Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.08.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 201810 Á bæjarhátíðinni Heim í Búðar- dal, sem haldin var um miðjan júlí, voru íbúum í Dölum veittar um- hverfisviðurkenningar í þremur flokkum; snyrtilegasta bændabýlið, snyrtilegasta fyrirtækið og snyrti- legasti garðurinn. Skúli Hreinn Guðbjartsson, formaður byggðar- ráðs Dalabyggðar, greindi frá nið- urstöðum dómnefndar og veitti viðurkenningarnar. Viðurkenningu fyrir snyrtileg- asta býlið hlutu Sigurbjörn Sig- urðarson og Melkorka Benedikts- dóttir á Vígholtsstöðum í Laxár- dal. Horfði dómnefnd til þess að þar væri öllum byggingum einkar vel við haldið og bæjarmyndin snyrtileg í heild. Garðurinn væri glæsilegur og hefði komið til álita sem snyrtilegasti garðurinn líka. Rjómabúið Erpsstöðum var útnefnt snyrtilegasta fyrirtæk- ið. tóku Helga Elínborg Guð- mundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson við viðurkenningu þess efnis fyrir hönd fyrirtækis- ins. „Rjómabúið á Erpsstöðum hefur verið í mikilli endurnýjun á gestaaðstöðu bæði úti við og inni í gestastofunni og er aðkoman að fyrirtækinu og ásýndin öll mjög glæsileg,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Guðrún Ingvarsdóttir og Jón Benediktsson að Lækjarhvammi 2 í Búðardal hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn. Í rök- stuðningi dómnefndar segir að garður þeirra sé mjög ræktarlegur og fallegur. Mikill metnaður hafi verið lagður í bæði skrautplöntur og nytjaræktun og heildaryfir- bragð garðsins sé fallegt. Að endingu var lagt til að þeir sem hlutu umhverfisviðurkenn- ingar að þessu sinni taki sæti í dómnefnd á næsta ári, enda greini- lega mikið smekkfólk. Ljósmyndasamkeppni hátíðarinnar Við sama tækifæri voru veittar við- urkenningar vegna ljósmyndasam- keppni sem haldin var í tilefni bæj- arhátíðarinnar. Keppt var í þremur flokkum; dýralíf í Dölum, mannlíf í Dölum og landslag í Dölum. Ágústa Rut Haraldsdóttir varð hlutskörpust í dýralífsflokknum, fyrir mynd sem hún tók af hestum að hlaupa yfir veg. Í mannlífsflokknum þótti best friðsæl mynd af dreng að eiga við fax á hesti. Þá mynd tók Rebecca Catherine Kaad Ostenfeld. Í landslagsflokknum fékk Jón trausti Markússon viðurkenningu fyrir kyrrláta fjörumynd úr Búðar- dal. Verðlaunamyndirnar má skoða í myndasafni á vefsíðu Dalabyggðar, www.dalir.is. kgk/ Ljósm. sm. Dalamenn verðlaunaðir fyrir snyrtimennsku Garðurinn við Lækjarhvamm 2 í Búðardal var valinn snyrtilegasti garðurinn. Viðurkenningin fyrir snyrtilegasta fyrirtækið kom í hlut Rjómabúsins að Erpsstöðum. Víholtsstaðir í Laxárdal voru valdir snyrtilegasta bændabaýlið. Skaginn 3X hefur skrifað und- ir samning um heildarlausn í nýja verksmiðju sem fyrirtækið Len- in Kolkhoz er að byggja í Petro- pavlosk á Kamtsjatka-skaganum í Austur-Rússlandi. Skrifað var und- ir við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Moskvu á miðviku- dag, 25. júlí. Kælismiðjan Frost mun sjá um allt kælikerfi verksmiðjunnar. Verður það að fullkomnustu gerð og mun standast allar nútímakröfur um orkunýtingu og umhverfismál. Verksmiðjan verður meðal ann- ars búin sjálfvirkum plötufrystum Skagans 3X. Auk þess mun fyrir- tækið afhenda nýja tegund sjálf- virkra frysta sem ætlaðir eru í sög- unarverksmiðjur og þurfa að stan- dast strangar kröfur um lögun og fleira. Þar að auki verður verk- smiðjan búin lausfrystum sem geta tekið ýmiss konar afurðir, allt frá smáum smokkfisk upp í heila laxa. Gert er ráð fyrir því að verksmiðjan geti fryst yfir 500 tonn á sólarhring með möguleika á að auka afköstin seinna. Markmiðið að auka verðmæti Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, bindur miklar vonir við nýju verksmiðjuna. „Það er jákvætt fyrir okkur að taka þátt í að koma vinnslu upp á annað og hærra stig þarna heilsteyptri kerfislausn. En aðalat- riðið er að viðhalda gæðum fisks og auka þau verðmæti sem eru sköp- uð,“ segir Ingólfur. Forstjóri Lenin Kolkhoz segir fyrirætlanir fyrirtæk- isins einmitt vera að bæta nýtingu og auka verðmæti. „Við erum stolt af því að innleiða íslenska tækni í nýju verksmiðjuna. Með þekkingu og venjum um vinnslu í Austur- Rússlandi í bland við framleiðslu- tækni frá Íslandi verður til fram- úrskarandi leið til að auka nýtingu og verðmæti auðlindarinnar,“ seg- ir hann. Styrkir stöðu fyrirtækisins Jón Birgir Gunnarsson, markaðs- og sölustjóri Skagans 3X, segir samninginn styrkja stöðu fyrirtæk- isins á mikilvægum markaði. „Verk- efnið er mikilvægt skref fyrir okk- ur og tækifæri til að sanna enn frek- ar getu okkar í Rússlandi, nánar til tekið í Austur-Rússlandi en þar er annars konar vinnsla en tíðkast Evrópumegin,“ segir hann. „Við erum nú þegar á fullu í öðru stóru verkefni fyrir Gidrostroy þannig að við erum virkilega að ná fótfestu á þessum markaði,“ bætir Jón Birg- ir við. Knarr Rus, sem er endursöluaðili fyrir íslensk tæknifyrirtæki á Rúss- landsmarkaði, gegnir mikilvægu hlutverki í þessu samhengi. „Knarr Rus hefur í raun virkað eins og brú fyrir okkur inn á þennan markað, þar er fólk sem skilur tungumál og menningu beggja landa. Það væri í raun ómögulegt að vinna sér sess þarna inn án þeirra aðkomu,“ segir Guðmundur Hannesson, sölustjóri Frosts. kgkTeikning af verksmiðjunni sem Lenin Kolkhoz er að byggja í Petropavlosk í Austur- Rússlandi. Skaginn 3X gerir tímamótasamning í Rússlandi Frá undirritun samninganna í sendiráðinu í Moskvu. Sitjandi fyrir framan eru Sergey Borisovich Tarusov, forstjóra Lenin Kolkhoz og Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.