Velferð - 01.06.2019, Blaðsíða 8

Velferð - 01.06.2019, Blaðsíða 8
8 Málgagn Hjartaheilla Dr. Felix Valsson, svæfi nga- og gjörgæslulæknir hjá Landspítalanum, var um langt skeið formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Hann hefur um langt skeið verið í forystusveit lækna og heilbrigðisstarfsfólks sem hafa látið sig endurlífgun miklu varða og hann hefur haft forgöngu um ýmsar nýjungar í þeim málafl okki. Þegar sem unglæknir var Felix einn þeirra sem stofnaði læknavakt á björgunarþyrlum, fyrst í sjálfboðavinnu, þar til vaktin hafði sannað gildi sitt og var viðurkennd sem nauðsyn. Þá átti hann stóran þátt í undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu evrópska endurlífgunarráðsins sem haldin var hér á landi 2016. Níu hundruð og tuttugu sérfræðingar frá öllum heimshornum sóttu ráðstefnuna. Felix var einnig upphafsmaður kælimeðferðar á Íslandi, en þá eru sjúklingar kældir ef þeir eru meðvitundarlausir eftir hjartastopp. Kælimeðferðin dregur úr taugaskaða eftir hjartastopp. Ritstjóri Velferðar átti fróðlegt spjall við Felix um endurlífgun, fyrstu viðbrögð við hjartastoppi, hjartastuðtæki og fl eira sem þetta varðar. Hjartahnoð skiptir sköpum Þátttaka almennings er gífurlega mik- ilvæg í endurlífgunarferðinu. Það byrj- ar allt þar. Þegar hjartastopp verður þá eru sérfræðingar sjaldnast á staðn- um. Hafi þeir sem þar eru staddir hins vegar réttar upplýsingar þá geta þeir veitt dýrmæta fyrstu hjálp og jafnvel bjargað mannslífi . Þegar einhver verður meðvitundarlaus og hættir að anda þá er um hjartastopp að ræða þar til annað hefur komið í ljós. Mikilvægt er að kalla strax á hjálp, að hringja í 112 ef það er unnt. Strax þegar hefur verið kallað eftir hjálp er nauðsynlegt að byrja hjartahnoð. Það er gríðarlega mikilvægt atriði, því með hjartahnoðinu verður blóðfl æði til heila og hjarta. Rétt hnoð skiptir miklu máli, maður setur báðar hendur á neðri miðhluta bringubeinsins og þrýstir mjög fast, helst svo bringubeinið gangi inn, ca 5-6 cm, og hnoðar svo 100-120 sinnum á mínútu. Ef maður treystir sér til, eftir hver 30 hnoð, gefur maður tvo blástra munn við munn, eða gegn um sérhannaða maska ef þeir eru á staðn- um. Ef sá sem er að hnoða treystir sér ekki til að blása, af einhverjum ástæð- um, þá er samt mjög mikilvægt að halda stöðugt áfram að hnoða. Þetta er grunnendurlífgun og það skiptir gífurlega miklu máli að almenningur þekki þessar aðferðir og geti beitt þeim, því það er yfi rleitt fólk úr þeirra röð- um sem verður vitni að hjartastoppi og getur þá lagt lið. Ísland stendur sig afar vel í samanburði við aðrar þjóðir hvað þetta varðar og við þurfum að halda þeirri stöðu með stöðugri fræðslu. Á Íslandi eru það 60-70% sem verða vitni að hjartastoppi sem he a grunnend- urlífgun, það er mjög gott hlutfall borið saman við aðrar þjóðir. Námskeið og hjartastuðtæki Það má hiklaust mæla með því að sem fl estir sæki námskeið í endurlífgun og kunni þessi grunnhandtök. Það hefur margoft sýnt sig að þeir sem hafa sótt námskeiðin vita hvað gera skuli, jafnvel þó nokkuð sé um liðið. Námskeiðin eru í boði víðs vegar, oft á vegum vinnuveit- enda. Með því að sækja slík námskeið getum við bjargað fl eiri mannslífum. Sömuleiðis þurfa sem fl estir að kynna sér notkun sjálfvirkra og hálfsjálfvirkra hjartastuðtækja sem eru núna komin mjög víða. Má nefna líkamsræktar- stöðvar, sundlaugar og sumarbústaða- byggðir. Þá eru komin hjartastuðtæki í stóran hluta íslenska fi skiskipafl otans. Endurlífgun Pétur Bjarnason ræðir við dr. Felix Valsson

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.