Skessuhorn - 01.11.2017, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 23
Viðhorf almennings til lífrænna
matvæla eru æði misjöfn og
oft byggð á misskilningi. Marg-
ir halda að hinn lífræni lífsstíll
gangi út á það að borða baunir
og grænmeti, aðrir halda að líf-
rænt sé sykurlaust og enn aðr-
ir standa í þeirri meiningu að líf-
rænt sé nýleg tískubylgja sem
erfitt sé að tileinka sér.
En út á hvað gengur þá lifrænn
lífsstíll ef það eru ekki þessir
þættir?
Upphafið af lífrænum lífsstíl má
rekja til aldamótanna 1900 sem
andsvar við þeim breytingum
sem urðu á landbúnaði í kjölfar
fyrstu iðnbyltingarinnar. Strax í
upphafi hennar sáu nokkrir hug-
sjónamenn fyrir hvert stefndi og
í framhaldi var búin til umgjörð
um gömlu gildin sem í dag kall-
ast lífræn ræktun. Með seinni iðn-
byltingunni í kringum 1960 verð-
ur lífræn ræktun enn fastmótaðra
hugtak því á þeim tímapunkti
þurftu margir ræktendur og
framleiðendur að velja hvaða leið
þeir vildu fara þ.e. magnfram-
leiðsla með sínum vanköntum
eða gamla hefðbunda aðferðin
að viðbættum tækninýjungum.
Flestir völdu magn framleiðsluna
því hún var talin gefa meira af sér
fjárhagslega. Í framhaldinu hefur
sú aðferð orðið „hefðbundin aðferð“
í huga fólks.
Lífræn ræktun er því engin ný-
lunda heldur eru þetta aldagamlar
aðferðir sem hafa fengið nýtt nafn til
að geta aðgreint sig frá þeim breyt-
ingum sem hafa átt sér stað síðast-
liðin 60-70 ár.
En hvaða breytingar eru þetta?
Jú, helstu breytingar má rekja til eit-
urefna- og áburðarnotkunar. Svo
ber að nefna GMO eða erfabreytt
matvæli. Eiturefnanotkun í nútíma
ræktun felst í notkun á skordýra-,
illgresis- og sveppaeitri en þessi
efni m.a. safnast upp í matvælum
og berast í okkur þegar við neyt-
um þeirra. Rannsóknir Dana á þvagi
barna og fullorna hafa sýnt fram á
leifar af þessum efnum séu til stað-
ar þegar neytt er ólífrænna mat-
væla. Eitur er engum gott að inn-
byrða sama hversu skammtarnir eru
litlir. En eitrið stoppar ekki hjá okkur
því þvagið fer svo í sjóinn þar sem
uppsöfnun eiturefna heldur áfram
og því er spurningin hversu lengi
hafið geti tekið við. Varðandi erfða-
breytt matvæl þá er verið að blanda
saman ólíkum þáttum. Sem dæmi
má nefna er eiturefnið Round-up
innræktað í maís sem veldur því
að maísplantan þolir eitrið á með-
an aðrar plöntur drepast. Round-up
er talið skemma miðtaugakerfi ein-
staklinga í uppvexti og hafa sum-
ar þjóðir bannað þetta eitur, m.a.
Danir. Annað dæmi um erfðabreyt-
ingu er tómatplanta sem hefur ver-
ið erfðabreytt með fiskipróteini sem
gefur henni þann eiginleika að þola
kulda betur. Reglur um innihalds-
lýsingu ná ekki yfir erfðabreytt mat-
væli og fólk hefur því í raun og veru
ekki hugmynd um hvað matvar-
an inniheldur.
Út frá þessum staðreyndum er
það nokkuð ljóst að lífrænn lífs-
stíll felst m.a. í því að lifa í sátt og
samlyndi við náttúruna, nýta ekki
landið meira en það þolir, stunda
sjálfbæra ræktun/skiptirækt-
un og passa upp á að auðlindir
okkar spillist ekki af skammtíma
gróðahugsjónum.
