Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 201814 Norsk harmonikkuhljómsveit heldur tónleika í Reykholtskirkju á morgun, fimmtudaginn 2. ágúst. Sveitin er skipuð tíu harmonikku- leikurum auk bassaleikara og gítar- leikara. Hún hefur á undanförnum árum komið fram á hinum ýmsu harmonikkumótum á Norður- löndum og unnið til margra verð- launa fyrir sérlega vandaðan flutn- ing. „Hljómsveitin er hér á veg- um Félags harmonikkuunnenda í Reykjavík og mun koma fram á ár- legu harmonikkumóti félagsins um verslunarmannahelgina að Borg í Grímsnesi,“ segir í tilkynningu. „Áður en að því kemur mun hljóm- sveitin fara í skoðunarferðir um landið og halda í leiðinni tónleika í kirkjunni í Reykholti, en staðurinn er mörgum Norðmönnum hug- leikinn, enda saga Noregskonunga rituð á staðnum.“ Stjórnandi hljómsveitarinnar er Oddbhjørn Kvalholm Nikolaisen og eru m.a. á tónleikaskránni lög eftir Karl Grønstedt, Asmund Bjør- ken og Leif Göras. tónleikarnir hefjast kl. 20.00, fimmtudaginn 2. ágúst og aðgangur er ókeypis. kgk/ Ljósm. úr safni. Einar Örn Einarsson, vélvirki hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, var á leið norður á Hvammstanga að morgni föstudags, 27. júlí, þegar hann mætti fremur leiðinlegri sjón á Holtavörðuheiði. „Á heiðinni var blindaþoka og úði en ég verð þess áskynja að það er eitthvað á veg- inum og ég legg bílnum í afleggj- ar til að skoða svæðið. Um leið og ég stíg út úr bílnum finn ég megna gor lykt,“ segir Einar Örn sem sá þá hræ af kind og tveimur lömb- um í vegöxlinni með innyflin út um allt. Á heimleið sinni kom hann aft- ur við og tók meðfylgjandi mynd. „Það er greinilegt að flutninga- bíll hafi keyrt á kindina og lömbin því á svæðinu voru engin bremsu- för, ekkert brotið plast eða gler sem yrði eftir ef fólksbíll eða jeppling- ur hefðu ollið þessu,“ segir Einar Örn. „Þetta sýnir að umferðahrað- inn sé orðinn gífurlegur á þjóðveg- um landsins því þarna hefur aug- ljóslega verið bíll á miklum hraða. Það var ekki búið að láta bóndann vita en ég hringdi í mág minn sem vissi hver ætti kindina,“ segir Ein- ar Örn. Vert er að minna á að á þessum tíma árs er sauðfé gjarnan á beit við vegi landsins og því mikilvægt að ökumenn séu vel vakandi og keyri í takt við aðstæður. Ef ökumenn verða fyrir því óhappi að aka á bú- fénað er mikilvægt að stöðva og láta eiganda vita eða lögregluna. Í sumum tilfellum drepast dýrin ekki strax og geta því gengið í gegnum miklar kvalir eftir áreksturinn auk þess sem af þeim gæti stafað slysa- hætta fyrir aðra ökumenn. arg Eins og flestum mun kunnugt eru í ár liðin 100 ár frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Af því tilefni, sem og 804 ára afmælis sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar, blés Sturlunefnd, í sam- vinnu við Dalabyggð, til Sturluhátíð- ar síðastliðinn sunnudag í tjarnar- lundi í Saurbæ í Dölum. Ragnheið- ur Pálsdóttir, varaoddviti Dalabyggð- ar, bauð gesti velkomna í héraðið þar sem sagan væri allt um kring og tæki- færin fyrir samfélagið eftir því. Þá setti Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður Sturlunefndar, hátíðina og sagði meðal annars frá hugmynd- um um stofnun Sturlufélags. til- gangur félagsins yrði að gera minn- ingu Sturlu enn hærra undir höfði en til þessa hafi verið gert, þessa merka manns sem ritaði og færði okkur þekkingu og innsýn í samtíma hans, íslenskt