Skessuhorn


Skessuhorn - 01.11.2017, Síða 18

Skessuhorn - 01.11.2017, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 201718 Nýr róbóti var tekinn í notkun í fjós- inu á Hundastapa á Mýrum í byrjun október. Róbótinn hefur því mjólk- að kýrnar á bænum í um það bil einn mánuð þegar þessi orð eru prentuð. Smám saman eru mjaltir á bænum að komast í fastar skorður að nýju eftir breytingarnar. Skessuhorn hitti Halldór J. Gunnlaugsson og Agnesi Óskarsdóttur, bændur á Hundastapa, síðastliðinn fimmtudag og ræddi við þau um nýja róbótann, stopult raf- magnið og sitthvað fleira. Það er fimmtudagsmorgun og klukkan er rúmlega 9:00. Við sitj- um við eldhúsborðið á Hundastapa, blaðamaður og Halldór bóndi, oftast kallaður Dóri. Vegna bilunar í róbót- anum um nóttina varð Agnes að vera í fjósinu langt fram á nótt og var því enn í fastasvefni þegar blaðamann bar að garði. Dóri er nýkominn inn frá útiverkunum þennan morguninn og hellir upp á kaffi. „Það varð smá tölvubilun í nótt og þurfti að ræsa út mann til að setja upp hugbúnaðinn fyrir róbótann. Agnes var úti í fjósi til klukkan fjögur í nótt,“ segir Dóri. „Að öðru leyti hefur gengið áfalla- laust fyrir sig að koma róbótanum í gagnið, þetta er eina stóra vanda- málið sem við höfum lent í. Nú er búið að leysa það og þetta á ekki að koma fyrir aftur,“ segir hann. Kýrnar vanafastar En af hverju ákváðu bændur á Hundastapa að ráðast í að setja upp róbóta? „Ætli það sé ekki bara nýj- ungagirnin,“ segir Dóri og brosir. „En auðvitað verður þetta gott þeg- ar bæði kýr og bændur verða komin inn í rútínu með mjaltirnar. Maður hættir ekkert að þurfa að fara í fjósið þótt róbótinn sjái um mjaltirnar, en þetta verður öðruvísi og vonandi að- eins sveigjanlegri vinnutími. Akkúr- at núna er vinnutíminn svo sveigjan- legur að það þarf að vaka allan sólar- hringinn,“ segir hann léttur í bragði í þann mund sem Agnes kemur fram eftir langa nótt í fjósinu. Hún tyllir sér við eldhúsborðið þar sem Dóri situr ásamt blaðamanni. Þrátt fyrir bilun næturinnar segir hún að smám saman sé að komast ágætis regla á mjaltirnar. „Fyrstu dagana var bara örtröð við róbótann bæði kvölds og morgna. Þá hefði verið gott að geta talað við kýrnar og útskýrt fyr- ir þeim hvað væri í gangi og biðja þær sem var nýlega búið að mjólka að bíða. Róbótinn er stilltur þann- ig að ef sama kýrin kemur þrisvar og mjólkar ekki, þá lokar hann á hana svo hún kemst ekki aftur inn. Þá er kýrin bara að koma til að ná sér í fóð- urbæti,“ segir hún, en meðan kýrn- ar eru mjólkaðar fá þær að gæða sér á fóðurbæti sem róbótinn skammt- ar þeim. „Þeir segja að það taki um það bil mánuð fyrir kýrnar að venj- ast róbótanum alveg. Fyrstu dagana stóðum við í raun sólarhringsvaktir í fjósinu. Kýrnar eru svo vanafast- ar, stóðu bara í röð við mjaltabásinn fyrstu skiptin og skildu ekkert í því af hverju ég vildi allt í einu mjólka þær hinum megin í fjósinu,“ segir Dóri. „Eftir viku var þetta byrjað að rúlla ágætlega, en töluvert álag bæði kvölds og morgna. Síðan þá hefur það verið að dreifast betur yfir dag- inn og ætlunin er að sjálfsögðu að koma rútínunni þannig fyrir að hver kýr verði mjólkuð á sínum tíma og það verði aldrei bið við róbótann,“ segja bændurnir. „Núna erum við búin að keyra róbótann í um það bil þrjár vikur og þetta er allt að koma. Það tekur smá tíma að venj- ast þessu, bæði fyrir menn og kýr,“ segir Dóri. Afskekkt klukkutíma frá Reykjavík Á Hundastapa er nýlegt fjós, byggt árið 2004 með mjaltabás. Að sögn Agnesar og Dóra þurfti sáralitlu að breyta til að koma róbótanum fyr- ir. „Við þurfum aðeins að breyta til að ná hringrás en að öðru leyti þurfti nánast ekkert að gera,“ segja þau. Kýrnar eru 64 talsins og þar af er 54 mjólkandi um þessar mundir. „Það er full nýting á fjósinu og ná- lægt því sem róbótinn getur annað. Hann á að geta mjólkað allt að 75 kýr miðað við algjör hámarksafköst við bestu mögulegu aðstæður, hverj- ar sem þær eru. Ég held að hann muni því aldrei anna nema kannski rétt rúmlega 60 og það hentar bara mjög vel,“ segir Dóri. Róbótinn sjálfur er af gerðinni GEA Monobox og er framleiddur í Þýskalandi. Ekki komu aðrar teg- undir til greina, því fæstir framleið- endur bjóða upp á róbóta sem hægt er að knýja með eins fasa rafmagni. „Rafvirkinn frá Líflandi, sem kom og setti upp róbótann fyrir okkur, orðaði þetta svo vel. Hann sagði: „Þið búið rosalega afskekkt en eruð samt ekki nema klukkutíma að keyra til Reykjavíkur.