Skessuhorn - 01.11.2017, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 201720
Ábúendur á bænum Hallkelsstaða-
hlíð í Hnappadal hafa mörg járn í
eldinum. Þar er sauðfjárbúskapur,
um 700 vetrarfóðraðar ær, en einn-
ig er þar töluverð hrossarækt og unn-
ið við tamningar meira og minna all-
an ársins hring. Einnig er þar ferða-
þjónusta. Þar er rekið lítið tjaldsvæði
og seld veiðileyfi í Hlíðarvatn neð-
an við bæinn. Hlíðarvatn er eitt fárra
vatna á landinu þar sem veiðist urriði
og bleikja og aldrei hefur verið sleppt
seiðum í. Á bænum er einnig hesta-
leiga, þar sem tekið er á móti einstak-
lingum og litlum hópum, þeim boð-
ið á bak og farið í stutta reiðtúra.
Um þessar mundir er verið að
styrkja stoðir hrossaræktar og ferða-
mennsku í Hallkelsstaðahlíð enn
frekar. Verið er að byggja 20x45
metra reiðhöll og stefnt er að því að
reisa tvö lítil sumarhús, sem verða
leigð út til gistingar, fyrir næstu
ferðamannavertíð. Í Hallkelsstaða-
hlíð búa Sigrún Ólafsdóttir, bóndi
og tamningamaður og Skúli Lárus
Skúlason, bóndi og húsasmíðameist-
ari. Fjölskylda Sigrúnar hefur búið á
bænum í árhundruð og tvö af móð-
ursystkinum hennar, Sveinbjörn og
Anna Júlía Hallsbörn, búa þar enn
í öðru íbúðarhúsinu komin fast að
áttræðu og níræðu. Þá býr einnig í
Hallkelsstaðahlíð sonur Sigrúnar og
Skúla, Guðmundur Margeir, reið-
kennari og tamningamaður, ásamt
Brá Atladóttur kærustu sinni sem
þarf reyndar að hafa annan fótinn í
Reykjavík um þessar mundir á með-
an hún lýkur námi sínu í hjúkrun.
Skessuhorn hitti mæðginin Sig-
rúnu og Mumma að máli síðastlið-
inn fimmtudag og ræddi við þau um
framkvæmdir í Hallkelsstaðahlíð.
Skapa fjölskyldunni
atvinnu
„Þessari uppbyggingu er fyrst og
fremst ætlað að gera fjölskyldunni
kleift að vera hér í Hallkelsstaða-
hlíð um ókomna tíð,“ segir Sig-
rún. „Mummi starfar að stærstum
hluta við reiðkennslu, bæði hérlend-
is og erlendis og síðan við tamning-
ar og þjálfun hér heima. Ég og Skúli
störfum við búskap og tamning-
ar. Sauðfjárræktin gefur ekki mik-
ið í aðra hönd um þessar mundir og
því varð að gera eitthvað og bygg-
ing reiðskemmunnar er hluti af því
að skapa fjölskyldunni frekari at-
vinnu. Með henni fáum við frábæra
aðstöðu til þjálfunar hrossa og reið-
kennslu,“ bætir hún við. „Síðan ligg-
ur fyrir að reisa tvö lítil hús niðri við
vatnið, smá spöl frá bænum. Hug-
myndin er að fólk geti keypt sér þar
gistingu og fengið að vera út af fyr-
ir sig. Við munum bjóða þjónustu
sem fólk getur þegið ef því hentar,
en fengið að vera alveg í út af fyrir
sig ef það vill,“ segir Sigrún. „Það má
síðan tengja húsin við hrossaræktina
að því leyti að fólk sem kemur til að
skoða hross og kaupa getur þá tekið
sér heila helgi eða jafnvel viku í það.
Farið á bak á hverjum degi, fengið að
kynnast hrossunum aðeins og gist í
húsunum á meðan,“ bætir Mummi
við. „Mér hefur einmitt fundist vera
að færast í aukana að fólk sem kemur
hingað til lands sé að leita eftir ein-
hvers konar heildarupplifun, hvort
sem það eru ferðamenn eða erlend-
ir hestamenn sem koma til að kaupa
hross,“ segir Sigrún.
Hafa tamið
yfir tvö þúsund hross
Hrossaræktin í Hallkelsstaðahlíð er
töluverð og tamningastöð hefur ver-
ið starfrækt þar síðan 1992. Mæðgin-
in segja að þau fái milli fimm og tíu
folöld á ári og temja fjöldan allan af
hrossum. „Við reynum að nota hák-
lassa stóðhesta og vel dæmdar mer-
ar í okkar ræktun. Hingað koma síð-
an í tamningu nokkrir tugir á ári frá
öðrum og að auki eru það svo hross
frá okkur. Í fyrra náðum við einmitt
þeim áfanga að temja tvö þúsundasta
hrossið frá upphafi,“ segir Sigrún
og brosir. Hún segir tamningar hafa
færst í aukana undanfarin ár. „Nú er
orðinn töluvert mikill fjöldi fólks sem
hefur atvinnu af hestum allt árið um
kring. Margir tengja það við ferða-
þjónustu og það höfum við einnig
gert. Við gerum út á stutta túra en
höfum líka farið lengri ferðir við sér-
stök tilefni,“ segir hún. „Megin uppi-
staðan í hestaferðunum er persónu-
leg þjónusta við fjölskyldur og mjög
litla hópa sem vilja fara stutta túra,
einn og hálfan klukkutíma í mesta
lagi, og vera í friði á meðan,“ bætir
Mummi við. „En allir túrarnir hefjast
á örstuttri kennslu, sama hvort gest-
irnir segjast vera vanir eða ekki. Þeir
sem eru vanir fá þá aðeins tækifæri til
að kynnast hestinum sínum og þeir
sem eru óvanir fá grundvallarleið-
sögn. Það er fyrst og fremst öryggis-
ins vegna, það gengur ekki að hleypa
fólki á bak án þess að það viti hvernig
á að beygja eða stoppa hestinn,“ segja
mæðginin.