samfélag á þrettándu öld. Sögurnar verkfæri í sjálfstæðisbaráttunni Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra ávarpaði samkomuna og fjallaði meðal annars um hliðstæð- ur milli boðleiða nútímans og í þá daga sem Sturla Þórðarson var uppi. „Eitt af því sem efldi sjálfs- traust Íslendinga á nítjándu öld voru sögurnar, menningararfurinn sem naut virðingar út fyrir land- steinana,“ sagði Katrín um leiðina að sjálfstæði Íslendinga og Sturlu sem ritara síns samtíma. til stend- ur að setja upp fjögur söguskilti í Dölunum á næstunni og verður eitt þeirra um Sturlu Þórðarson. Mjólkursamsalan styrkir það verk- efni ásamt fleirum. Ari Edwald, for- stjóri MS, kynnti skiltin en fyrir- tækið styrkti jafnframt greinagóða fornminjaskráningu sem fór fram á Staðarhóli sl. haust, þar sem Sturla bjó lengst af. Guðrún Alda Gísla- dóttir fornleifafræðingur sagði frá helstu niðurstöðum þeirrar skrán- ingar og sagði Staðarhól hafa ver- ið stórbýli í gegnum tíðina. Þar hafi verið nokkuð um kotbýli og hjáleigur sem sjáist vel móta fyr- ir enn þann dag í dag og að stað- urinn væri greinileg þungamiðja á Sturlungaöld. Þá kynnti Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknarpró- fessor hjá Árnastofnun, tilvonandi útgáfu Hins íslenska fornritafélags á Sturlunga sögu í þremur bindum en hennar má vænta á næsta ári. Á milli erinda söng Hanna Dóra Sturludóttir við undirleik Snorra Sigfússonar Birgissonar nokkur vel valin lög við góðar undirtektir. Hluti af „Gullna söguhringnum“ Að lokinni formlegri dagskrá héldu áhugasamir að Staðarhóli þar sem Guðrún Alda sagði betur frá þeim fornminjum sem mætti sjá þar í dag. Einnig hver möguleg næstu skref gætu verið til að rann- saka staðinn betur og varpa ljósi á hvernig lífi fólk lifði þar í gegnum tíðina. Þá viðraði Svavar Gestsson hugmyndir um Sturlusetur sem ef til vill væri þó betur geymt í fjar- lægð frá Staðarhóli í ljósi þeirra minja sem þar væru. Svavar er einn þeirra sem hafa unnið óeigingjarnt starf í Sturlunefnd en hann lítur á þetta verkefni sem hluta af hin- um „Gullna söguhring” sem hann sér fyrir sér í Dölunum. Yrði hann til þess fallinn að styrkja atvinnu- lífið á svæðinu í formi menningar- tengdar ferðaþjónustu. „Hátíðin var mjög vel heppnuð og gott ef þetta var ekki fjölsóttasti viðburð- urinn í tilefni af fullveldisafmælinu hingað til. Vonandi mun svo koma til stofnunar Sturlufélags innan skamms,“ segir Svavar eftir hátíð- ina. sla Harmonikkutónleikar í Reykholtskirkju á morgun Kom að dauðri kind og tveimur lömbum með innyflin út um allt. Ljósm. Einar Örn Einarsson. Ljót aðkoma að dauðri kind og tveimur lömbum Stefnt að stofnun Sturlufélags Sturluhátíð var haldin á sunnudag Húsfyllir var í félagsheimilinu Tjarnarlundi þegar fæðingardegi Sturlu Þórðar- sonar frá Staðarhóli og 100 ára fullveldi Íslands var fagnað. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson formaður Sturlunefndar, Vigdís Finnbogadóttir heiðursgestur hátíðarinnar og Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti Dalabyggðar. Á Staðarhóli var sagt frá fornleifaskráningu sem fór þar fram í fyrra og hug- myndum um Sturlusetur. Svavar Gestsson ritari Sturlunefndar, Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar og Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur skoða næstu skref á Staðarhóli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.