“ Það er ótrúlega mikill sannleikur í þessu. Hér er ekki þriggja fasa rafmagn, vegirnir eru þröngir og lélegir en samt erum við í rauninni rétt hjá höfuðborg- inni. Öll uppsetning á róbótanum tafðist til dæmis vegna þess að allt er flóknara og dýrara en ef við vær- um með þriggja fasa rafmagn,“ seg- ir hann. „Þess vegna var ég einmitt búinn að gefa það út fyrir kosningar að ég myndi kjósa þann sem myndi leggja þriggja fasa rafmagn heim til mín. Ég skila líklega auðu,“ segir Dóri léttur í bragði. Dreifikerfið lélegt Agnes tekur undir þau orð Dóra að rafmagnstengingin geti verið ver- ið stopul á Mýrunum. „Dreifikerf- ið er að verða lélegt. Hér fór þrisv- ar sinnum rafmagnið í október og mér finnst eins og það hafi versnað síðustu ár. Aftur á móti tekur mað- ur kannski frekar eftir því sem mað- ur verður háðari stöðugu rafmagni. Einhvern tímann hefði maður ekk- ert kippt sér upp við að vera heima í stofu að lesa í bók og rafmagnið færi í hálftíma, jafnvel ekki tekið eftir því. En nú þegar við erum búin að setja upp róbóta þá má það helst ekki gerast, þá fer allt úr skorðum í fjósinu,“ segir Agnes. „Orkunotk- unin hefur minnkað eftir að við tókum róbótann í notkun. Við vor- um að keyra mjaltakerfið á 33 til 38 amperum áður en núna eru þetta milli 18 og 25 amper. Hins vegar myndi enn meiri orka sparast ef við værum með þriggja fasa rafmagn. Þannig tenging skilar meiri orku og tækin þurfa að hafa minna fyr- ir því að skila sömu afkostum, auk þess sem hún yrði áreiðanlegri,“ segir Dóri. Ætti að vera nóg til að sinna öllum Til að tryggja stöðuga og öfl- ugri tengingu vilja þau auðvi- tað að þriggja fasa rafmagn verði lagt í jörðu um sveitina sem fyrst, sem og aðrar sveitir landsins. Slíka tengingu telja þau hins vegar ekki vera í augsýn í nánustu framtíð. „Það er hægt að fá flýtimeðferð á þriggja fasa tengingu hjá Rarik, en þá þarf að greiða sjálfur fyrir það. Við könnuðum þetta hjá okkur og myndum þurfa að borga nokkrar milljónir,“ segir Dóri. „Þá fengjum við vissulega þriggja fasa rafmagn en Rarik myndi þá eiga strenginn og geta tengt alla í nágrenninu ef þeim sýnist. Við fengjum síðan ekk- ert endurgreitt þegar farið verður í það að leggja þriggja fasa rafmagn hér í kringum okkur, hvenær sem það verður,“ segir Agnes. „Þriggja fasa rafmagn á bara að vera sjálfsagt mál um allt land. Það borga all- ir sína skatta og auðvitað vilja all- ir að allt sé í lagi á sínu svæði, eðli- lega. Maður hefði haldið að skatt- arnir væru innheimtir þannig að nóg væri til að sinna öllu og öll- um,“ segja þau. „Ef hlutir á borð við rafmagn, nettenging og vond- ir vegi fara að hamla uppbyggingu í sveitum landsins þá er það mjög vont fyrir samfélagið sem heild,“ segir Dóri að endingu. kgk Bæði kýr og bændur að venjast róbótanum - rætt við bændur á Hundastapa á Mýrum Agnes Óskarsdóttir og Halldór J. Gunnlaugsson, bændur á Hundastapa á Mýrum. Róbótinn er af gerðinni GEA Monobox og lætur ekki mikið yfir sér í fjósinu á Hundastapa. Listaverk eftir frænda Agnesar prýðir einn fjósvegginn á Hundastapa. Kýrnar á Hundastapa kipptu sér ekkert upp við að fá ókunnugan gest í heimsókn í fjósið. Hér sýnir róbótinn hvaða kýr hann reiknar með að mjólka næst, hvenær þær voru mjólkaðar síðast og hve mikið þær mjólkuðu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.