Skessuhorn


Skessuhorn - 01.11.2017, Side 19

Skessuhorn - 01.11.2017, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 19 !"#$%"&#'()$*+ Þessa dagana standa yfir nokkrar framkvæmdir í Laxárholti á Mýr- um. Unnsteinn S. Jóhannsson bóndi er að undirbúa komu mjalt- aróbóta sem mun leysa mjaltagryfj- una af hólmi. „Það er búið að liggja fyrir lengi að skipta yfir í róbóta. Hér er mjaltagryfja sem hefur gefist mjög vel. Hún er hins vegar orðin 15 ára og þarf að fara að endurnýja hana. Fjósið er upphaflega byggt sem róbótafjós og því lá beint við að skipta yfir í róbóta,“ segir Unn- steinn í samtali við Skessuhorn. Hann telur að mörgu leyti gott að hafa byggt mjaltabás á sínum tíma en skipta yfir í róbóta núna. „Það hefur orðin óhemju mikil þróun á þessari tækni allra síðsustu árin og ég held það sé góður tími að skipta yfir núna. Leyfa þessum nýjunga- gjörnu að prófa tæknina og taka hana síðan í notkun sjálfur þeg- ar komin er reynsla á hana,“ segir hann og brosir. Erfitt með einfasa rafmagn Í Laxárholti eru 79 árskýr og að sögn Unnsteins ætti GEA róbótinn að geta afkastað um það bil 70 kúm á sólarhring, miðað við full afköst. Hentar það vel því ekki eru allar kýr mjólkandi hverju sinni. Um þessar mundir er verið að vinna aðeins í fjósinu til að undirbúa uppsetningu róbótans. „Það er ekki mikið sem þarf að gera, enda fjósið hannað með róbóta í huga. En hér er ein- fasa rafmagn og það skapar fullt af vandamálum. Lely og þessir stóru framleiðendur af róbótunum fram- leiða einungis róbóta fyrir þriggja fasa rafmagn. Við þurftum því að finna einhverja lausn á orkumálun- um, til að mynda með því að setja upp svokallaðan hrút sem breytir einfasa rafmagni í þriggja fasa raf- magn, sem þó er ekki ásættanlegur kostur,“ segir Unnsteinn. Hann er raunar ekki óvanur því að þurfa að leysa slík vandamál. Í Laxárholti er töluverð kornþurrk- un og einfasa rafmagnið háir henni töluvert. „Ég þarf svo mikið af raf- magni til að búa til aflið. Ég er með einfasa mótora sem kosta tvöfalt meira en hinir og aflið í þeim nær ekki nema svona 2,3 hestöflum. Ef hér væri þriggja fasa rafmagn gæti ég notað sömu orku fyrir fimm hestafla mótor og verið með miklu öflugri blástur. Þurrkarinn er stór en ég get ekki fullnýtt hann vegna þess að ég hef ekki næga orku,“ seg- ir Unnsteinn. Kornvalsinn verður hann síðan að keyra með ljósavél. „Það er ekkert annað í boði, ég hef ekki nægilega mikið rafmagn,“ seg- ir hann. Gæti þurrkað tvöfalt meira korn Unnsteinn getur þurrkað um það bil 14 tonn af korni á sólarhring en afköstin gætu verið töluvert meiri hefði hann aðgang að þriggja fasa rafmagni. „Eins og þetta er núna þarf að keyra alla mótora í botni og jafnvel þá er aðeins um 50% nýting á þurrkaranum. Um daginn kvikn- aði í þurrkuninni. Ekkert alvarlegt en það var eingöngu vegna álags á mótorana. Þriggja fasa mótora væri hægt að keyra á minna álagi með auknum afköstum,“ segir hann. „Ég gæti með því sparað óhemju pen- ing. Ef þurrkarinn væri fullnýttur gæti ég sáð miklu meira korni, lík- lega í um 50 til 60 hektara í stað- inn fyrir 30 í dag. Þá væri ég orð- inn sjálfum mér nógur með korn og þyrfti ekki að kaupa fóðurbæti í staðinn að vetrinum,“ segir Unn- steinn. „Rafmagnið snertir ótrúlega marga fleti og fleiri og fleiri eftir því sem maður hugsar meira út í það. Það er hjákátlegt að við gætum not- að margfalt meiri orku ef við hefð- um hana, sem myndi koma sér vel fyrir Rarik,“ bætir hann við. Sömuleiðis segir Unnsteinn bóndi að netsamband í Laxárholti geti verið dyntótt. „Allt skýrsluhald í landbúnaði og annað slíkt fer auð- vitað fram í gegnum netið. Hér á að heita 4G nettenging en við náum aldrei nema 3G, hér í húsinu það er að segja. Sambandið sleppur til svona að öllu jöfnu en dofnar um helgar og á sumrin þegar fólk skell- ir sér í sumarbústaðinn og fleiri eru á kerfinu,“ segir hann. „Þegar róbótinn verður tekinn í notkun munu öll samskipti við hann fara fram í gegnum netið og þá verður sambandið bara að vera í lagi, það er bara svoleiðis,“ segir hann og vonast auðvitað til að engin vanda- mál verði með samskiptin við ró- bótann. „Það verður bara að koma í ljós eins og allt annað,“ segir Unn- steinn bóndi að endingu. kgk „Lá beint við að skipta yfir í róbóta“ Rætt við Unnstein bónda í Laxárholti á Mýrum Unnsteinn við mjaltabásinn sem brátt verður leystur af hólmi. Þessi kálfur kom í heiminn tveimur dögum áður en Skessuhorn kíkti í fjósið í Laxárholti og var hinn ánægðasti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.