Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 201814 Á ferð blaðamanns um Lundar- reykjadal í Borgarfirði í vetrarblíð- unni í síðustu viku var komið við hjá Óskari Halldórssyni bónda á Krossi. Óskar er fæddur og uppalinn í sveit- inni en hefur á seinni árum dregið úr búskap enda kominn á löggilding- araldur, eins og það er kallað. Hann heldur ríflega hundrað kindur á húsi auk þess að eiga nokkur hross. Þeg- ar blaðamann bar að garði var Ósk- ar að gefa útiganginum. Vel er búið að hrossunum. Í tveimur litlum bröggum geta þau leitað skjóls und- an veðrum og þar komast þau í salt- aða síld að auki. Óskar gefur þeim síðan óáborið hey, hefur ekki keypt útlendan áburð í mörg ár og kveðst eingöngu gefa bæði hrossunum og fénu hey af óábornu. Engan fóður- bætir kaupir hann heldur en kveðst þrátt fyrir þetta fá ágæta meðal- vigt og að jafnaði tvö lömb eftir hverja kind. Hann kveðst ekki hafa átt dráttarvél í mörg ár en Eygló Hulda dóttir hans keypti notaða vél frá Englandi á síðasta ári sem Óskar nýtir í bústörfin. Hann á hins vegar átt liðlétting sem hann notar til að koma heyrúllum til skepnanna. „Ég læt slá fyrir mig túnin og hirða, það kemur betur út fyrir mig heldur en þurfa að kaupa og halda við tækjum og vélum fyrir svona lítinn búrekst- ur,“ segir Óskar. Della fyrir mislitu En bóndinn á Krossi hefur eina dellu sem aðskilur hann frá flestum öðrum bændum. Hann er með dellu fyrir mislitu fé. Hann kveðst alla tíð haft ánægju af að halda mislitt fé og sem fjölbreyttast, en viðurkennir að þetta sé della sem hafi ekki mikið notagildi, en skaði hins vegar engan svo best hann veit. „Ég er með 103 hausa á húsi núna. Þar af eru 101 mislit og tvær hvítar. Ég segi í gríni að þessar hvítu séu til að stofninn deyi ekki út,“ segir Óskar og hlær. Kindurnar eru í gamalli skemmu, en fjárhúsin á Krossi fuku í óveðr- inu mikla sem gekk yfir vestanvert landið í febrúar 1991. Fyrir þann tíma var Óskar með um 300 fjár. „Þegar þetta veður eyðilagði húsin var ég svo heppinn að eiga minka- hús sem ég gat hýst kindurnar í. Fjárhúsin og áföst hlaða hins vegar fauk út í veður og vind, bókstaflega splundruðust, enda var þetta veð- ur eitt það versta í manna minnum. Íbúðarhúsið okkar er steypt og jafn- vel þótt það sé steypt plata í loftinu lék húsið á reiðiskjálfi í þessu veðri. Sannkallað mannskaðaveður,“ rifjar Óskar upp. Selur gærur en ullin er verðlaus Óskar segir mislita féð heimarækt- að en hann reyni þó að fá mislita hrúta til að eignast sem flest litaaf- brigði. „Mig vantar þó botngolsótt í hópinn, en þá er hvít rönd fram- an í þeim og svartur kviður. Ég veit hins vegar hver á slíkt fé og kannski falast ég eftir kind frá Jökli Helga- syni bónda á Ósabakka á Skeiðum. Hann hefur líkt og ég mikið dá- læti á fjölbreytileika í sauðfé en hef- ur þrátt fyrir þetta áhugamál gríð- arlega afurðagott fé. Hafði 11,40 í gerð í fyrra sem setti hann í fjórða sæti yfir landið með kjötgæði,“ seg- ir Óskar. Bóndinn á Krossi segist aðspurð- ur ekki viss um hversu mörg lita- afbrigði eru í húsunum, en vissu- lega séu þau mörg og hjá honum væri hægt að taka myndir á nýtt plakat líkt og Bændasamtökin létu gera fyrir allmörgum árum og sýna sauðalitina. „Það er helst að mig vanti gráflekkótta liti og svo botn- golsótt.“ Óskar segir ókostinn við að féð sé mislitt að fyrir ullina fær hann ekkert. Hins vegar vegur upp á móti því að hann lætur súta norð- ur á Sauðárkróki nokkrar gærur af flekkóttum lömbum og fær um tutt- ugu þúsund fyrir gæruna, en greiðir sex þúsund fyrir sútunina. Gærurn- ar selur hann svo í gegnum netið. Í fjárhúsunum á Krossi eru nokkr- ar ferhyrndar kindur og einn fimm- hyrndur sumrungur. Þá er einnig klashyrnt fé í hópnum, gleiðhyrnt og arnhöfðótt. Ýmis afbrigði sem blaðamaður þekkir varla, þótt alinn sé upp í sveit, enda var féð á þeim bæ nánast allt kollótt og hvítt með- an þess naut við. En svo lengi lærir sem lifir. mm „Skemmtileg sérviska sem skaðar engan“ Rætt við Óskar sauðfjárbónda á Krossi sem á tvær hvítar kindur en 101 mislitar Litaafbrigðin eru fjölmörg í húsunum hjá Óskari. Óskar Halldórsson að gefa útiganginum. Þessi veturgamla ær heilsar alltaf upp á Óskar þegar hann kemur í húsin og fær nokkur korn af fóðurbæti. Hrossin að fá sér væna tuggu. Útigangshrossin hafa aðgang að tveimur bröggum þar sem þau geta leitað skjóls og fengið sér síld. Beðið eftir að búið verði að klæða rúlluna úr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.