Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 20188 Um hádegisbil á mánudaginn varð allharður árekstur við afleggjar- ann að Kvíabryggju í Grundarfirði. Fólksbíl var beygt af þjóðveginum inn á afleggjarann, en í veg fyrir jeppabifreið sem kom á móti. Fimm voru í jeppanum og sluppu án telj- andi meiðsla. Tvennt var í fólks- bílnum, erlent ferðafólk, og var annað flutt suður á sjúkrahús. Hin- ir fengu allir aðhlynningu á Heilsu- gæslustöðinni í Grundarfirði. Báðir bílarnir eru óökuhæfir. mm/ Ljósm. hsi. Sveitarfélög á landsbyggðinni þurfa að sækja um svokallað styrkvegafé til Vegagerðarinnar ætli þau að láta lagfæra vegi sem eru í þeirra um- sjón. Um er að ræða malarvegi sem taka við þar sem þjónustu Vega- gerðarinnar lýkur svo sem þar sem jarðir hafa farið í eyði eða gamlir vegir liggja að sumarhúsahverfum svo dæmi séu nefnd. Venju sam- kvæmt sótti Borgarbyggð um út- hlutun úr styrkvegasjóði. Í svari sem Vegagerðin sendi nýverið kemur fram að Borgarbyggð fær 1,7 milljón króna úthlutað til veg- heflunar og annars viðhalds allra vega í dreifbýli sveitarfélagsins. Það er 30% samdráttur í krónum talið frá úthlutun síðasta árs. Ekki kem- ur fram í svari Vegagerðarinnar af hverju styrkþegafé dregst saman um þriðjung milli ára. Gunnlaugur A Júlíusson sveitar- stjóri segir að viðhald þessara vega hafi verið fært til sveitarfélagan- na frá ríkinu á sínum tíma í óþökk þeirra. „Þessir vegir eru malarve- gir sem taka við þar sem þjónustu Vegagerðarinnar lýkur. Í landstóru sveitarfélagi eins og Borgarbyggð er getur hver maður séð að þessi upphæð er alltof lág og engan veg- inn nægjanleg til að halda þessum vegum í horfinu, hvað þá til að bæta þá,“ segir Gunnlaugur. mm Fornleifafræðingar frá Fornleifa- stofnun Íslands hafa undanfarnar vikur unnið af krafti við uppgröft víkingaaldarskálans sem fannst á síðasta ári í Ólafsdal. Skálinn og aðr- ar tóftir fundust óvænt þegar unnið var að skráningu á minjum frá tíma búnaðarskólans sem var starfræktur í dalnum árin 1880-1907. Sást móta fyrir útlínum hans þegar dróni var sendur yfir svæðið til myndatöku. Skálinn er ríflega 20 metra langur og er talinn vera frá 9. eða 10. öld. Vinnu við uppgröftinn lauk í liðinni viku á staðnum en þráðurinn verður tekinn upp að nýju á næsta sumri. Styrkir til verksins hafa bæði feng- ist frá Fornminjasjóði og Minja- vernd. Rannsóknaverkefni þetta mun taka a.m.k. þrjú ár þar sem allmargar fornar byggingar eru á svæðinu sem vonir eru bundnar við að varpi ljósi á um eða yfir þúsund ára sögu dalsins. Auk þessarar vinnu mun uppbygging Minjaverndar á húsunum í Ólafsdal hefjast innan tíðar, en eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður byrjað á mjólk- urhúsinu/vatnshúsinu við gamla búnaðarskólann. Ólafsdalsfélagið er með opið klukkan 12-17 alla daga fram til 19. ágúst. Á Ólafsdalshátíðinni laug- ardaginn 11. ágúst mun svo Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur leiða fræðslugöngu að minjasvæðinu klukkan 11, áður en formleg dagskrá hátíðarinnar hefst klukkan 13. mm/ Ljósm. Rögnvaldur Guð- mundsson Árekstur við Kvíabryggju Framlög til viðhalds styrkvega skorið niður um þriðjung Vinnu við uppgröft víkingaskálans í Ólafsdal lokið að sinni Aflatölur fyrir Vesturland dagana 30. júní – 6. júlí. Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu: Akranes: 16 bátar. Heildarlöndun:19.006 kg. Mestur afli: Orion AK: 2.194 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 14 bátar. Heildarlöndun: 38.561 kg. Mestur afli: Bárður SH: 10.181 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður: 17 bátar. Heildarlöndun: 205.994 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.116 kg í einni löndun. Ólafsvík: 37 bátar. Heildarlöndun: 144.715 kg. Mestur afli: Egill SH: 38.448 kg í tveimur löndunum. Rif: 23 bátar. Heildarlöndun: 55.405 kg. Mestur afli: Kári III SH: 14.255 kg í fimm löndunum. Stykkishólmur: 27 bátar. Heildarlöndun: 53.362 kg. Mestur afli: Blíða SH: 5.572 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 68.116 kg. 3. júlí. 2. Steinunn SF – GRU: 61.059 kg. 1.júlí. 3. Helgi SH – GRU: 45.758 kg. 1. júlí. 4. Egill SH – ÓLA: 26.056 kg. 5. júlí. 5. Egill SH – ÓLA: 12.392 kg. 2. júlí. -arg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.