Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 2018 25 Akranes - miðvikudagur 24. janúar Opinn fundur um Samgöngumál á Vesturlandi í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akransi kl. 18:00 til 20:00. Boðið verður upp á súpu og hressingu að fundi loknum. Nánari upplýsingar og skráning á www.akranes.is. Borgarbyggð - fimmtudagur 25. janúar Myndamorgun í Safnahúsi. „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir úr Héraðsskjalasafni milli kl. 10:30 og 12:00. Akranes - fimmtudagur 25. janúar Opinn kynningarfundur um tillögu að endurskoðun aðalskipulags Akraness. Kynning á vinnslutillögu að aðalskipulagi bæjarins 2018 til 2030 fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum. Kynningin verður haldin í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18 og hefst kl. 18:00. Borgarbyggð - fimmtudagur 25. janúar Félagsvist í Brákarhlíð kl. 20:00. Spilum félagsvist í hátíðarsalnum í Brákarhlíð. Annað kvöldið i fjögurra kvölda keppni, sem dreifist á sex kvöld. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allr velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 26. janúar Þorrablót í Lyngbrekku. Húsið opnar kl. 20.30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 21.00. Að venju verða heimatilbúin skemmtiatriði að hætti Mýramanna og hljómsveitin Meginstreymi mun leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Nánari upplýsingar á Facebook: „Þorrablót í Lyngbrekku 2018.“ Snæfellsbær - laugardagur 27. janúar Þorrablót Ólafsvíkur verður haldið í félagsheimilinu Klifi. Blótið hefst kl. 19:00. Hljómsveitin Næsland leikur fyrir dansi. Nánari upplýsingar á Facebook: „Þorrablót Ólafsvíkur 2018.“ Dalabyggð - laugardagur 27. janúar Þorrablót Umf. Stjörnunnar í Tjarnarlundi í Saurbæ kl. 20:00. Meginstreymi leikur fyrir dansi. Nánari upplýsingar á Facebook: „Þorrablót Umf Stjörnunnar.“ Hvalfjarðarsveit - laugardagur 27. janúar Þorrablót Hvalfjarðarsveitar í Fannahlíð. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30. Þorramatur frá Múlakaffi. Þorsteinn Guðmundsson sér um veislustjórn. Hljómsveitin Hart í bak mun halda uppi fjörinu fram á rauða nótt. Nánari upplýsingar á Facebook-síðunni „Þorrablót Hvalfjarðarsveitar.“ Borgarbyggð - mánudagur 29. janúar Skallagrímur tekur á móti botnliði FSu í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Borgarbyggð - þriðjudagur 30. janúar Upplýsingamiðlun og samráð við íbúa. Fræðslu- og umræðufundur um hvernig er best fyrir sveitarfélag að koma upplýsingum á framfæri við íbúa. Hvaða tækifæri hafa íbúar til að komu að ákvörðunum sveitarfélagsins? Afrakstur fundarins verður nýttur við stefnumótun um upplýsingamiðlun og samráð við íbúa, sem nú er unnið að hjá Borgarbyggð. Fundurinn verður í Hjálmakletti og hefst kl. 17:30. Borgarbyggð - miðvikudagur 31. janúar Skallagrímur tekur á móti Breiðabliki í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 21. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.328 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Rut Ragnarsdóttir og Heimir Berg Vilhjálmsson, Hellissandi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. VW Caddy Til sölu VW Caddy, árg. 2013. Ek- inn 82 þúsund km. Beinskiptur, dí- sel á vsk númerum. Mjög heilleg- ur bíll. Verð 1.590 þús m.vsk. Er til sýnis á Bílási Akranesi. Uppl. í síma 894-8998. Bílar til sölu Til sölu Tveir Hyundai Getz bílar, ár- gerð 2003 og 2004. Þarfnast báðir smá viðgerðar, seljast saman á 150 þús. eða 100 þús. stk. Einnig Suzuki Grand Vitara árg. 2004 með bil- aða heddpakkningu. Upplýsingar í síma 692-5525. Gagnleg netnámskeið http://fjarkennsla.com Gagnleg námskeið á netinu; vin- sæl bókhaldsnámskeið, námskeið í mannauðsstjórnun ofl. Skráning: http://fjarkennsla.com samvil.fjarkennsla@gmail.com. Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU ÝMISLEGT Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMá- auglýSinguna Frítt á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM14. janúar. Drengur. Þyngd: 3.856 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Hildur Jónsdóttir og Guðmann Geir Sturluson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Sigurður Fannar. Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Vandaðar svuntur í mörgum litum Fáið verðtilboð í vinnufatnað og merkingar. Smáprent 22. janúar. Drengur. Þyngd: 3.307 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Rut Hrafns Elvarsdóttir og Baldur Ólafur Kjartansson, Akranesi. Ljósmóðir: Björg Sigurðardóttir/ Margrét Inga Gísladóttir nemi. Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar auglýsir, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaganna. Í til- lögunni, sem samanstendur af greinargerð auk umhverfis- skýrslu, er sett fram sameiginleg framtíðarsýn á þróun land- búnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Í tillögunni er sett fram greining á tækifærum sem búa í auð- lindum og sérkennum svæðisins og á grunni hennar er sett fram stefna í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfis- málum og síðan skipulagsstefna sem styður við hana. Svæðisskipulagstillagan liggur frammi til sýnis á skrifstofum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík, frá og með föstudeginum 26. janúar 2018 til og með mánudagsins 12. mars 2018. Tillagan er einnig til sýnis á vefsíðum sveitar- félaganna og á vefnum samtakamattur.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í lok mánu- dagsins 12. mars 2018. Senda skal skriflegar athugasemdir til Ingibjargar Emilsdóttur formanns svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða með tölvupósti til ingaemils@strandabyggd.is. Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar Auglýsing um tillögu að Svæðis- skipulagi Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030 SK ES SU H O R N 2 01 8 22. janúar. Drengur. Þyngd: 4.194 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Malgorzata Ewa Porebna og Dariusz Hrycytc, Borgarnesi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.