Velferð - 01.06.2019, Síða 9

Velferð - 01.06.2019, Síða 9
Velferð 9 Mikilvægt er að fólk kynni sér hvar tæk- in er að fi nna, því það getur skipt sköp- um um björgun. Um það vitna  ölmörg dæmi sem ég þekki sjálfur og ég hef tekið á móti ótrúlega mörgum sjúkling- um sem hafa fengið lífgjöf vegna réttra viðbragða og oft hafa hjartastuðtækin líklega gert gæfumuninn. Tækin tala við okkur Þessi tæki eru reyndar ótrúlega auð- veld í notkun. Þegar þau hafa verið opnuð og sett í gang byrja þau yfi r- leitt að tala og leiða fólk með öryggi í gegnum ferlið. Venjulega eru tveir límpúðar með tækinu, sem eru settir á sjúklinginn og alltaf á bera húð. Á þeim sést með myndum hvar á að setja þá og tækið gefur fyrirmæli um þetta. Jafnframt því sem farið er að leiðbein- ingum þarf stöðugt að halda áfram að hnoða. Best er, ef tveir eru saman, að annar hnoði áfram meðan hinn sinnir tækinu. Tækið ákveður hvort það tel- ur að sjúklingurinn sé í „stuðanlegum takti“. Ef tækið metur að svo sé, biður það nærstadda að færa sig  ær og gefur rafstuð. Sum tæki biðja reyndar um að ýtt sé á takka til að virkja stuðið. Það er þá rauður blikkandi takki og tækið segir hátt og skýrt: „Ýtið á takkann“. Flest stuðtæki hér tala íslensku, nema t.d. þau sem eru í fl ugvélum og öðrum stöðum sem telja má alþjóðlega, þar er tungumálið yfi rleitt enska. Tækin veita einnig leiðbeiningar með hnoð og blástur og leiða viðkomandi í gegn um ferlið. Oft er merki þar sem þessi tæki eru til staðar, með grænu hjarta með ör í gegn um, sjá mynd. Þekkjum staðsetningu tækjanna Endurhæfi ngarráð hefur um nokkurra skeið unnið að skrásetningu þessara tækja, þannig að hjá Neyðarlínunni 112 sé ávallt vitneskja um hvar næsta tæki sé að fi nna, komi hjálparbeiðni til þeirra. Það getur skipt miklu um endurlífgun að geta leiðbeint þeim sem koma fyrstir á staðinn um það hvar næsta tæki sé staðsett. Í nágrannalönd- um okkar, t.d. Danmörku og Svíþjóð fá menn, sem hafa farið á námskeið í endurlífgun og látið skrá sig sem hjálp- arliða, boð um að koma ef þeir eru nálægt þeim stað sem hjálparbeiðni hefur komið frá, og jafnframt fylgja www.erc.edu | info@erc.edu Útgefið Október 2015 af Evrópska endurlífgunarráðið vzw, Emile Vanderveldelaan 35, 2845 Niel, Belgía Höfundaréttur: © Evrópska endurlífgunarráðið vzw Vörutilvísun: Poster_BLS_AED_Algorithm_ICE_20160407 Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuðtæki EUROPEAN RESUSCITATION COUNCIL Kanna viðbrögð n Hrista varlega n Kalla hátt “Er í lagi með þig?” Ef engin viðbrögð eru til staðar n Opna öndunarveg og athuga öndun Ef engin viðbrögð eru til staðar og öndun óeðlileg Ef öndun er eðlileg n Hringja í 112 og senda einhvern til að sækja sjálfvirkt hjartastuðtæki Setja í læsta hliðarlegu n Hringja í 112 n Halda áfram að fylgjast með því hvort öndun er eðlileg Hefja strax hjartahnoð n Setja hendur á miðjan brjóstkassa n Hnoða 30 sinnum - Þrýsta ákveðið a.m.k. 5 cm niður en ekki meira en 6 cm - Hnoða að lágmarki 100 sinnum á mínútu en ekki hraðar en 120 sinnum á mínútu n Ef þú ert þjálfaður skaltu veita öndunarhjálp samhliða hjartahnoði, annars halda áfram með hjartahnoð eingöngu - Setja varir yfir munn viðkomandi - Blása þar til brjóstkassi lyftist - Blása aftur þegar brjóstkassi hefur hnigið n Halda áfram með hnoð og blástur 30:2 Um leið og hjartastuðtæki kemur - kveikja á því og tengja rafskaut n Fylgja fyrirmælum tækisins n Festa annað rafskautið í vinstri holhönd n Festa hitt rafskautið undir hægra viðbein, næst bringubeininu n Ef fleiri en einn björgunarmaður; ekki trufla hjartahnoð Ef ábending fyrir rafstuði n Fara frá og gefa rafstuðn Halda áfram endurlífgun Fylgdu fyrirmælum tækisins Halda áfram endurlífgun nema þú sért viss um að endurlífgun hafi borið árangur og öndun sé eðlileg

x

Velferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.