Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 15 Áslaug Rafnsdóttir starfaði sem lögfræðingur í yfir 20 ár en er nú hætt á vinnumarkaðinum. Þrátt fyrir skrifstofuvinnu um ævina er henni margt fleira til lista lagt. Hún hefur undanfarin ár varið miklum tíma í föndur og útbýr allskonar fí- gúrur úr ull þessa dagana og kveðst hafa gaman af. Blaðamaður Skessu- horns kíkti til Áslaugar um síðustu helgi þegar Írskir dagar voru haldn- ir hátíðlegir á Akranesi, en þar tók hún þátt í markaðsstemningunni við Akratorg þar sem ullarfígúrur hennar í öllum stærðum og gerðum voru til sölu. Kulnun í starfi Áslaug er ættuð frá Bíldudal í Vest- ur - Barðastrandarsýslu og flutti til Akraness 16 ára gömul til eldri syst- ur sinnar til að fara í gagnfræða- skóla. Ekki varð úr frekara námi um sinn, en árið 1980 byrjaði hún í öld- ungadeild við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi og sótti kvöld- skóla til ársins 1984 þegar hún lauk stúdentsprófi. Næst lá leiðin í Há- skóla Íslands. „Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi læra í HÍ. Vinur minn hvatti mig til að fara í lögfræði sem ég svo gerði,“ segir Áslaug sem brosir og heldur áfram að útskýra: „Það var nú ekki bara út af vini mínum að ég fór í lögfræðina. Hin ástæðan er hálf skondin, en það var þannig að allt tengt lögfræðinni var kennt á sama stað og því afskaplega hentugt,“ segir hún og hlær. Áslaug kláraði lögfræðina árið 1989 og hóf störf sem fulltrúi hjá sýslumanninum á Akranesi ári seinna. Mikil streita getur fylgt starfi sem slíku og með árunum fór álagið hægt og rólega að segja til sín. „Þetta gerist mjög lúmskt,“ byrjar Áslaug sem varð fyrir því að upplifa kulnun í starfi fyrir nokkrum árum. „Mér þótti alltaf gaman í vinnunni, en í þessu um- hverfi er mikið álag og ekki mikið um gleðimál. Stöður voru einn- ig undirmannaðar þannig að oft- ar en ekki fór maður með vinn- una heim með sér.“ Árið 2011 fór Áslaug í veikindaleyfi en snéri aftur ári seinna, þá í hálft starf. „Ég hætti svo alveg að vinna árið 2013,“ segir Áslaug. Lunkin í höndunum Eftir að hafa hætt störfum réri Ás- laug á önnur mið og byrjaði að prófa eitt og annað í höndunum. „Ég gerði tilraunir með origami, föndraði kort og málaði myndir áður en ég datt inn í ullina,“ seg- ir hún en hún hafði aldrei fengið formlega leiðsögn hvernig ætti að vinna með ullarkembu. “Ég kenndi sjálfri mér, annars vegar með því að horfa á myndbönd á YouTube og hins vegar með því að skoða Pinterest.“ Báðir þessir miðlar hýsa hafsjó af upplýsingum og kennslu- myndböndum um allt mögulegt og er öllum aðgengilegir sem geta tengst Internetinu á einhvern hátt. „Ég nýtti mér þessar upplýsinga- veitur í fyrstu en því meira sem ég komst upp á lagið með tæknina því minna notaði ég þær og fór meira í tilraunarstarfsemi og prófaði að búa til allskonar sem mér sjálfri datt í hug.“ Ullina kaupir Áslaug í Álafossi, þar fær hún ullarflóka sem hún svo mótar með nálum í alls- konar verur og nær á skemmtilegan hátt að framleiða heillandi fígúrur sem margar skarta einstökum smá- atriðum. Gaman að vinna með ullina Áslaug er ennþá að greiða úr af- leiðingum sem fylgja kulnun í starfi og segir það hjálpa að hafa eitt- hvað fyrir stafni. „Ég fer til dæm- is í sund á hverjum morgni og fer í langa göngutúra. Svo föndra ég mikið með ullina, það er afskaplega gaman og oft gleymir maður stað og stund,“ segir hún glöð. „Það var aldrei