Byggt meðfram
bústörfum
Fyrsta skóflustungan að nýrri reiðhöll
í Hallkelsstaðahlíð var tekin í vor, 12.
maí, og gengur smíðin vel. „Miðað
við það að við erum að byggja þetta
sjálf með aðstoð vina og vandamanna
þá myndi ég segja að þetta rokgangi.
Pabbi er meistarinn að húsinu og það
er byggt meðfram öllum öðrum bú-
störfum,“ segir Mummi. „Það voru
langir dagar þegar bæði var heyskap-
ur og tamningar á fullu auk bygging-
arframkvæmda,“ bætir Sigrún við.
„En við höfum verið svo heppin að
njóta velvilja og góðrar aðstoðar hjá
vinum, fjölskyldu og sveitungum,
það er ómetanlegt,“ segja þau.
Þegar reiðhöllin verður risin er
stefnt að því að reisa tengibygg-
ingu milli hennar og hesthússins.
„Að sjálfsögðu vonum við að nýt-
ingin á reiðhöllinni verði sem best.
Við sjáum fyrir okkur að geta tam-
ið þarna allan ársins hring við bestu
mögulegu aðstæður, en líka halda
námskeið og sinna reiðkennslu,“
segja þau. „Síðan er von okkar að
fólk á svæðinu og allir sem vilja nýti
sér höllina, það er meira en velkom-
ið. Nóg er plássið. Um það bil 95%
af hestamönnum er hobbýfólk sem
stundar hestamennskuna eingöngu
ánægjunnar vegna. Þeim er að sjálf-
sögðu velkomið að koma hingað
með hrossin sín og fá að ríða út í
höllinni að vetrinum. Frábær aðstaða
er ekki aðeins fyrir þá sem ætla að
keppa í hestaíþróttum, hún á að nýt-
ast öllum,“ segir Mummi. „Við gæt-
um jafnvel boðið þeim sem ekki eiga
greiðan aðgang að hesthúsi að leigja
þeim pláss í húsunum okkar og hugs-
að um hestinn fyrir þá. Þeir gætu síð-
an komið á kvöldin eða um helgar og
farið á bak í reiðhöllinni,“ segir Sig-
rún. „Þá mun þetta gefa okkur kost
á mjög fjölbreyttu námskeiðahaldi
og höllin er það stór að hún verður
lögleg til próftöku í knapamerkjum,“
bætir hún við.
Stefnan sett á desember
Aðspurð segjast þau setja stefnuna
á að geta byrjað að þjálfa og temja
hross í nýju reiðhöllinni í desemb-
er. „Núna er verið að bíða veðurs til
að geta lokað höllinni. Það er næst-
um alltaf logn hér í Hnappadalnum
en ekki núna og þess vegna verðum
við að bíða róleg,“ segir Sigrún létt
í bragði. „Ef allt gengur eftir ættum
við að geta byrjað að nota höllina í
desember,“ segir Mummi en bætir
því við að þau vilji vanda til verka og
muni því ekki keppast að því að halda
einhverri tímaáætlun. „Það gildir
það sama í þessu og í tamningunum
og öllu öðru. Ef maður vandar sig í
grunninn þá verður eftirleikurinn
auðveldur. Auðvitað getum við ekki
beðið eftir að ljúka framkvæmdum
og komast inn í reiðhöllina, en við
viljum gera þetta vel,“ segir Sigrún.
„Allt saman snýst þetta um að skapa
okkur atvinnu til að geta búið hér. Ég
og Brá kærastan mín viljum gjarnan
búa hér til framtíðar, eins og mamma
og pabbi, en þá liggur fyrir að við
þurfum öll að hafa einhverja atvinnu.
Vonandi verður þetta meira en nóg
fyrir okkur og best væri ef þetta gæti
skapað enn fleirum hér í sveitin at-
vinnu og stutt við frekari uppbygg-
ingu á svæðinu,“ segir Mummi. „Við
erum öll í sama liðinu og viljum sjá
sveitina blómstra,“ segja Sigrún og
Mummi að endingu.
kgk
Mikil uppbygging í Hallkelsstaðahlíð
um þessar mundir
Reiðhöll í byggingu og stefnt að því að reisa tvö sumarhús
Skúli Lárus Skúlason, Sigrún Ólafsdóttir og Guðmundur Margeir Skúlason, ábúendur í Hallkelsstaðahlíð, ásamt þeim Hrann-
ari Magnússyni og Aðalsteini Maroni Árnasyni, sem unnu með þeim við smíði reiðhallarinnar þegar blaðamann bar að garði.
Guðmundur ásamt Brá Atladóttur, kærustu sinni, í Vörðufellsrétt á Skógarströnd.
Ljósm. úr safni Sigrúnar Ólafsdóttur.
Sigrún tók fyrstu skóflustunguna að nýju reiðhöllinni 12. maí
síðastliðinn. Ljósm. úr safni Sigrúnar Ólafsdóttur.
Skúli mundar sögina.
Þar sem blaðamaður ók afleggjarann heim að Hallkels-
staðahlíð mætti honum stóð marga fallegra hrossa. Stóðst
hann ekki mátið að taka mynd af einu þeirra.
Síðustu þaksperrurnar komnar á sinn stað.