Skessuhorn - 06.12.2017, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 20172
Vetur konungur er hingað kominn og hef-
ur gert norðurhvel jarðar að konungsríki
sínu. Veður og vindar lúta nú vilja hans og
búast má við frosti og kulda næstu daga.
Sá er þetta ritar er annáluð kuldaskræfa og
beinir því þess vegna til lesenda að klæða
sig vel á næstunni.
Það verður víða norðanátt, 10-18 m/s á
morgun, fimmtudag en 18-23 m/s á suð-
austurhorninu. Lægir eftir því sem líður á
daginn, fyrst um landið vestanvert. Él fyr-
ir austan en bjartviðri á Suður- og Vestur-
landi. Talsvert frost. Hæg breytileg átt og
víða léttskýjað á föstudag, en norðvestan
strekkingur og él fyrir austan. Kalt í veðri.
Vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri
og rigningu á Suður- og Vesturlandi á laug-
ardag. Bjartviðri og talsvert frost annars
staðar. Austlæg átt og rigning eða slydda
með köflum á sunnudag, en að mestu
þurrt fyrir norðan. Hiti nálægt frostmarki
en frost 2 til 7 stig inn til landsins norðan
heiða. Á mánudag er útlit fyrir norðaust-
anátt með éljum við norður- og austur-
strönd landsins, en yfirleitt léttskýjað syðra.
Frost 3 til 8 stig.
„Er jólabaksturinn hafinn á þínu heimili?“
var spurt á vef Skessuhorns í vikunni. „Nei,
en hefst innan tíðar“ var algengasta svar-
ið, en 32% þátttakenda völdu þann mögu-
leika. „Það verður ekkert bakað“ sögðu
næstflestir, 25% og „já, nýbyrjaður“ sögðu
örlítið færri, 24%. „Já, fyrir löngu“ og „Nei,
langt í hann“ fengu 10% atkvæða hvor
svarmöguleiki.
Í næstu viku er spurt: „Ferð þú til kirkju
á aðventunni eða á jólum?“
Hjónin Sesselja Jóna Helgadóttir og Hörð-
ur Jóhannesson á Akranesi eiga króndem-
antsbrúðkaup í dag, en þau hafa verið gift
í 65 ár. Geri aðrir betur! Þau eru Vestlend-
ingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar
síðastliðinn fimmtudag var samþykkt
að ganga til viðræðna við Ragn-
ar Frank Kristjánsson um að taka
við stöðu sviðsstjóra umhverfis- og
skipulagssviðs sveitarfélagsins. Tíu
sóttu um starfið og var ráðgjafi frá
Intellecta sem stýrði viðtölum við þá
tvo sem metnir voru hæfastir. Byggð-
arráð var samdóma í niðurstöðu
sinni. Ragnar Frank hefur um ára-
bil starfað sem lektor við Umhverfis-
og auðlindadeild LbhÍ á Hvanneyri.
Hann er jafnframt fulltrúi VG í sveit-
arstjórn Borgarbyggðar og mun nú
víkja sæti í sveitarstjórn og varamað-
ur taka sæti hans þar. Fyrsti varamað-
ur er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
en annar varamaður er Halldóra Lóa
Þorvaldsdóttir. Halldóra Lóa sagði í
samtali við Skessuhorn að ekki liggi
fyrir á þessari stundu hvor þeirra
taki sæti í sveitarstjórn eða hvort þær
skipti með sér verkum.
Fleiri breytinga er að vænta á um-
hverfis- og skipulagssviði. Stutt er
í að ráðið verði í starf byggingafull-
trúa, en umsóknarfrestur um það
starf rann út fyrr í vikunni. Þá hefur
verið ráðinn starfsmaður í tímabund-
ið starf til nokkurra mánaða og verð-
ur verkefni hans að yfirfara og leið-
rétta skráningar fasteigna í sveitarfé-
laginu. mm
Ragnar Frank ráðinn sviðsstjóri og víkur úr sveitarstjórn
Ragnar
Frank
Kristjánsson
tekur við
starfi sviðs-
stjóra en
víkur sæti úr
sveitarstjórn
á sama tíma.
Á aðalfundum í hestamannafélög-
unum Skugga í Borgarnesi og Faxa
í Borgarfirði, sem haldnir voru sam-
tímis síðastliðið fimmtudagskvöld,
var samþykkt með yfirgnæfandi fjölda
atkvæða að stofna nýtt hestamanna-
félag og leggja gömlu félögin nið-
ur. Hjá Faxa fór atkvæðagreiðsla um
sameininguna þannig að 28 greiddu
atkvæði með tillögu sameiningar-
nefndar og fimm voru á móti. Hjá
Skugga fór atkvæðagreiðsla þann-
ig að 52 voru fylgjandi sameiningu,
tíu voru á móti og tveir tóku ekki
afstöðu. Framhald málsins verður
þannig að bæði félög skipa tvo full-
trúa í nefnd til að vinna að undirbún-
ingi stofnunar nýs hestamannafélags
og Ungmennasamband Borgarfjarð-
ar tilnefnir oddamann. Gert er ráð
fyrir að stofnfundur nýs félags geti
farið fram í byrjun næsta árs.
Undanfarin misseri hefur verið
unnið að undirbúningi málsins og
skipuðu bæði félögin fimm fulltrúa
í nefnd sem hafði það hlutverk að
vinna tillögu um hugsanlega sam-
einingu. Nefndin tók til starfa eftir
aðalfundi félaganna beggja. Það var
tillaga nefndarinnar að kosið yrði
samtímis í báðum félögum um sam-
einingu. Hestamannafélögin Faxi og
Skuggi eru svipuð að stærð, en um
280 félagar eru skráðir í Skugga og
270 í Faxa.
„Sameiningarnefndir félaganna
telja að töluverður vilji sé til staðar
meðal félagsmanna að sameina fé-
lögin á grundvelli þess að þar með
verði öflugra félag starfandi í Borg-
arfirðinum og komið sé þannig til
móts við kröfur um meiri samstöðu
og samtakamátt hestamanna á svæð-
inu. Stærra félag verði öflugra í innra
starfi og útávið á landsvísu. Vísa
nefndirnar til greinagerðar sem unn-
in hefur verið upp um sameiningu
félaganna, kosti þess og galla,“ segir í
tillögu sameiningarnefndar.
Lagði sameiningarnefndin jafn-
framt til að sameinað félag fái nýtt
nafn sem valið verði af félagsmönn-
um hins nýja félags. Ekki verði notast
við nöfnin Faxi eða Skuggi. mm
Samþykkt að sameina hestamanna-
félögin Skugga og Faxa
Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall
sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í
ferðaþjónustu. Tíu sérvalin sprotafyrirtæki fá
ár hvert tækifæri til að þróa áfram viðskipta-
hugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra
frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga
þeim að kostnaðarlausu.
Við leitum að verkefnum sem stuðla að
allan ársins hring og nýjum lausnum sem
styðja innviði ferðaþjónustunnar.
Hraðallinn hefst 15. janúar 2018
og fer fram í Reykjavík.
Nýsköpun í
ferðaþjónustu
Umsóknarfrestur
til 11.desember
Taktu næsta skref
með Startup Tourism
Startuptourism.is