planað hjá mér að selja brúðurnar mínar, mér þykir þetta fyrst og fremst gaman. Ég prófaði að selja nokkrar brúður um síðustu jól og þá seldist svona svakalega vel. Það er betra að þær fái heimili ann- arsstaðar heldur en að safnast upp heima hjá mér,“ segir hún og hlær. Hægt er að nálgast fígúrurnar hennar Áslaugar í Litlu hönnun- arbúðinni í Hafnarfirði og í Gall- erí Snotru á Akranesi. Einnig getur fólk komið heim til hennar að Ein- igrund 30, Akranesi, ef áhugi er á að kíkja á hnoðrana eins og Áslaug kallar þá. glh Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti síðasta sum- ar. Nú verður hún endurtekin og haldin óvenjuleg útihátíð helgina 13.-15. júlí. „Á hátíðinni fá all- ir gestir, bæði börn og fullorðn- ir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur ver- ið starfræktur fjögur sumur, síðan 2015. Náttúrubarnaskólinn stend- ur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem þau læra um náttúruna með því að sjá, snerta og upplifa,“ segir í tilkynningu. Náttúrubarnaskólinn er starf- ræktur innan vébanda Sauðfjárset- ursins í Sævangi rétt sunnan við Hólmavík, og þar verður hátíð- in haldin. Dagrún Ósk Jónsdótt- ir þjóðfræðingur hefur starfsheitið yfirnáttúrubarn og sér um skipu- lagningu hátíðarinnar. „Undirbún- ingurinn gengur mjög vel, þetta er allt að smella saman og við erum mjög spennt,“ segir Dagrún Ósk. „Helsta markmið hátíðarinnar er að auka þekkingu á náttúrunni og sýna hvað allir hlutir í kringum okkur eru í raun og veru merkileg- ir. Einnig hvernig má nýta náttúr- una á skapandi á skemmtilegan hátt en jafnframt hvernig á að vernda hana, og svo auðvitað að skemmta sér saman, börn og fullorðnir“ bæt- ir Dagrún við. Hátíðin hefst á föstudegi með gönguferð og síðan setningarathöfn og veðurgaldri. „Mér sýnist ekki veita af að kenna fólki veðurgaldur- inn. Hann hefur reynst okkur mjög vel í Náttúrubarnaskólanum og þegar fólk hefur lært hann er ekk- ert mál að framkvæma hann heima hjá sér þegar á þarf að halda“ segir Dagrún og hlær. „Um helgina verða svo marg- ir fjölbreyttir viðburðir sem flétta saman skemmtun og fróðleik, til dæmis verður Hundur í óskilum með tónleika á laugardagskvöldinu, við fáum góða gesti úr Latabæ á sunnudeginum og svo verður nátt- úrubarnakviss og vöffluhlaðborð á föstudeginum. Einnig verða smiðjur um fugla, veðrið og útieldun, hægt að fara í fjallgöngur, gönguferðir, á hestbak og í náttúrujóga. Það verða drauga- og tröllasögur í Sagnahús- inu, brúðuleikhúsið Handbendi, víkingafélagið Víðförull kemur í heimsókn og margt fleira. Að- gangseyrir að hátíðinni í heild verð- ur 3000 kr. en hægt er að kaupa sig inn á staka daga fyrir 1500 kr. Frítt verður fyrir hátíðargesti að tjalda á Ferðaþjónustunni Kirkjuból sem er beint á móti Sauðfjársetrinu. Ég hvet sem flesta til að kynna sér dagskrána og koma og njóta með okkur. Ég held að þegar fólk læri að þekkja náttúruna, aukist ósjálfrátt sú virðing sem það ber fyrir henni. Náttúran er svo mikilvæg“ seg- ir Dagrún að lokum en hægt er að kynna sér hátíðina á Facebook síðu Náttúrubarnaskólans. mm Áslaug mótar ullarflókann með nálum þannig að úr verða skemmtilegar brúður. Hannar heillandi fígúrur úr ullarflóka Áslaug Rafnsdóttir hannar allskonar brúður úr ull.Brúðurnar skarta skemmtilegum svip. Hægt er að finna fígúrur í öllum stærðum og gerðum. Náttúrubarnahátíð á Ströndum um helgina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.