marki sínu í leiknum gegn Sindra. Aldís Ylfa Heimisdóttir var í leikslok valin maður leiksins. Hlaut hún að launum gjafabréf fyrir tvo í jöklaferð frá Arnarstapa. Á meðfylgjandi mynd afhendir Magnús Guðmundsson, stjórnarformaður KFÍA, Aldís Ylfu gjafabréfið. Ljósm. kfia.is ÍA vann sinn þriðja sigur í Pepsi deild karla í sumar þegar liðið sigraði KA á Akranesi á sunnudag. Lokatölur urðu 2-0 í fínum knatt- spyrnuleik. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og sköpuðu sér nokkur ágæt færi. Besta færi þeirra fékk Almarr Ormarsson á 22. mínútu. KA-menn áttu frá- bæra sendingu inn í teig á Almarr sem var dauðafrír en skallaði bolt- ann yfir. Bestu færi fyrri hálfleiks voru hins vegar Skagamanna. Á 34. mínútu fékk Steinar Þorsteins- son boltann á vítateignum, átti skot að marki en Srdjan Rajkovic varði frá honum. Þaðan barst bolt- inn á Stefán Teit Þórðarson sem náði ekki nógu góðu skoti, beint á Rajkovic sem lá í markinu. Á 40. mínútu dró aftur til tíð- inda. Almarr og Steinar áttust við í vítateig KA-manna. Almarr var dæmdur brotlegur og Skagamönn- um dæmd vítaspyrna. Þórður Þor- steinn Þórðarson steig á punkt- inn en spyrnan var ekki nægilega góð og Rajkovic varði frá honum. Ólafur Valur Valdimarsson náði frákastinu og skaut að marki af stuttu en þröngu færi en Rajkovic lokaði vel á hann og varði aftur. KA-menn héldu áfram að skalla að marki Skagamanna en tókst ekki skapa neina teljandi hættu við mark Skagamanna. Staðan í hálf- leik var markalaus. Jafnt var á með liðinum fram- an af fyrri hálfleik en hvorugt lið náði að skapa sér afgerandi mark- tækifæri, þar til á 60. mínútu. Þá skoraði Stefán Teitur úr eins færi og hann fékk í fyrri hálfleik. Arn- ar Már Guðjónsson átti þá skot að marki sem Rajkovic varði. Boltinn féll fyrir fætur Stefáns Teits sem brást ekki bogalistin að þessu sinni heldur lagði hann í markhornið. Skagamenn komnir yfir, 1-0. KA-menn sóttu stíft eftir mark- ið en lið ÍA féll mjög aftarlega á völlinn og freistaði þess að verja forskot sitt. Gestirnir höfðu hins vegar ekki erindi sem erfiði því tíu mínútum síðar komust Skaga- menn í 2-0. Albert Hafsteinsson átti þá skot af löngu færi beint á Rajkovic markmann. Hann gerði hins vegar afdrifarík mistök, missti boltann frá sér fyrir fætur Steinars Þorsteinssonar sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði auðveldlega. Reyndist mark Steinars vera síð- asta mark leiksins og Skagamenn höfðu því 2-0 sigur á KA og sóttu um leið þrjú afar mikilvæg stig í fallbaráttunni. ÍA hefur 13 stig í botnsæti deildarinnar og er sex stigum á eftir ÍBV í næstneðsta sæti en sjö stigum á eftir Víkingi Ó. og Fjölni í sætunum fyrir ofan fall. ÍA mætir einmitt Fjölni á úti- velli í næstu umferð. Sá leikur fer fram á morgun, fimmtudaginn 14. september. kgk/ Ljósm. gbh. Skagamenn eygja enn von Stefán Teitur Þórðarson fangar eftir að hafa komið Skagamönnum í 1-0. Steinar Þorsteinsson fagnar marki sínu sem gulltryggði sigur Skagamanna. Víkingur Ó. og Fjölnir mættust í mögnuðum fallbaráttuslag í Pepsi deild karla í knattspyrnu á laugar- daginn. Leikurinn