Velferð - 01.06.2019, Qupperneq 7
Velferð 7
Þórir Guðbergsson, félagsráðgjafi , kennari og rithöfundur
tók við ritstjórn árið 2007 og gegndi því starfi út árið 2010.
Þórir hafði áður verið ritstjóri tímarita, og bókafl okks sem út
kom um margra ára skeið og skrifað barna- og unglingabæk-
ur. Þórir lét af starfi ritstjóra í árslok 2010.
Þá komu út hjá félögum sem höfðu með aðsetur í SÍBS
húsinu og voru hluti af SÍBS alls fi mm tímarit og fréttabréf,
tvisvar, þrisvar á ári. Eftir umræður innan og á milli félag-
anna var ákveðið að leita samstarfs þeirra um sameiginlega
blaðaútgáfu. Voru haldnir allmargir fundir um málið og það
rætt fram og til baka, en ekki náðist samstaða um þetta sam-
starf og var horfi ð frá því og hver sinnti sínu áfram.
Sveinn Guðmundsson tók við ritstjórn Velferðar árið 2011.
Hann var þá stjórnarmaður Hjartaheilla en var síður en svo
óreyndur í félagsmálum og ritstörfum. Hann hefur verið
framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda um
langt árabil og hefur ritstýrt og gefi ð út Sumarhúsahandbók-
ina á vegum þess. Sveinn var ritstjóri til ársins 2014 að hann
lét af starfi . Sveinn tók við embætti formanns Hjartaheilla
árið 2015.
Pétur Bjarnason tók við ritstjórninni árið 2015. Hann var
ekki ókunnugur starfi Hjartaheilla, því hann var fram-
kvæmdastjóri SÍBS og Happdrættis SÍBS frá árin 2000 til
2011 ásamt því að ritstýra SÍBS blaðinu á sama tíma. Pétur
og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla
höfðu starfað saman að ýmsum málefnum samtakanna um
árabil, auk þess sem Pétur hafði skráð sögu Hjartaheilla,
bæði í bókinni Sigur lífsins, SÍBS í 75 ár, 1938-2013 og í
sérstöku afmælisblaði Velferðar árið 2014. Pétur hefur gegnt
starfi ritstjóra Velferðar síðan. Eins og að framan segir þá er
Velferð mjög gagnleg sem heimilda- og uppfl ettirit rit um
sögu og starf Hjartaheilla. Blaðið er nú komið á vefi nn
www.timarit.is og þar er hægt að lesa blaðið frá upphafi . og
afrita efni yfi r í ritvinnsluskjöl
Rétt þykir að geta þess hér, í yfi rliti um útgáfumál Hjarta-
heilla, að einnig hefur verið gefi ð út mikið af fræðsluefni
á vegum samtakanna ásamt því að styðja slíka útgáfu hjá
öðrum. Ein fyrsta útgáfa LHS var kynningarrit um samtökin
og hjartasjúkdóma, almenningi til upplýsingar. Þá var gefi ð
út ritið Hjartasjúkdómar, varnir, lækning, endurhæfi ng, árið
1992. Það hefur síðan verið endurútgefi ð á nokkurra ára
fresti og efnið uppfært. Eru ljón í veginum hefur verið einnig
vinsælt rit. Samtökin hafa gefi ð út myndbandið Hjartans
mál svo og Hjartabókina sem gefi n var til Hjartadeildar
Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut og hefur ver-
ið uppfærð eftir þörfum. Þá má nefna myndbönd svo sem
Grettir Þroskasaga hjartasjúklings, Með hjartað úr takti,
fræðslumynd um gáttatif, Lífæðar hjartans, fræðslumynd
um hjarta- og æðasjúkdóma, Bara ég hefði aldrei byrjað, sem
allar um afl eiðingar reykinga. Auk þess hafa Hjartaheill
komið að gerð fl eiri fræðslumynda með öðrum. Horfa má á
allar þessar myndir á vefsíðu Hjartaheilla http://hjartaheill.
is/fraedsla-17/fraedslalink en þar eru líka margar fræðandi
greinar.
Heimasíða samtakanna
www.lhs.is kom til sögunnar nokkru
fyrir síðustu aldamót og hefur verið
að sækja í sig veðrið alla tíð síðan sem
upplýsingamiðlun og fréttatorg. Nafn-
breyting varð á síðunni eftir 2004 og
heitir hún nú: www.hjartaheill.is.
MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA
30. árg. 2. tbl. desember 2018
MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA
22. árg. 2. tbl. desember 2010
MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA
25. árg. 2. tbl. október 2013
Sveinn Guðmundsson var ritstjóri 2011-2014.
Hann er nú formaður Hjartaheilla.
Pétur Bjarnason hefur verið ritstjóri Velferðar frá
árinu 2014.
Hjartaheill hefur staðið að útgáfu fræðsluefnis allan þann tíma sem samtökun hafa starfað.
Þórir Guðbergsson, ritstjóri 2007-2010.