Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 20182 indum fyrir mánaðamótin næstu. Auk þess kynnir ráðuneytið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um töku þangs úr Breiðafirði til næstu fimm ára. Ráðherra hefur valdheimild til að takmarka þangslátt úr firðin- um með stjórnun á viðmiðunarafla einstakra móttökustöðva, en engin ákvörðun hefur verið tekin um slíka leyfisbindingu, þrátt fyrir útgáfu reglugerðarinnar. Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að heildartekja klóþangs í Breiðafirði árin 2018 - 2022, fari ekki yfir 40 þúsund tonn á ári. Uppskeran hefur frá 1980 oftast verið á bilinu 10 - 18 þúsund tonn á ári og nær eingönu verið á vegum Þörungaverksmiðj- unnar á Reykhólum. Nú hyggjast fleiri sækja í þessa auðlind. Sam- kvæmt ráðgjöf sinni gerir Hafrann- sóknastofnun ráð fyrir að hægt verði að tvöfalda það magn sem sótt verð- ur í fjörðinn. Samkvæmt reglugerð- inni er það Fiskistofa sem verður að gefa út leyfi til þangskurðar til skipa eða pramma en aðgangur að net- lögum sjávarjarða til sláttar á þangi fer samkvæmt samkomulagi við ábúendur eða landeigendur hverju sinni. „Stofnstærðarmat, framkvæmt í Breiðafirði, bendir til að um 1,37 milljón tonn af klóþangi sé í firðin- um. Í ljósi varúðarsjónarmiða mið- ast ráðgjöf við 3% af því mati. Verði þangtekja samkvæmt þessu mun það leiða til um það bil tvöföldunar á magni klóþangs sem tekið er árlega úr Breiðafirði. Þetta nýtingarhlut- fall er þó mun lægra en miðað er við í Kanada, enda er vöxtur klóþangs hægari hér við land. Síðan 1975 hef- ur klóþangs eingöngu verið aflað í Breiðafirði,“ segir í kynningu Hafró á ráðgjöf um þangslátt í firðinum. mm Samgöngumál á Vesturlandi hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Boðað er til opins fundar um málin á Akranesi í kvöld, miðvikudag- inn 24. janúar, þar sem gestum gefst kostur á að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri. Samgönguráðherra mun sitja fundinn sem hefst í Tón- bergi kl. 18:00. Minnkandi norðanátt og víða létt- skýjað sunnan lands og á Vesturlandi á morgun, fimmtudag. Stöku él fyr- ir norðan og austan. Kólnandi veður. Á föstudag spáir suðaustan- og aust- an 8-15 m/s og dálítilli snjókomu á Suður- og Vesturlandi í fyrstu, en síð- an slyddu eða rigningu. Skýjað og þurrt annars staðar á landinu. Frost 0 til 12 stig, kaldast á norðausturhorni landsins en hlánar við suðurströnd- ina. Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu á Suðaustur- og Austurlandi á laugardag. Úrkomulít- ið í öðrum landshlutum. Hiti nálægt frostmarki. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir suðvestlæga eða breyti- lega átt með úrkomu í flestum lands- hlutum. Hiti um og undir frostmarki. „Borðar þú sælgæti að staðaldri?“ er spurningin sem lesendum Skessu- horns gefst kostur á að svara á vefn- um í næstu viku. Bjarnheiður Hallsdóttir á Akranesi er ötull talsmaður bættra samgangna og hefur safnað undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að laga Vesturlandsveg um Kjalarnes. Hún er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Íbúafundi frestað DALIR: Íbúafundi sem boð- að hafði verið til í Dalabúð í Búðardal í kvöld, miðviku- daginn 24. janúar, hefur ver- ið frestað vegna slæmrar veð- urspár. „Að höfðu samráði við veðurfræðing á Veður- stofu Íslands hefur verið tek- in ákvörðun um að fresta íbúa- fundinum,“ segir í tilkynn- ingu frá Dalabyggð. Á fund- inum var áformað að kynna fjárhagsáætlun sveitarfélags- ins fyrir árin 2018 til 2021 og ljósleiðaraverkefni sveitar- félagsins. Auk þess tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitar- félagsins. Undir þeim lið var ætlunin að lýsa á áformum um vindorkugarð í landi Hróð- nýjarstaða í Laxárdal, en einn- ig ræða lóðamál og gagnaver, áður en opnað yrði fyrir fyrir- spurnir