Velferð - 01.06.2019, Page 17

Velferð - 01.06.2019, Page 17
Velferð 17 hjartalækninn minn, Ugga Agnarsson, einu sinni á ári og hann fylgist með mér og tékkar á heilsufarinu, sem veitir mér visst öryggi. Heilsugæslumál á Bíldudal eru þannig að sækja þarf nær alla þjónustu til heilsugæslunnar á Patreksfi rði. Lækn- ir kemur núna einu sinni í viku til Bíldudals og er með viðtalstíma á fi mmtudögum. Eftir sem áður er öll ly aafgreiðsla og önnur þjónusta á Patró. Hjartastuðtæki er komið núna á þessa stofu, og það á að vera aðgengi- legt. En eins og ég sagði áðan tekur það óhjákvæmilega nokkurn tíma að veita bráðaþjónustu frá Patreksfi rði. Sjúkraþjálfun er bara á Patreksfi rði og mismunandi hvað er í boði hverju sinni. Svo er yfi r tvo  allvegi að fara og ekki víst að fólk sé í standi til þess að keyra þangað, nýkomið úr aðgerð. Hér á Bíldudal er lítil aðstaða fyrir þá sem þurfa endurhæfi ngu eða viðhalds- þjálfun. Við hefðum til dæmis kosið að hafa sundlaug hérna og vel búinn tækjasal til að æfa í. Ég get samt farið á göngubretti í íþróttahúsinu og geri það oft. Næsta sundlaug er í Tálknafi rði en á veturna er fólk ekki að stunda hana reglulega og reyndar ekki á sumrin heldur, því þetta eru 40-50 kílómetrar fram og til baka, og yfi r háan  allveg að fara. Ég reyni samt að fara þangað eins oft og ég get, því sund gerir mér mjög gott. Svo fi nn ég mér ýmislegt að gera sem virkar vel og er slakandi. Ég sauma út og er líka svolítið að mála og föndra með ýmislegt. Þetta er ágætt og gefur mér slökun og hugarró. Útsaumur getur alveg verið á við hugleiðslu. Ég bý hér alveg niður við sjó með dásamlegt útsýni og rólegu umhverfi og fer oft í  öruferðir hér um nágrennið. Ég var ekkert að hugsa um það á þeim tíma, en eftir á að hyggja þá sé ég að ég hafði líklega of lítinn tíma til að sinna sjálfri mér þegar ég kom heim eftir aðgerðina og því tók það mig lengri tíma en annars hefði verið að ná fullri heilsu aftur. Í raun var maðurinn minn sjúklingurinn frekar en ég. Ég náði samt alveg ágætri heilsu þrátt fyrir allt, en það tók nokkurn tíma. Vinnan var áfram mikil næstu ár á eftir, en nú hefur það breyst, því ég er farin að taka hálf eftirlaun og er í hálfu starfi sem fræðslustjóri Vesturbyggðar með vinnuaðstöðu að mestu hér á Bíldudal. En af því að ég var að tala um að- stöðuleysi og fl eira hér á staðnum þá er ýmislegt annað sem bætir það upp. Samfélagið hér er ótrúlega hjálplegt og sterkt og það gefur manni mikið að fi nna hlýjuna sem umvefur mann það- an. Ég komst t.d. að því, að á meðan ég beið eftir aðgerðinni, þá bárust fréttir vestur um að hún gæti brugðist til beggja vona og ástandið væri alvarlegt. Þá kom  öldi manns saman í kirkjunni hér og bað fyrir mér og því að allt gengi vel. Það eru fl eiri dæmi um sam- hug af þessu tagi þegar eitthvað bjátar á. Þetta fi nnst mér afar dýrmætt og gefur mér mikið. Ég lenti í rosalegu bílslysi 2016, sem varð til þess að ég hugsaði þetta allt upp á nýtt, álagið, vinnuna og ferðalög- in sem henni fylgdu. Ég var á leið heim frá Patreksfi rði og það var blindbylur og hálka. Ég fór heim í fyrra lagi því veðrið var versnandi og yfi r tvo  all- vegi að fara. Þegar ég var komin upp Mikladalinn keyrði ég fram á bíl sem var á undan mér, þetta var sölumaður sem var líklega ekki vanur svona að- stæðum og hann hafði fest sig í þarna í skafl i á öfugum vegarhelmingi. Ég stoppaði góðan spöl fyrir aftan hann, sat bara í bílnum, til þess að sjá hvað yrði úr þessu. Hann stóð þarna fyrir utan bílinn og var eitthvað að krafsa í snjóinn að mér sýndist. Í því kemur vörubíll með risastóran tengivagn nið- ur brekkuna með fullfermi af laxi, sem er 40 tonn. Bílstjórinn sá bílinn þarna fastan á öfugum vegarhelmingi, gat ekki stöðvað og skellti sér yfi r á hinn helming vegarins til að forðast árekstur við þann sem var fastur. En ég beið í kófi nu á réttum vegarhelmingi neðar í brekkunni og vörubílstjóranum tókst ekki að stöðva né fara yfi r á réttan vegarhelming, og lenti því beint fram- an á bílinn hjá mér. Þetta eru risastórir bílar með langan tengivagn og alls eru, held ég, 22 hjól undir svona ferlíki. Höggið var gífurlegt, en það hjálpaði þó að undir snjóþekjunni á veginum var fl ughált. Bíllinn minn fl aug því afturábak niður brekkuna og það hefur eitthvað dregið úr högginu, sem var þó mikið. Svo reyndi bílstjórinn að ná valdi á bílnum og koma honum yfi r á réttan vegarhelming fram hjá mér. Við það slóst tengivagninn í hliðina á bíln- um mínum og henti honum langt út fyrir veg, sem betur fer í skafl inn þar, Nanna Sjöfn með dætrum sínum, Önnu Vilborgu og Lilju Rut, í þjóðbúningum og á gufupönkhátíð.

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.