Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 28. tbl. 21. árg. 11. júlí 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma 20 ÁR Þessi mynd er tekin inn með lóninu sem fór að myndast á laugardaginn ofan við þann stað sem berghlaupið kom niður. Hluti skriðunnar sést og skarðið sem komið er í fjallið. Ljósm. Jón G Guðbrandsson. Að morgni síðastliðins laugardags féll gríðarlega stórt berghlaup úr Fagraskógarfjalli í Hítardal. Talið er að skriðan sé stærsta eða næststærsta jarðfall sem fallið hefur hér á landi frá landnámi og að milli 10 og 20 milljónir rúmmetra hafi skriðið fram. Berghlaupið fór yfir Hítará, stífl- aði ána og hljóp hálfan annan kílómetra fram. „Það má líkja þessu við náttúruhamfarir. Að sjá er illmögulegt að bregðast við varðandi rennsli Hítarár,“ sagði Finnbogi Leifsson í Hítardal sem fyrstur kannaði aðstæður að morgni laug- ardags. Kvaðst hann miður sín yfir þessum nátt- úruhamförum. Talið er að miklar rigningar í vor og sumar hafi átt þátt í að þetta gríðarmikla jarðfall varð. Þó má sjá á ljósmyndum af fjallinu fyrir berg- hlaupið að jarðvegssig hefur verið komið í svæð- ið sem hljóp fram, hugsanlega fyrir einhverjum hundruðum ára. Sérfræðingar frá Veðurstofu Ís- lands telja hins vegar líklegt að óvenjulega mik- il úrkoma síðustu þrjá mánuði hafi hleypt fjall- inu af stað. Ofanflóðadeild Veðurstofunnar fer nú yfir gögn sem aflað hefur verið, leggur mat á stærð skriðunnar og orsakir hennar. Þá er talið útilokað að beina Hítará að nýju í sinn gamla farveg. Það orsakar að um fimmtungur af veiði- stöðum Hítarár og dýrmætt uppeldissvæði lax- ins er tapað. Sigurður Már Einarsson fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun segir brýnt að mót- vægisaðgerðum verði beitt til að lágmarka skaða laxveiðiárinnar. Á laugardaginn tók strax að myndast lón ofan við berghlaupið og á sunnu- daginn fann vatnið úr Hítarvatni sér leið undir hraun og í Tálma, litla hliðará sunnan við árfar- veg Hítarár. Tálmi sameinast svo Hítará nokkr- um kílómetrum neðar, eða nokkru ofan við þjóðveg 54. Á mánudagskvöldið stóð Borgarbyggð fyrir upplýsingafundi með íbúum um stöðumat og eftirmála þessara miklu hamfara í Hítardal. Ítar- lega er greint frá fundinum á bls. 10-11. mm Stórt berghlaup féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal Laxastiginn í Kattarfossi er nú á þurru. Drónamynd sem Sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari Skessuhorns tók á laugardaginn og sýnir glöggt umfang skriðunnar sem breiðir sig yfir 180 hektara svæði. Þessi mynd var tekinn við veiðistaðinn Hraunsás í Hítará á laugardaginn, talsvert neðan við stífluna. Vatnshæðin þar hafði lækkað um hálft annað fet. Ljósm. mm. Lúsina burt! Augndropar! Vinsæl vara við tíðum þvaglátum ÞÚ FERÐ LENGRA MEÐ SAGAPRO

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.