Ef þetta er tekið saman þá fel-
ur lífræn ræktun m.a. í sér:
Ræktun án eiturefna eins •
og skordýra-, illgresis- og
sveppaeiturs
Ræktun án tilbúins áburðar•
Ræktun án erfabreytinga •
GMO
Matvæli framleidd án ónátt-•
úrulegra aukaefna
Dýravelferð, m.a. náttúru-•
legt fóður og án hormóna
og sýklalyfja
Hérlendis byggist lífræn rækt-
un upp með frumkvöðlinum
Sesselju Hreindísi Sigmunds-
dóttur sem stofnaði Sólheima í
Grímsnesi. Hún kynntist kenn-
ingum hugsjónamannsins Ru-
dolfs Steiner á námsárum sín-
um úti í Þýskalandi í kringum
1930. Hennar framlag til lífrænn-
ar ræktunar á Íslandi verður seint
metið til fjár, en Sólheimar hafa
frá upphafi verið leiðandi í rækt-
un og framleiðslu á lífrænum
matvælum á Íslandi.
Veljum lífrænt umhverfinu
okkar til heilla.
Kveðja, Kaja
Frumkvöðladagur SSV verður haldinn í
Hriflu í Háskólanum á Bifröst miðvikudaginn
8. nóvember nk. Dagskrá hefst kl.14.00.
Dagskrá
Ávarp Vilhjálms Egilssonar, rektors Háskólans á Bifröst
Úthlutað verður styrkjum til nýsköpunar og atvinnuþró-
unar úr Uppbyggingarsjóði SSV
Viðar Reynisson hjá Náttskugga (Ljótu kartöflurnar)
ásamt frumkvöðlum af Vesturlandi verða með erindi um
starfsemi frumkvöðla
Afhending frumkvöðlaverðlauna SSV 2017
Að lokinni dagskrá verður boðið upp á
veitingar á Hótel Bifröst. Allir velkomnir.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Frumkvöðladagur SSV 2017
Hunda- og kattaeigendur athugið
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Laugardaginn 4. nóvember næstkomandi verður seinni hunda- og
kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla
slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti
nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa
dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Gunnar Gauti Gunnarsson
dýralæknir annast hreinsunina. Hundahreinsun verður frá
kl. 9:00-12:00 og kattahreinsun verður frá kl. 13:00-15:30.
Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar
(ath. að greiða þarf með peningum):
Bólusetningu við Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og •
hundafári, verð kr. 3.000.
Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 4.500.•
Perlutex ófrjósemistöflur fyrir hunda og ketti, verð kr. 1.500.•
Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 3.000.•
Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra
nálgast skráningargögn á staðnum. Dýraeigendur hunda og katta
eru hvattir til að kynna sér samþykktir um hunda- og kattahald
á Akranesi á vef Akraneskaupstaðar.
Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í
síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230.
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Að afloknum alþingiskosning-
um vil ég nota tækifærið og
þakka öllum þeim sem veittu
mér stuðning með atkvæði
sínu á laugardag.
Í aðdraganda kosninganna ræddi ég á
ferðum mínum við fjölmargt fólk, rifjaði upp
gömul kynni og hitti aðra sem ég hef ekki
áður rætt við. Allt var þetta mjög gefandi og
gagnlegt í þeim verkefnum sem okkur hefur verið trúað fyrir.
Þá vil ég ekki síður þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg með
mikilli vinnu og skipulagningu, bæði fyrir kosningar og á kjördag.
Framundan eru krefjandi verkefni á þingi og spennandi upp-
byggingarstarf okkar félaga um allt kjördæmið. Til þess að vel
takist til, þá þarf að rækta gott samband við kjörna fulltrúa á Alþingi.
Ég beini því til íbúa kjördæmisins að hika ekki við að hafa
samband, annað hvort símleiðis eða með skeyti.
Með kveðju og bestu framtíðaróskum,
Guðjón S. Brjánsson
6. þingmaður NV-kjördæmis
Sími: 8974661
Netfang: gudjonb@althingi.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Takk fyrir stuðninginn!
Við nýkjörnir þingmenn Miðflokksins þökkum fyrir
þann mikla stuðning sem kjósendur veittu okkur á
laugardaginn.
Við ætlum að standa okkur - fyrir kjördæmið -
fyrir landið allt - fyrir ykkur!
Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson
Lífrænt vottað
hollt eða hollara
Heilsuhorn Kaju