Velferð - 01.06.2019, Page 16
16 Málgagn Hjartaheilla
Við þetta varð hún eitthvað hugsi og
svo sagði hún: „Það er kannske rétt að
ég sendi þig í ómskoðun, svona til ör-
yggis.“ Jú, ég var svo sem alveg til í það.
Svo fór ég í ómskoðun og síðan heim
samdægurs.
Læknirinn hringdi í mig morguninn
eftir og sagði að ég yrði að koma strax
suður aftur, því það hefðu komið í ljós
stífl ur í kransæðum í ómskoðuninni.
Þannig að ég dreif mig suður aftur og
var lögð beint inn. Morguninn eftir
var ég send í þræðingu. Mér fannst
þetta allt heldur einkennilegt, því eftir
þræðinguna var mér bara rúllað fram
á gang og þar beið ég og vissi ekkert
hvað var að gerast. Svo eftir nokkra
stund kom þarna læknir og ég spurði
hann hvað væri um að vera og hvað
ætti að gera við mig. Hann sagði: „Ja,
þú átt að fara beint í aðgerð því þú ert
með 90% stífl u í kransæðum“. Svo labb-
aði hann í burtu en ég lá þarna í sjokki
yfi r þessum tíðindum og leið satt að
segja ekki vel.
Aðgerðin var undirbúin fl jótlega eftir
það, en hún fólst í því að það voru
teknar æðar úr hægra fæti og þeim
skipt út fyrir hinar stífl uðu að mér
skilst. Það voru órar kransæðar sem
voru meðhöndlaðar þannig.
Aðgerðin tók sinn tíma en gekk vel og
allt eins og til stóð. Á meðan ég lá og
var að jafna mig eftir aðgerðina, komu
tvisvar læknar með hóp af læknanem-
um og báðu mig að lýsa aðdragandan-
um, hvernig einkennin hefðu verið fyr-
ir aðgerðina og hvernig mér hefði liðið,
til sannindamerkis um að einkenni hjá
konum væru allt önnur en hjá körlum.
Ég var notuð svolítið sem dæmi um
þetta, svo þeir yrðu meðvitaðri um
þetta læknanemarnir. Það vakti sér-
staka athygli að ég var einkennalaus,
kom vel út í áreynsluprófi og var ekki
með verki út í handleggina, eins og var
talið dæmigert, hafði stundað göngur
og það eina sem ég hafði tekið eftir var
þessi þyngslatilfi nning fyrir brjóstinu.
Eftir hefðbundinn tíma var ég útskrifuð
af sjúkrahúsinu og fór heim.
Þessi saga sem ég sagði lækninum, um
möguleika Bílddælinga sem fengju
hjartaáfall, varð til þess að ég fékk frek-
ari rannsóknir. Þær leiddu í ljós að lík-
lega hefði ég fengið hjartaáfall á Bíldu-
dal þá um sumarið eða veturinn eftir,
hefði ekkert verið gert, og þá er ekki að
vita hvernig hefði farið. Ég bar þessa
sögu mína undir yfi rlögregluþjóninn á
Patreksfi rði, en þeir hafa annast sjúkra-
fl utninga, og hann sagði þá alveg vera
meðvitaða um þessa hættu.
Nokkru fyrr en þetta var greindist
maðurinn minn, Jón Rúnar Gunnars-
son, með erfi ðan sjúkdóm, MSA, sem
er svipaður og MND, og veikindin
drógu hann að lokum til dauða árið
2012. Við eigum tvær dætur, Önnu
Vilborgu og Lilju Rut. Þær búa báðar á
Bíldudal með ölskyldur sínar.
Nokkru eftir aðgerðina hjá mér fórum
við Rúnar bæði á Reykjalund í endur-
hæfi ngu í fi mm vikur og áttum þar
mjög góðan tíma, sem mér fannst afar
gagnlegur fyrir mig og ég var miklu
hressari þegar ég kom þaðan. Aðstaða
þar, aðbúnaður og starfsfólk reyndist
okkur afar vel. Fyrst eftir aðgerðina var
ég frekar dugleg að fara í gönguferðir
og passaði mjög vel upp á mataræðið,
en með tímanum hefur slaknað heldur
á þessu og maður rennur inn í daglegar
venjur. Samt fi nnst mér að ég hugsi
betur um heilsuna og næringu en ég
gerði áður en þetta varð og ég reyni
að stunda gönguferðir eftir föngum.
Mætti samt vera duglegri. Ég hitti
Nanna Sjöfn með eiginmanni sínum Rúnari
Gunnarssyni.
Fjölskyldan fyrir meira en áratug.
Ásthildur Sturludóttir færir Nönnu Sjöfn
viðurkenningu frá Vesturbyggð við skólaslit
2016.