Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 25 Akranesi – miðvikudagur 11. júlí Myndheimur Þorvaldar er sýning eftir Þorvald Arnar Guðmundsson listamann. Sýningin er á Bókasafni Akraness og stendur yfir til og með 27. júlí. Dalabyggð – miðvikudagur 11. júlí Sögurölt í Kumbaravog kl. 19:00. Þetta er þriðja sögurölt Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjársetursins á Ströndum í sumar. Upphafsstaður er við Klofning og farið verður upp á Klofningi að hringsjá þar sem útsýnisins verður notið. Þá verður rölt niður í Kumbaravog í landi Mela. Stykkishólmur – miðvikudagur 11. júlí Kvartettinn Kurr og Valgerður Guðnadóttir söngkona verða með fjölbreytta dagskrá að nafni „Orð og“ í Stykkishólmskirkju kl. 20:00. Lög eftir Magnús Eiríksson, Spilverk Þjóðanna og Megas eru sett í glænýja búninga þar sem náttúrurödd Valgerðar fær að njóta sín. Akranes – miðvikudagur 11. júlí Sumarsýningin Bærinn okkar. Fjallaði okkar verður opin til 31. júlí á Byggðarsafninu Görðum. 9. júlí Drengur. Þyngd: 4.036 gr. Lengd: 52,5 cm. Foreldrar: Tinna Björk Helgadóttir og Magni Grétarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 9. júlí. Drengur. Þyngd: 4.144 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Sunneva Lind Ólafsdóttir og Dovlet Qeleposhi, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 6. júlí. Drengur. Þyngd: 3.052 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Sunneva Kjartansdóttir og Ívar Guðmann Jónsson, Kjalarnesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 8. júlí. Stúlka. Þyngd: 3.654 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Margrét A. Kristófersdóttir og Kári Rafn Karlsson, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 9. júlí. Drengur. Þyngd: 3.742 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Berglind Bergsdóttir og Bergþór Viðarsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 10. júlí. Drengur. Þyngd: 3.168 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Heiðdís Björk Jónsdóttir og Guðmundur Andri Kjartansson, Grundarfirði. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 2. júlí. Stúlka. Þyngd: 3.964 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Valgerður S. Kristjánsdóttir og Haraldur Anton Skúlason, Reykjavík. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 3. júlí. Drengur. Þyngd: 3.014 gr. Lengd: 47 cm. Foreldrar: Anna Valgerður Larsen og Karl Bjarni Guðmundsson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 5. júlí. Drengur. Þyngd: 3.206 gr. Lengd: 50 cm. Foreldri: Manal Al Eedi, Akranesi. Ljósmóðir Anna Björnsdóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Adam Manalson. Nýfæddir Vestlendingar Reykholtskirkja Verið velkomin í Reykholtskirkju 15. júlí 7. sd. e. Trin. Reykholtskirkja kl. 14 Sóknarprestur S K E S S U H O R N 2 01 8 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on Á sýningunni er listaverk eftir ýmsa listamenn en öll eiga það sameiginlegt að myndefnið er Akranes og/eða Akrafjall. Ólafsvík – fimmtudagur 12. júlí Víkingur Ó tekur á móti Frak í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Ólafsvíkurvelli og hefst kl. 19:15. Hellissandur – fimmtudagur 12. júlí Sandara- og Rifsaragleði hefst á fimmtudaginn þegar Ari Eldjárn stígur á svið í Frystiklefanum. Hátíðin stendur yfir fram á sunnudag og verður þétt dagskrá alla helgina. Nánar má sjá um það í umfjöllun hér í blaðinu. Búðardalur – föstudagur 13. júlí Bæjarhátíðin Heim í Búðardal er haldin helgina 13. – 15. júlí. Dagskráin hefst á kjötsúpurölti um bæinn þar sem opnaðar verða dyr nokkurra heimila í bænum og gestum boðið að gæða sér á kjötsúpu. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg alla helgina og má finna nánari umfjöllun hér í blaðinu. Dalabyggð – föstudagur 13. júlí Náttúrubarnahátíð verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 13. – 15. júlí. Náttúrubarnaskólinn hefur verið starfræktur síðan sumarið 2015 og heldur námskeið fyrir náttúrubörn á öllum aldri. Þar er lært um náttúruna og hvað allt í kring er í raun og veru merkilegt. Á dagskrá verða allskonar smiðjur, útivist, leikir, sögustundir, tónlist, myndlist, fróðleikur og fjör fyrir alla fjölskylduna. Snæfellsbær – föstudagur 13. júlí Endurnæring undir Jökli helgina 13. – 15. júlí. Sumarið er komið og núna þegar móðirin náttúran er í sínum mesta blóma ætlum við að bjóða upp á andlega og líkamlega næringu undir töfrum Snæfellsjökuls. Þetta er frábært tækifæri til að tengjast sjálfum sér að strá fræjum fyrir komandi tíma og þessi helgi býður svo sannarlega upp á allan þann umbreytingarkraft sem að til þarf. Tvær nætur umvafinn kröftum og töfrum Snæfellsjökuls. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á yogaraes@gmail.com eða hringa í síma 778-9052. Dalabyggð – laugardagur 14. júlí Helga Kress flytur erindið Blómmóðir besta á Nýp á sakarðsströn kl. 15:00. Í erindinu sínu tengir Helga kvenlýsingar í ljóðum og sögum Jóns Thoroddsen við konurnar í lífi hans. Helga hefur m.a. skoðað móðurmyndina í ljóðum Jóns og borið hana saman við móður barna þeirra hjóna. Stykkishólmur – sunnudagur 15. júlí Söng- orgeltónleikar í Stykkishólmskirkju kl. 20:00. Hólmfríður Friðjónsdóttir, söngur og Fabien Fonteneau, orgel. Stykkishólmur – þriðjudagur 17. júlí Snæfell/UDN og Björninn mætast í 9. umferð í A-riðli í 4. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Stykkishólmsvelli kl. 20:00. Borgarnes – miðvikudagur 18. júlí Skallagrímur tekur á móti Mídas í 9. umferð í B-riðli í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Skallagrímsvelli og hefst kl. 20:00. Nýlegt hús til leigu Til leigu er nýlegt hús í Hvítársíðu. Húsið er um 80 fm. að stærð með um 30 fm. manngengu lofti. Húsið var tekið i notkun 2017 og er allt hið vistlegasta. Nánari upplýsingar í tölvupósti á netfangið agust. jonsson@centrum.is. Skrifstofa til leigu á Akranesi Til leigu 13 fm. skrifstofa á Akranesi. Sameiginlegur aðgangur að eldhúsi og snyrtingu með annarri starfsemi í húsnæðinu. Einnig internet. Upplýsingar í síma 894-8998. Einbýlishús óskast í Borgarnesi Við óskum eftir að kaupa einbýlishús í Borgarnesi. Skipti á 3ja herbergja íbúð í póstnúmeri 110 í Reykjavík kemur til greina. Nánari upplýsingar veitir Sólveig í síma 821-9457 eða í tölvupósti solveigol89@gmail.com. Á döfinni LEIGUMARKAÐUR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.