fór fram í Ólafs- vík og þar réði dramatíkin ríkjum. Lyktaði leiknum með 4-4 jafntefli. Víkingur missti niður 3-0 forskot en náðu að jafna á elleftu stundu og tryggja sér stig úr leiknum. Víkingar skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 6. mínútu úr sinni fyrstu sókn. Eivinas Zagurskas tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelm- ingi Fjölnis. Hann sendi boltann inn í teiginn, beint á kollinn á Pape Mamadou Faye sem skoraði með hörkuskalla. Á 19. mínútu sýndi Kwame Quee skemmtilega takta á hægri kanti. Hann lék illa á tvo varnarmenn Fjölnis, sendi síðan hnitmiðaða fyr- irgjöf inn á markteig á Kenan Turu- dija sem skoraði með viðstöðulausu skoti og kom Víkingi í 2-0. Ólafsvíkingar léku á als oddi og komust í 3-0 á 26. mínútu. Emir Dokara senda háan bolta fram völlinn, inn fyrir vörn Fjölnis þar sem Þorsteinn Már Ragnarsson var sloppinn einn í gegn og skor- aði framhjá markverði gestanna. Staða norðin 3-0 og Víkingar virt- ust ætla að fara með öruggan sigur af hólmi. En svo varð ekki. Aðeins þrem- ur mínútum síðar minnkaði Fjöln- ir muninn í 3-1. Linus Olsson tók á móti löngum bolta framarlega á vellinum. Hann náði að snúa af sér varnarmann og skora framhjá Christian Martinez í markinu. Enn átti mörkunum eftir að fjölga því á 36. mínútu var send löng sending inn í vítateig Víkings. Boltinn féll fyrir fætur Ingimund- ar Níels Óskarssonar sem skoraði með skoti af markteig og staðan orðin 3-2. Í þann mund sem ótrúlegur fyrri hálfleikur var að renna sitt skeið á enda fengu Víkingar dauða- færi. Pape átti þá skot af markteig sem Þórður Ingason varði í marki Fjölnis. Dramatískar lokamínútur Leikmenn Fjölnis voru sterk- ari framan af síðari hálfleik. Þeir sóttu af krafti og jöfnuðu metin á 60. mínútu. Eftir misskilning í öft- ustu línu Víkings náði Linus bolt- anum og sendi hann í autt mark- ið. Skömmu síðar munaði litlu að Fjölnir kæmist yfir. Marcus Solberg átti þrumuskalla en Christian varði meistaralega í markinu. Leikurinn datt aðeins niður næstu 15 mínúturnar eða svo en dramatíkin var hreint ekki á enda. Fjölnir fullkomnaði endurkomuna þegar liðið komst yfir á 82. mínútu leiksins. Christian varði vel skalla frá Ægi Jarli Jónssyni af stuttu færi. Boltinn féll út í teiginn og eftir nokkurn darraðadans var það Hans Viktor Guðmundsson sem kom boltanum yfir línuna og Fjölni yfir í fyrsta sinn í leiknum. En Fjölnir var ekki lengi í for- ystu. Á 86. mínútu áttu Kenan og Þorsteinn Már góðan þríhyrning við vítateig Fjölnis sem endaði með því að Kenan sendi boltann í stöng- ina og inn og jafnaði metin í 4-4. Það varð lokastaðan í ótrúlegum leik Víkings og Fjölnis í Ólafsvík. Víkingar sitja í 10. sæti deildar- innar með 20 stig eftir leikinn á laugardag, rétt eins og Fjölnir í sæt- inu fyrir ofan en stigi á undan ÍBV í næsta sæti fyrir neðan. Næst mætir Víkingur liði Stjörn- unnar á útivelli á morgun, fimmtu- daginn 14. september. kgk Jafnt í ótrúlegum fallbaráttuslag Pape Mamadou Faye skorar fyrsta mark Víkings með góðum skalla. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.