Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Ingunn Valdís Baldursdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Mörg íslensk þorp og bæir eiga það margir sameiginlegt að iðnaðar- hverfi eru það fyrsta sem tekur á mót vegfarendum þegar ekið er inn í þau. Skipulagsyfirvöld hafa nefnilega mjög víða ákveðið að iðnað- arhverfi sé heppilegast að staðsetja í útjaðri bæja. Ég skil það sjón- armið mjög vel. Þannig má draga úr þungaflutningum innanbæj- ar og fleira í þeim dúr. En einn er galli á gjöf Njarðar. Þau eru ljót (á þessum tímapunkti er rétt að taka fram að skoðanir sem hér eru settar fram eru mínar eigin og þurfa ekki að endurspegla mat þjóð- arinnar). Ég átti nýlega samtal við mann um fagurfræði iðnaðarhverfa. Hún er engin. Iðnaðarhverfi samtímans samanstanda oftast af hvítum og gráum bárujárnsskemmum. Bílastæðin, sem að sjálfsögðu eru helst notuð til að geyma drasl, eru undantekningarlaust fyrir framan hús- in. Svo allir geti séð. Steypa Öðru máli gegnir hins vegar um gamlar verksmiðjur og aðrar aldur- hnignar byggingar í þeim dúr. Ég er mjög svag fyrir gömlum verk- smiðjum. Fallegast þykir mér ef þær eru í töluverðri niðurníðslu. Yfirleitt eru þetta miklar, steyptar byggingar. Mér finnst steypan yfirleitt mjög falleg í þessu samhengi. Það er ákveðin fegurð í göml- um og illa förnum steinsteyptum verksmiðjum. Það sama gildir um eyðibýli úr steini. Ef maður gefur sér tíma til að staldra við, skoða húsin og jafnvel líta inn er manni einhvern veginn kippt inn í ann- an tíma. Maður er staddur inni í húsi sem á sér ekki lengur stað og stund. Það þykir mér ákaflega og sjarmerandi. Dulúð og ímyndun Nú kannt þú, lesandi góður, að vera algerlega á öndverðum meiði og hafa frussað út úr þér kaffinu við lestur þessa leiðara hingað til. Það varðar mig ekkert um. Mig langar að velta því fyrir mér hverju mér þykir grá og drungaleg steinsteypuhús sem eiga sér ekki leng- ur samastað undir festingunni svona fögur. Kannski er það einmitt þess vegna. Það sem passar ekki inn í fangar strax athyglina, er óhjá- kvæmilega sveipað dulúð og hálf rómantískum drunga. Ævi hrörlegra steinsteypugrárra húsa er að renna sitt skeið á enda, en húsið á sér einhverja sögu sem það getur ekki sagt manni. Hvers vegna ekki? Af því það er hús. Það eina sem það getur er að vera og maður getur ekki vitað meira en hvernig það er. Það sem sá sem skoðar veit ekki verður hann að ímynda sér. Og það er skemmtilegt, því þá getur allt hafa gerst. Alveg eins og skip sem hefur verið strandað uppi í fjöru, þar sem það bíður þess að ryðga eða fúna í sundur, eru hús sem eru að deyja drottni sínum í senn vitnisburður um fegurðina og dauðann. Allt voða póetískt og sjarmerandi. Þökk fyrir lesturinn, Kristján Gauti Karlsson. Fegurðin og dauðinn Leiðari Verslunarmannahelgin er handan við hornið og þá leggja landsmenn gjarnan land undir fót og sækja hátíðir víða um land. Eru eflaust margir sem taka stefnuna á fjöl- skylduhátíðina Sæludaga sem hald- in verður í Vatnaskógi sem Skóg- armenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir. Sælu- dagar eru vímulaus hátíð þar sem allir í fjölskyldunni skemmta sér saman. Dagskráin hefst á morgun, fimmtudaginn 2. ágúst og er venju samkvæmt fjölbreytt og höfðar vel til ungra sem aldna. Þá verður t.d. hægt að fá lánaða báta og farið verður í útileiki sem allir geta tekið þátt í. Á föstudaginn verður einnig nóg að gera og má sem dæmi nefna skógarbrall fyrir alla fjölskylduna, klemmustríðið mikla og kvöldvöku. Á laugardag verður boðið upp á vatnafjör, fjölskyldubingó, stór- tónleika með þeim Friðriki Óm- ari og Regínu Ósk, Svínadalsball- ið þar sem DJ Ljómi þeytir skífum og fleira. Á sunnudag verður kassa- bílarallý, söng- og hæfileikasýning, Vatnaskógarvaka og varðeldur og brekkusöngur. Alla dagana verður boðið upp á morgunverðahlaðborð og bænastundir. arg Sæludagar er vímulaus hátíð fyrir alla fjölskylduna. Ljósm. fengin af Facebook-síðu Sæludaga. Sæludagar í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina Umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri fyrir skólaárið 2018-2019 eru fleiri en nokkru sinni fyrr. End- anlegur fjöldi umsókna var 2083, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum. „Þann 3. júlí síðastliðinn var búið að samþykkja 1531 umsókn en 552 umsækjendum hefur ver- ið synjað eða þeir ekki sent inn full- nægjandi gögn með umsóknum sín- um. Það eru því einungis 74% um- sækjenda sem fá boð um skólapláss. Í þessu felst mikil stefnubreyting frá fyrri árum og ljóst að stjórnvöld þurfa að gefa skýr skilaboð um það hvernig takast eigi á við umfram- eftirspurn eftir námi við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningu. Af þeim 552 umsóknum sem ekki hafa verið samþykktar var 286 skilað inn án fullnægjandi gagna en öðrum hef- ur verið hafnað þar sem viðkomandi umsækjendur uppfylltu ekki kröf- ur um einingafjölda frá framhalds- skólum, úr verknámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi. „Að gefnu til- efni vill Háskólinn á Akureyri koma því á framfæri að aðfararnám að há- skólanámi sem rekið er af háskólan- um veitir ekki sjálfkrafa inngöngu í nám við Háskólann á Akureyri nema að uppfylltum skilyrðum um heildar- fjölda eininga á framhaldsskólastigi,“ segir í tilkynningunni. Seinni greiðslufrestur nemenda sem hafa fengið boð um skólavist rennur út 10. ágúst næstkomandi. Endanleg tala um fjölda nemenda sem hefja nám við skólann í haust verður því ekki ljós fyrr en um miðjan mánuðinn. kgk Aldrei fleiri umsóknir um nám við HA Opnaði útskurðarsýningu á Akranesi Í tilefni af 80 ára afmæli sínu þá hef- ur Ásgeir Samúelsson sett upp sýn- ingu á tréútskurði sínum á Bóka- safni Akraness að Dalbraut. Sýning- in stendur gestum til boða út ágúst- mánuð á opnunartíma safnsins. Sér- stakt opnunarteiti fór fram í gær þar sem gestum var boðið upp á kaffi og kleinur á meðan þeir skoðuðu grip- ina. Verk Ásgeirs eru ýmist frá því sem hann hefur gert í gegnum tíðina og einnig á þeim tíma sem hann hef- ur verið að kenna útskurð. glh Ásgeir Samúelsson hefur stundað tréútskurð síðan 2007. Verk eftir Ásgeir verða til sýnis á Bókasafni Akraness út ágústmánuð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.