Skessuhorn


Skessuhorn - 01.11.2017, Page 24

Skessuhorn - 01.11.2017, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 201724 Vökudagar standa nú yfir á Akranesi. Að sögn Ellu Maríu Gunn- arsdóttur, forstöðumanns menningar- og safnamála á Akranesi, hefur hátíðin gengið ljómandi vel fyrir sig fram að þessu. „Gott rennirí af fólki hefur verið á flesta viðburði og margir hverjir ver- ið einstaklega vel sóttir. Við erum mjög ánægð með hátíðina í ár og þátttöku fólks.Við viljum minna á að sýningar verða opnar út sunnudaginn og hvetjum við alla að nýta tækifærið og skoða þær, en um er að ræða mjög flottar sýningar,“ segir Ella María. arg/ Ljósm. Kolbrún Ingvarsdóttir (nema annað sé tekið fram) Dagskrá Vökudaga á Akranesi fjölbreytt og vel sótt fram að þessu Barnamenningarhátíð var formlega sett þegar nemendur 6. bekk grunnskólanna sunnan Skarðsheiðar stigu dans á bílastæðunum framan við Bókasafn Akraness undir stjórn Jóhönnu Árnadóttur danskennara. Ljósm. arg. Á miðvikudagskvöldið héldu fjórir organistar upptakt í Akranes- kirkju að menningarhátíðinni Vökudögum. Nistarnir á loftinu, var vinnuheiti organistanna Arnórs Vilbergssonar, Jóns Bjarnasonar, Sveins Arnars Sæmundssonar og Viðars Guðmundssonar. Hér spila þeir átthent á píanó. Klifurfélag Akraness bauð foreldrum barna í klifri að kynnast íþróttinni af eigin raun. Hér taka nokkur hraustmenni á því. Ljósmyndafélagið Vitinn opnaði sýningu á völdum myndum félags- manna á fimmtudagskvöldið í fyrrum húsnæði Hljómsýnar við Stillholt 23. Hér er svipmynd frá opnun sýningarinnar. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir óperusöngvari hélt tónleika á sunnu- daginn í anddyri Tónlistarskólans og flutti þar íslensk sönglög. Um undirleik sá Birgir Þórisson. Á spjalli við opnun ljósmyndasýningar Vitans. Vökudagar voru formlega settir við athöfn í Lesbókinni síðdegis á fimmtudag. Þar var meðal annars Guðbjörg Árnadóttir út- nefnd bæjarlistamaður Akraness 2017. Þá var lesið upp úr bók Baska, Akranes heima við hafið, áður en haldið var í klukkutíma bókmenntagöngu um Skagann. Dagskránni lauk á sama stað með tónlistarflutningi. Bryndís Siemsen hélt á laugardaginn námskeið í stafaþrykki fyrir börn í Bókasafni Akraness. Hér kennir hún réttu handtökin. Í Samsteypunni í húsnæði gömlu Sementsverksmiðjunnar, hafa nokkrir listamenn að undanförnu unnið að listsköpun sinni. Nú styttist í veru þeirra þar og af því tilefni býður Gyða L. Jónsdóttir Wells, fráfarandi bæjarlistamaður, fimmtíu prósenta afslátt af sinni framleiðslu. Tinna Royal sýnir nú verk sín á Lesbókinni Café við Akratorg. Frá opnunarhátíð Vökudaga í Lesbókinni. Á veggnum má sjá nokkur verka Tinnu Royal.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.