Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Side 23

Skessuhorn - 24.01.2018, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 2018 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn- sendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 105 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Orðatiltæki.“ Vinningshafi er Auður Grímsdóttir, Háa- rifi 43, 360 Hellissandi. Öruggur Ellegar Tími Í eyra Ræða Píla Hjónin Óreiða Illgresi Innræti Ögn Tala Goð Púkar Anga Fjöldi Korn Loðna Skjóla Súld Kusk 7 2 Seytla Tölur Álít Sérstök Kropp Spurn Kisa Þrep 10 Fram- kvæmd Þjálfa 5 Loka Sverta Sund Tölur Freri Leiði Tónn Utan Reifi Þusar Kona Kvíslin Spóna- matur Hljóp Skáþak Hindr- un 3 Epjast Spil Hlaup Hávaði Titill Vissa Ernir Mylsna Svall Dropi Ikt Öf.tvíhlj Storm Gæði Kvöld Röð Kró 8 Eldaði Gamall Korn Von- aðir Vís Samhlj. Alltaf Göt Átt Dreitill Fugl Spann Forsk. 2 Eins Tónn Snúinn Sam- þykki Gagn Vegvísir Seðlar 4 Rúnir Bar Ókunn Leit Aflið Reim Muldur 1 Nögl Ílátið Röð Reykja Reipi Angan Vinnu- samir Brún Frelsi Galsi Elskar 6 9 Trjónur Dreifa Þegar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S K R E P P A H N J Ó T U R É L O F E I R A Á B Ö R E R Á F Ö N N Ó S K Æ F Ð I H R Ö N N N Í S K U R A S V A N D I I S U N I E R N M E R G U R Ö R N L I S T R K V R A U S N T E M Á R L I Ð U R T U Ð Ö G U R É S L O T S T A G S T R Ý O K A T F Ó K Æ S A F A R M U R N E M U R A Ð A Ð E I N S F A R O F N A R U K K A T R Ú R S É E R A U Ð U R R S K E G G S Á M U S T E M N I N G F É S A L R O K A Á A R Á Á R Ó R Á Ó S K A R R I S T L Í K A N Æ F I I N N A O R Ð A T I L T Æ K IL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Jæja gott fólk. Nú er víst að nálgast tími þorra- blótanna með tilheyr- andi át- og drykkjusiðum og að ekki sé tal- að um eftirfylgjandi morgna sem stundum hafa reynst mönnum erfiðir. Man því mið- ur ekki með vissu hvaða sómamaður það var sem orti morguninn eftir þorrablótið: Hvílík högg og hamraskak. Af hjarta yrði ég glaður ef þú hvíldist andartak elsku timburmaður. Og Helgi Zimsen orti líka við kunningja sinn: Þorrablót á léttur leistu, ljúfum undir hag. Með sviðinn kjamma og súrnuð eistu siturðu í dag. Ekki er mér fullljóst hvenær þorrablót hófust aftur í eitthvað líkri mynd og nú tíðk- ast en eitthvað voru þau farin að þekkjast á fyrri hluta síðustu aldar. Eftirfarandi Þorra- vísur eru úr Speglinum frá 1953 og virðast hafa verið ýmis vandamál að hrjá þjóðina þá sem nú. Bara ekki alveg þau sömu: „Nú er frost á Fróni“ frísar klakastóð, hugarhnípin þjóð, hristir tóman sjóð. Fæst ei forðað tjóni, flest er unnið klént — gulli á glæ var hent, „ganske pent.“ Síldin aldrei sást, sjóföng varla nást, oss í bili brást Bretans matarást. Þó er ljóst að lóni landhelginni hjá ýmsir utan frá, — æi, já. Blysin andans brenna báglega í ár, blaktir logi blár, — blæðir morgunsár. Vinum víns og kvenna vefst, í dagsins önn, tunga um falska tönn, þá takast bönn. Oft var þorri þurr, þessi er afleitur, vekur veizlu-kurr valash, kók og spur. Man ég tíma tvenna, teyguð vínin dýr, — ótal yndishýr æfintýr. Já það voru sko ævintýr í þá daga ekki síður en nú og vafalaust einhverjir lesenda minna sem gætu rakið upphaf tilveru sinnar til þeirra ef vel væri rannsakað. Eftirstöðv- arnar gátu þó orðið með svipuðum hætti og Þorleifur Konráðsson lýsti deginum eftir þorrablótið með þessum orðum: Það var skálað meira og minna. Margoft við hvert lag og djöfull sem ég fékk að finna fyrir því í dag. Þangskála Lilja Gottskálksdóttir hefur trúlega ekki farið svo mjög á þorrablót enda þarflaust. Það sem kallað er Þorramatur nú var dagsdaglegt mataræði á þeim tíma ef það var þá yfirleitt eitthvað til að borða sem var ekki sjálfgefið. Þegar hún var í tilhugalíf- inu með Pétri sem varð síðari maður hennar orti bróðir hennar, Jón Gottskálksson skaga- mannaskáld: Rúmið færa fór í gær - fer það ærið betur. Hugljúf mær vill hafa nær hjartakæran Pétur. Pétur mun þá hafa verið kominn um miðj- an aldur enda er ástin ekki eingöngu bundin við unglingana og sumir halda því fram að elli sé hugarástand en ekki aldurstímabil. Stefán Vagnsson sendi sjötugum frænda sínum eftirfarandi símskeyti: Fölnar nú á björkum blað, byljir hrista lauka. Hausta tekur, húmar að, hræðast aldrei skaltu það: Vorsins dísir veita þér sumarauka. Einhvern tímann var sagt að til þess að geta orðið gamall og vitur þyrfti maður fyrst að vera ungur og vitlaus. Svo eru náttúr- lega þeir sem verða bara gamlir og vitlausir en Böðvar Guðlaugsson kvað um óstýrlátan grunnskólanemanda: Kjafti aldrei heldur hann, hvernig sem ég bið’ann. Ekki veit ég hvern andskotann á að gera við’ann. Það mun hinsvegar hafa verið Ragnar Böðvarsson sem svo kvað um sína ljóðagerð: Það er keppikefli mitt að kveða stökur vitlausar. Engu betra er samt hitt: að þær séu litlausar. Varla er hægt að segja um vísur Káins gamla að þær væru litlausar og hér er allavega ein þó líklega með þeim minna þekktari: Lán og gæfan ljós mér gaf lífs á ævitugum, fylgdi sægur oftast af ungum dægurflugum. Það ég best veit er eftirfarandi gamall hús- gangur en gaman ef einhver vissi meira um hana. Allavega veit ég ekki meira: Mæðan stranga mér er gift, mig skal ekki furða, þegar láni ljóst var skipt lá ég milli hurða. Sumir grípa til sama ráðs við mæðunni og Baldvin skáldi en ekki verða þær aðgerðir alltaf langverkandi: Tunnan spekir hugarhag harms í reki strauma. Á hana tek ég tár í dag til að vekja drauma. Ætli við ljúkum þessu svo ekki með þorra- vísum Ólínu Jónasdóttur: Héla á glugga, hnípið láð, hér til muggu dregur. Norðri bruggar nöpur ráð, nú er hann skuggalegur. Þorri um fjall og flata gjá feldinn mjalla breiðir. Úti er falleg sjón að sjá, sól um allar leiðir. Þjaka löngum veður völd vetrar svöngu gestum. Eru föngin ill og köld útigönguhestum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Blysin andans brenna báglega í ár

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.