Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 11.07.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 201826 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað gerir þú þegar það er rok og rigning úti? Spurni g vikunnar Saga Nótt Friðriksdóttir Er inni að leika. Jóna Björk Guðmundsdóttir Ég „chilla“ inni. Þóra Kristín Ríkharðsdóttir Ég er inni í símanum. Hafrún Tinna Hafsteinsdóttir Er heima að „chilla“. Gréta Jóhannesdóttir Hef það kósý. (spurt á Akranesi) Íslendingar eru í auknum mæli farnir að liggja í köldum körum sem virðast fylgja öllum sundlaugum í dag eða stunda sjósund við strend- ur landsins í góðum félagsskap. Þeir sem stunda þetta sport reglu- lega vilja meina að þetta sé gott fyr- ir heilsu og sál á meðan aðrir hrista hausinn við tilhugsunina að sjokkera líkamann með köldu vatni af fúsum vilja. Borgnesingarnir Guðný Jóna Jóhannsdóttir og Þuríður Helga- dóttur kunna vel við sjósundið og grípa óspart tækifærin til að skella sér í sjóinn. „Maður verður fullur af orku eftir smá stund í sjónum, það er erfitt að lýsa tilfinningunni. Þú gætir farið heim til þín og málað allt húsþakið, orkan er svo mikil,“ segir Guðný Jóna um tilfinninguna sem hún fær hverju sinni eftir dýfu í sjóinn. Fyrstu skiptin í sjónum Það var á árgangsmóti á Akra- nesi fyrir sex árum sem Guðný Jóna prófaði að fara í sjóinn í fyrsta skiptið. „Ég var búin að ákveða fyr- ir árgangsmótið að taka þátt í öllu sem var búið að skipuleggja. Ein af bekkjarsystrum mínum stund- aði sjósund reglulega og því var þetta einn af dagskrárliðum móts- ins. Ég var mjög spennt að prófa og var búin að girnast þetta í einhvern tíma. Eftir fyrsta skiptið var ekki aftur snúið,“ segir Guðný en hún er ættuð frá Skaganum og lék sér mik- ið á uppeldisárunum við Langasand. „Það var alltaf verið að sulla eitt- hvað í sjónum, maður ólst nánast upp í fjörunni á Akranesi. Stundum fór maður niður á Langasand með vindsæng og stundum var maður næstum drukknaður í Krókalóni,“ segir hún hlæjandi og hristir haus- inn. „Þetta blundar í manni.“ Þuríður prófaði sjósund fyrst fyr- ir rúmum fimm árum síðan. „Ég var í göngu á Hesteyri þar sem eng- in baðaðstaða var til staðar. Þá var annað hvort að vera skítugur í fjóra daga eða láta sig hafa það og baða sig í sjónum sem við svo gerðum. Ekki nóg með það þá fórum við eft- ir sjóbaðið í Hesteyraránna til að skola saltið af okkur og það var auð- vitað ennþá kaldara,“ segir Þuríður hlæjandi og bætir við. „Maður fann svo daginn eftir hvernig líkaminn vann öðruvísi. Það var minni þreyta til staðar og minna um verki.“ Aðstæður erfiðar við Borgarnes Guðný og Þuríður eru báðar bú- settar í Borgarnesi en fara oft til Akraness í sjósund þar sem aðstæð- ur þar eru betri og minna um sterka strauma sem Borgarfjörðurinn er þekktur fyrir. „Því miður, þá eru að- stæðurnar hérna í Borgarnesi ekki nóg og góðar til sjósunds. Mikl- ir straumar í firðinum og leirinn gerir erfitt fyrir. Það þarft til dæm- is alltaf að vera flóð ef við förum í Borgarfjörðinn en stundum er það ekki einu sinni nóg,“ segja vinkon- urnar og minnast þess að hafa synt einn daginn frá Englendingavík út í Litlu Brákarey og náð til botns á leiðinni þrátt fyrir háflóð. Mínúta á móti gráðu „Þetta getur verið rosa átök fyrir líkamann, sérstaklega þegar þú ferð í fyrsta skiptið. Maður hálfpartinn missir andann,“ segir Guðný. „Það er erfiðast þegar vatnið fer upp fyr- ir brjóstkassann, svo venst þetta. Maður þarf bara að passa sig að vera ekki of lengi í senn,“ bætir Þuríð- ur við. En hvað er að vera of lengi í sjónum? „Það er einstaklingsbund- ið. Oft er talað um mínútu á móti gráðu. Ég fór til dæmis um dag- inn þegar sjórinn var níu gráður, þá var ég tíu mínútur í sjónum. Þeg- ar það er gott veður þá getur maður leyft sér að vera örlítið lengur,“ seg- ir Guðný. „Þetta er vissulega sjokk í hvert skipti en um leið og maður er búin að jafna sig ofan í sjónum þá er þetta svo gott. Maður nær alveg að verkjastilla líkamann. Þetta er svo hressandi,“ segir Þuríður. Alltaf kalt sama hvernig veðrið er Eflaust eru einhverjir lesend- ur Skessuhorns forvitnir um sjó- sundsiðkun og velta fyrir sér hvar og hvenær sé gott að byrja. „Fólk á bara að drífa sig af stað,“ segja þær einróma. „Flestir gera þau mistök að ætla að byrja að sumri til og heldur að það sé eitthvað auðveldara vegna þess að það er hlýrra úti,“ segir Guðný. „Það er bara ekkert þannig. Það er alltaf jafn kalt að fara ofan í sjóinn sama hversu kalt er, sjokkið er eins. Mér þykir meira að segja meira kikk að fara að vetri til þegar það er snjór úti, það er ógeðslega skemmti- legt,“ segir hún brött. „Fólk er alltaf velkomið að koma og prófa. Hjá Sjóbaðsfélagi Akraness er vel tekið á móti nýliðum og þeim boðið að fá lánaða hanska og skó þegar þeir prófa í fyrsta skiptið. Hægt er að fara á Facebook síðu félagsins, Sjóbaðsfélag Akraness og skoða tímatöfluna. Enginn fer einn í sjóinn,“ bætir Þuríður við að endingu. glh Hér má sjá vinkonurnar ganga í sjóinn sem var um níu gráðu heitur. „Þú gætir farið heim til þín og málað húsþakið“ Vinkonur úr Borgarnesi segja frá sjósundi og kostum þess Þuríður og Guðný Jóna í Brákarey í Borgarnesi rétt áður en þær fóru í sjóinn. Aðstæður til Sjósunds við Borgarnes eru ekki þær ákjósanlegustu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.