Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 201730 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 93 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Spakmæli.“ Vinningshafi er Inga S Ingvarsdóttir, Kveldúlfsgötu 8, 310 Borgarnesi. Máls- háttur Amboð Skel Spyr Gaddur Fjöldi Sló Hestur Mynni Smálest Kelda Á skipi Fiskur Óleyfi Reiður Kveikur Bor Kjánar Vatns- ból Étandi Vagga Berg- mál Varmi Tók Sk.st. Hylur Slitnar Einkum Ávalur Vatna Óna Illgresi Hælir 5 Prútt Glöggur Tauta 1 Þátt- taka Gabbar 8 Fæddi Önugur Örn Kæpan Sléttur 3 500 Rúlluðu Selur Fljótur Saddar Magi Áhald Vein Afar For Líka Gljái Spil Rugga 6 Otar Sérhlj. Tónn Veisla Læti Röð Ánægð Viðmót Arður Erfiði Korn Fjötrar Auðug Haka Hryðja Rán Niður 2 Finnur leið Grip Kvað Rasar Makar Óreiða Botn- fletir Hópur Þar til Eiði Dvali Sóta 4 Gat Trjóna Tvíhlj. Sérhlj. Skjól Ver Leyfist Kantur Bleikja Frjó Friður Hátíð Kl..3 Klafi Elska Eyða Brall Trýni Martröð Grípa Ósk Stafur Spil Sefa Reipi Ferð Seður Lít Bindi Óttast Ætla 7 1 2 3 4 5 6 7 8 Æ F R A M T Í Ð A R Ú Ð A R T R O S M E L T A A U Ý B I L R Ó N F O R N A A L L A J A K A R P A S S T E M U R Ö L Á L Ó S P A U G M Á L I T A M Ó K A S U N U N S N I Ð U G Æ S T U R A R G K E R I Ð Á T T M E G I N Y S K L T U S L I G L Æ L J Á D Ý K R U M M A G D A S F Ó R M A U R Ó Ð U N S H I M I N N K R Ú N A H Á A R N A N Á A L A F Ú L P A N G L Æ R A F R Æ S Æ Ú Ð A R L A S R Á T G L I T Ó A R T S T A R A H Ú S N Æ Ð I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Einhvern tímann var þessum fyrriparti sleg- ið fram og óskað eftir botni: Hefur einhver ennþá gert allt svo mönnum líki? Indíana Sigmundsdóttir botnaði: Ég held það ekki opinbert í okkar smáa ríki. Ætli þetta eigi ekki allavega við í stjórnmál- unum og kannske víðar. Blessaðir útrásarvík- ingarnir okkar sem allir dáðust að fyrir nokkr- um árum eru nú orðið í hugum okkar eitthvað líkt og gamalt fyllirí sem okkur langar ekkert að muna en einhvern tímann orti Jón Ingvar: Meðan okkar þjóðarþing þarf að halda á lausnum enginn grætur auðkýfing, einan sér á hausnum. Eru ekki annars alltaf allir á hausnum hvort sem er? Annaðhvort í raun og veru eða þykjast vera það. Og ef menn verða fyrir því óláni að eignast peninga taka við eilífar áhyggjur um að tapa þeim aftur. Enda svo sem fjölmargir sem ekkert kunna með þá að fara frekar en önnur andleg og veraldleg verðmæti. Allavega orti Bjarni frá Gröf: Handa minni heimsku þjóð hamast ég við að yrkja ljóð en heldur er það hlálegt grín að henda perlum fyrir svín. Og svo önnur eftir Bjarna og þætti mér ekki ólíklegt að hann hafi haft þá merku stofnun Alþingi í huga við tilurðina: Flónskan verður meiri og meiri og minna viti alltaf sáð eftir því sem fleiri og fleiri fara saman heimskra ráð. Það ég best veit mun eftirfarandi vísa ort á tímum seinni heimsstyrjaldar og höfund- ur líklega Steinn Steinarr en hann og Guð- mundur Sigurðsson voru góðkunningjar og ortu reyndar ýmislegt saman eða sitt í hvoru lagi þannig að ekki var alltaf glöggt að greina milli: Kallio á kafi í snjó kalsaði nóg við Rússa þó, en þó bar hróið þrengstan skó þegar hann dó í Petsamo. Kyosti Kallio var forseti Finnlands á þess- um árum og hafði víst í nokkur horn að líta í samskiptum sínum við Rússa enda vissara að fara gætilega í kringum þá póla báða sem þá réðu hvað