úr sal. Stefnt er að því að halda fundinn seinni part- inn í næstu viku. Nánari dag- og tímasetning verður auglýst síðar, að því er fram kemur í tilkynningu Dalabyggðar. kgk/ Ljósm. sm. ÍA semur við bandarískan markvörð AKRANES: Bandaríski mark- vörðurinn Tori Ornela hefur skrifað undir samning við ÍA og mun leika með liðinu í 1. deild kvenna næsta sumar. Tori er 25 ára gömul og lék með Haukum í Pepsi deildinni síð- asta sumar. Á vef knattspyrnu- félagsins segir að ljóst hafi verið, eftir að Katrín María Óskarsdóttir ákvað að taka sér frí frá knattspyrnu, að lið- ið þyrfti á markverði að halda. Munu þær Tori og María Mist Guðmundsdóttir skipa mark- mannsteymi liðsins á komandi sumri. „Ég er spennt að koma aftur til Íslands og þakklát að halda áfram knattspyrnu- ferlinum. Ég hlakka til kom- andi tímabils og er staðráðin í að bæta mig sem leikmaður,“ segir Tori. Helena Ólafsdótt- ir, þjálfari liðsins, fagnar komu Tori til ÍA. „Við erum gríðar- lega ánægðar að fá Tori í okk- ar raðir. Hún er hávaxin og reynslumikil og getur styrkt bæði markmannsteymið og liðið,“ segir Helena. -kgk Kaupendur að Laugum DALIR: Í tengslum við frétt okkar í liðinni viku um að samið hafi verið um sölu á Laugum í Sælingsdal er vert að taka fram að það er fyrir- tækið Arnarlón ehf sem mun kaupa eignirnar. Þetta stað- festir Sveinn Pálsson, sveitar- stjóri í Dalabyggð í samtali við Skessuhorn. Kaupverð er 460 milljónir króna. -arg Þorrablót Skagamanna fór fram síð- astliðið laugardagskvöld í Íþrótta- húsinu við Vesturgötu. Prýðileg þátttaka var á blótinu, fullsetið í salnum og gestir skemmtu sér með ágætum. Blótið var sem fyrr haldið af Club 71 en íþróttafélög og Björg- unarfélag Akraness sáu um vinnu á skemmtuninni og njóta afraksturs- ins í hlutfalli við vinnuframlag. Um matinn sá veitastaðurinn Galito. Fréttaannáll ársins var að þessu sinni í höndum árgangs 1977. Hefð er fyrir því að að á blótinu séu kynnt úrslit í kjöri á Skaga- manni ársins en það er bæjarstjórn sem velur hann hverju sinni. Að þessu sinni var það Sigurður Elv- ar Þórólfsson, stofnandi og ritstjóri Skagafrétta, sem er þess heiðurs aðnjótandi. Sigurður Elvar starf- ar sem kynningarfulltrúi Golf- sambands Íslands en hefur í þrjú ár haldið úti síðunni Skagafréttum þar sem sagðar eru jákvæðar fréttir af mannlífi á Akranesi. Send kveðja Bogi Sigurðsson íbúi á Akranesi vildi senda Skagamanni ársins eftir- farandi kveðju: Sigurður Elvar sómakær sínum brosir glaður. Hamingjuóskir allar fær ársins Skagamaður. mm/ Ljósm. Gunnhildur Lind Hansdóttir. Fjölmenni á Skagablóti Sigurður Elvar Þórólfsson ritstjóri Skagafrétta er Skagamaður ársins Sigurður Elvar Þórólfsson er Skagamaður ársins 2017. Hér er hann ásamt Ólafi Adolfssyni formanni bæjarráðs. Fiðlusveitin spilaði fyrir gesti. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið kynnir um þessar mund- ir endurskoðaða reglugerð um öfl- un sjávargróðurs í atvinnuskyni sem Kristján Þór Júlíusson ráðherra undirritaði 8. janúar síðastliðinn og stefnt er að birtingu á í Stjórnartíð- Lagt til að þangskurður verði að hámarki 40 þúsund tonn Mánudaginn 29. janúar næst- komandi verður Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára. Þá verða 90 ár liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs hér á landi. Verður þessum áfanga fagnað með marg- víslegum hætti á afmælisárinu. Að kvöldi sjálfs afmælisdagsins er fyr- irhugað að haldin verði veisla hjá öllum einingum félagsins og björg- unarsveitarfólki boðið upp á köku í boði félagsins. Stjórn og starfsfólk Landsbjargar hvetur alla félags- menn sína til að taka þátt í dag- skránni og fagna saman. Klukk- an 21:00 um kvöldið verður skot- ið upp hvítu svifblysi frá björgunar- sveitarhúsum um land allt. mm Níutíu ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.