Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 20188 Eurovision í nýju ljósi BORGARBYGGÐ: Næstkom- andi föstudagskvöld, 3. ágúst, munu Rakel Pálsdóttir söng- kona og Birgir Þórisson píanó- leikari halda tónleika í Brúar- ási í Borgarfirði. Á tónleikunum munu þau flytja þekkt Eurovisi- onlög í nýjum búningi, í bland við gullkorn úr íslensku undan- keppninni. tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og aðgangseyrir er kr. 2.000. -kgk Lag tileinkað Grundarfirði GRUNDARFJ: Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar tók fyrir erindi frá Bakkastofu, Culture centre, á síðasta fundi sínum. Í erindinu var óskað eftir því að Grundarfjarðarbær tæki þátt í kostnaði við upptöku á lagi Val- geirs Guðjónssonar, en lagið er tileinkað Grundarfirði. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita umbeðinn styrk, 120 þús. króna auk virðisaukaskatts. Styrkurinn tekur mið af því að höfundur komi til Grundarfjarðar og flytji lagið opinberlega, til dæmis á Rökkurdögum, að því er fram kemur í fundargerð. -kgk Sveitamarkaður var haldinn í Nesi í Reykholtsdal síðastliðinn laugar- dag 28. júlí. Markaðurinn var vel sóttur enda fjölbreytt og gott úr- val vara til kaups. Sem dæmi var hægt að næla sér í tælenskan mat, Laufeyjarís, ýmsa skrautmuni, kjöt og margt fleira auk þess sem gest- ir gátu fengið sér nýbakaðar vöfflur með rjóma og kaffi. arg Vel sóttur sveita- markaður Margt var um manninn á sveitamarkaði í Nesi. Ljósm. bhs Í dag, miðvikudaginn 1. ágúst milli kl. 17:00 og 18:00 verður starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs Borg- arbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Þar verður breyt- ingartillaga að deiliskipulagi Frí- stundabyggðar í landi Urriðaár kynnt sérstaklega þeim sem þess óska. Frístundabyggð í landi Urriða- ár var skipulögð árið 2000. Síð- an þá hafa kröfur og væntingar til frístundahúsa breyst. Breyting- in á deiliskipulaginu nær aðeins til byggingarskilmála í kaflanum „Húsagerð“, í greinagerð skipu- lagsins. Skipulagsuppdrátturinn er aftur á móti óbreyttur. Gögn tillögunnar liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins til 7. september. Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gef- inn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athuga- semdirnar skulu vera skriflegar og berast til Ráðhúss Borgarbyggðar í síðasta lagi 7. september. Einnig er hægt að skila athugasemdum á net- fangið borgarbyggd@borgarbyggd. is. kgk Kynning á tillögu að breyttu deiliskipulagi Opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar í dag Sala eigna Dalabyggðar að Laug- um í Sælingsdal var til umræðu á síðasta fundi sveitarstjórnar Dala- byggðar. Eins og áður hefur verið greint frá lagði Arnarlón ehf. fram tillögu að lausn til að klára kaup félagsins á eignunum af sveitar- félaginu Dalabyggð 13. maí síð- astliðinn. Fólu þær tillögur í sér að kaupverð fasteigna að Laug- um ásamt lóðarréttindum, jörðin Laugar (50%) ásamt sumarhúsa- lóðum og skólalóðin ásamt jarð- hitaréttindum og hitaveitu séu 405 milljónir króna. Við undir- ritun kaupsamnings yrðu greiddar 205 milljónir, með reiðufé og út- greiðslu láns Byggðastofnunar á 1. veðrétti. Eftirstöðvarnar verði annars vegar greiddar í árslok 2019, 50 milljónir, og með veð- skuldabréfi að upphæð 150 millj- ónir á 2. veðrétti með gjalddaga í lok árs 2022. Þá var einnig far- ið fram á kauprétt á hluta af jörð- inni Sælingsdalstungu, til loka árs 2028 fyrir 55 milljónir. Kauprétt- urinn fæli í sér að Dalabyggð gerði landskipti á jörðinni fyrir neðan tungumúla og hið selda land væri „neðri hluti“ Sælingsdalstungu, um 370 hektarar að stærð. Fyrri sveitarstjórn taldi á sín- um tíma að tillaga Arnarlóns væri vel til þess fallin að ljúka sölunni. Hins vegar var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins og vísa til nýrr- ar sveitarstjórnar, sem kjörin var í lok maí. „Sveitarsjórn telur tillögu Arnarlóns ehf. vera nýtt tilboð í eignir að Laugum og Sælingsdals- tungu en síðasta sveitarstjórn sleit viðræðum um fyrra tilboð á fundi 17. apríl sl. Í ljósi undirskrifta sem afhentar voru sveitarstjórn 24. maí sl. þar sem 213 íbúar sveitarfélags- ins mótmæla því að Dalabyggð veiti seljendalán hafnar sveitar- stjórn tillögu Arnarlóns ehf,“ seg- ir í tillögu sem samþykkt var með fimm atkvæðum á síðasta fundi sveitarstjórnar. tveir sveitarstjórnarfulltrú- ar voru á móti. Lögðu þeir fram bókun þar sem þeir lýstu andstöðu og vonbrigðum með þá ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar að slíta viðræðum við Arnarlón ehf. um sölu á Laugum og hluta Sælings- dalstungu. „Með þessari ákvörðun er verið að taka gríðarlega áhættu með mikil verðmæti sem geta mótað framtíðarmöguleika Dala- byggðar um ókomin ár,“ segir í bókun þeirra. kgk Líta á tillöguna sem nýtt tilboð og hafna því Sveitarstjórn Dalabyggðar fjallaði um sölu eigna að Laugum í Sælingsdal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.