mestu. Eitt smáríki gat vel fuðrað upp í skammhlaupi þar á milli. Í Múla í Biskupstungum var eitt sinn statt allmargt fólk samtímis bæði gestir og heima- menn og lögðu fjórir í púkk til þessarar vísu. Sína hendinguna hver: Hér eru skáld og skipstjórar, skartmeyjar og ritstjórar, heyrnarsljóir heildsalar, heiðarlegir vegfarar. Eitt og annað gerist nú þar sem mörgu fólki slær saman. Sumt siðsamlegt en annað synd- samlegt eða svona sitt lítið af hvoru. Stundum verður fólki á að iðrast eftir syndina en þýð- ir það svosem nokkuð? Hvað veit maður um það? Ekkert man ég hver orti: Hví að binda hug við kross hel og lyndisundir fyrst að syndin færir oss flestar yndisstundir. Hjálmar Þorsteinsson á Hofi á Kjalarnesi var vel þekktur hagyrðingur á sinni tíð og til Ólínu Andrésdóttur gerði hann þessa: Hennar þýðu hyggjutún hlynir prýða ljósir. Upp á hlíðar efstu brún á hún víðirósir. Kaupfélag Borgfirðinga var um tíma ansi umsvifamikið fyrirtæki og hafði mikið um- leikis. Skal þó ekki dregið úr núverandi gæð- um þess þó umsvifin séu minni en voru. Ein- hvern tímann var á kaupfélagsfundi mikið rætt um hugsanleg útibú í dreifbýlinu og höfðu menn ýmsar skoðanir á málinu. Þá kvað Leif- ur í Hítardal: Útibú vilja flestir fá, finnst mér það að vonum. En eitt er það sem allir þrá að það sé hjá honum. Guðmundur Albertsson á Heggsstöðum bað eitt sinn Ólaf Andrésson að taka frá fyrir sig verkfæri og kvaðst mundu láta vita fljót- lega. Eftir nokkra daga fékk Ólafur svohljóð- andi bréf: Smergelrokk mig fýsir fá sem fyrir nokkru tókst þú frá honum stokk í stinga má og stíla af þokka nafn mitt á. Björn Pétursson var um tíma skrifstofu- maður hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness og sendi þá Kaupfélagi Borgfirðinga svohljóðandi víxiltilkynningu: Á skrýtnum stað á Skagakrók skaust upp víxilblað. Áttu ekki á bankabók svo borgað getir það? Guðmundur Sigurjónsson frá Valbjarnar- völlum svaraði fyrir hönd Kaupfélagsins: Í vanda og neyð ég víxil tók, verð hann nú að greiða. Mína kæru bankabók á blóðvöll skal því leiða. Oft verður okkur á að velta fyrir okkur verðhlutföllum á vörunni. Einu sinni þótti það nokkur eign að eiga eins og gripsverð til- tækt en ekki víst að öllum þyki það nú orðið. Man að við vinur minn vorum einhvern tím- ann að velta fyrir okkur að þá kostuðu keðjur undir dráttarvél kýrverð og startari í Ferguson dráttarvél eins og tvær kýr. Jón S. Bergmann yrkir um verðlagningu á hinu og þessu: Dýrtíðin var mjög til meins, margan snauðan gerði, en manngildið er ávallt eins undurlágt í verði. Betri manna bættust kjör borgum í og dölum, ef að væri vit og smjör virt með sömu tölum. Jón Bergmann var náttúrlega snillingur og fara ekki allir í sparigallann hans en einhvern tímann varð þessi til hjá óþekktum höfundi: Því er hnípinn þanki minn og þorir ekki að múðra, að á mig spilar andskotinn alíegro með lúðra. Það er greinilegt að höfundur lokavísunnar hefur ekki haft skaðvænlega mikið álit á kveð- skap sínum en trúlega verið slæmur í skrokkn- um: Gigt ófétið tók mér tak. Tólin lagði fjögur. Yrki ég fyrir aftan bak, allar mínar bögur. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson, Hrísum, 320 Reykholt. S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Yrki ég fyrir aftan bak - allar mínar bögur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.