Skessuhorn - 01.11.2017, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 25
Hrekkjavaka hefur verið að ryðja sér
til rúms á Íslandi undanfarin ár en
margir þekkja hátíðina úr amerískum
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Í Borgarnesi er hrekkjavaka komin
til að vera en undanfarin ár hafa fyr-
irtæki og grunnskólar í Borgarbyggð
tekið þátt í hátíðinni en að þessu sinni
á að virkja íbúa. Allir eru hvattir til að
skreyta og vera tilbúnir með nammi
því börnin ætla að taka svokallaða
„grikk eða gott“ göngu í heimahús
þriðjudaginn 31. október, á milli
klukkan 18 og 20 og biðja um sæl-
gæti. Íbúar sem vilja vera með og taka
á móti börnunum eru hvattir til að
setja skraut eða miða á hurðina sína
og vera tilbúnir með góðgæti fyrir
börnin þegar bankað verður uppá.
Í Grundarfirði á einnig að halda
hrekkjavöku hátíðlega en þar sem
rigningu er spáð á sjálfan hrekkja-
vökudaginn, 31. október, var ákveðið
að „grikk eða gott“ ganga barnanna
yrði farin á miðvikudeginum, 1.
nóvember, á milli klukkan 18 og 20.
Þar eru íbúar hvattir til að setja kerti
út og hengja blöðru eða poka á úti-
dyrnar ef þeir vilja taka á móti börn-
unum. „Hrekkjavaka er fyrir alla,
óháð aldri, eina skilyrðið er að vera
í búningi og hafa poka undir góðgæt-
ið,“ segir í tilkynningu um hátíðina.
Á Akranesi var hrekkjavaka haldin
í Skógarhverfinu á Akranesi síðast-
liðinn föstudag. Biðlað var til þeirra
sem vildu fá börn í heimsókn til að
merkja útidyrahurðir með tilheyr-
andi skrauti. Meðfylgjandi myndir
voru teknar á Akranesi síðastliðinn
föstudag.
arg/ Ljósm. ki.
LEKTOR Í BÚVÍSINDUM
TVÆR STÖÐUR
STARF LEKTORS Í BÚVÍSINDUM I
Laust er til umsóknar 100% starf lektors í búvísindum
-
skyldur sem lúta að rannsóknum, kennslu og stjórnun
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum er algjört skilyrði
og ætlast er til að umsækjandi sýni fram á þessa færni
í umsóknarferlinu.
Doktorspróf í búvísindum, dýralækningum eða skyldum
greinum.
Góð grunnþekking og reynsla af rannsóknum á líffræði
eða ræktun búfjár.
Þekking á landbúnaði á norðlægum slóðum er æskileg.
Reynsla af rannsóknum á sviði kynbótafræði eða atferlis
og aðbúnaðar búfjár er kostur.
Reynsla og þekking á virðisaukningu landbúnaðarafurða
í gegnum nýsköpun er kostur.
Reynsla af kennslu og geta og vilji til þess að þróa nýjar
aðferðir til þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu.
Stjórnunarreynsla og íslenskukunnátta er æskileg.
STARF LEKTORS Í BÚVÍSINDUM II
Laust er til umsóknar 100% starf lektors í búvísindum
sóknum og kennslu með áherslu á sjálfbærni í land-
búnaði en einnig að stjórnun. Fræðasvið sem til greina
koma eru t.d. líffræði eða lífeðlisfræði plantna og dýra,
búvísindi (búfjárrækt/jarðrækt), landbúnaðarvistfræði,
landbúnaðarhagfræði og landbúnaðarverkfræði.
Fleiri fræðasvið koma þó til greina.
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
er algjört skilyrði og ætlast er til að umsækjandi sýni
fram á þessa færni í umsóknarferlinu.
Doktorspróf í búvísindum eða skyldum greinum.
Góð grunnþekking og reynsla af rannsóknum á sjálfbærum
landbúnaði.
Þekking á landbúnaði á norðlægum slóðum er æskileg.
Reynsla af nýsköpun í landbúnaði er kostur.
Reynsla af kennslu og geta og vilji til þess að þróa nýjar
aðferðir til þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu.
Stjórnunarreynsla og íslenskukunnátta er æskileg.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM BÁÐAR STÖÐUR
ER AÐ FINNA Á LBHI.IS
Umsóknarfrestur er til 27. nóvember 2017.
Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands
b/t Arna Garðarsdóttir Ásgarði – 311 Hvanneyri
eða í tölvupósti arnag@lbhi.is.
gróska, virðing, viska.
Hrekkjavakan hefur verið hald-
in hátíðleg í Ameríku um áratuga-
skeið og er þessi siður alltaf að fær-
ast í aukana hérna á Íslandi. Víða
má skjá útskorin grasker við úti-
dyr og hryllilega skreytt hús enda
felst hrekkjavakan í því að hræða og
vekja óhug. Það vakti athygli frétta-
ritara er hann sá fólksbíl á hliðinni í
einni innkeyrslunni í Grundarfirði
á laugardaginn. Þegar betur var
að gáð var þarna á ferðinni hrekk-
javökuskreyting, eða gjörningur. Þá
hafði bílhræi verið komið fyrir og
brúðu undir eins og sjá má á mynd-
inni. tfk
Hrekkjavökugjörningur
vakti athygli
Hrekkjavaka að ryðja sér til rúms