Velferð - 01.06.2019, Page 18
18 Málgagn Hjartaheilla
en ekki á stórgrýti. Svo ég sat þarna
stórlega lemstruð, skrámuð og marin
eftir átökin, beltin og loftpúðana, sem
vafalaust hafa þó bjargað lífi mínu. Og
auðvitað var ég í taugaáfalli. Það er
skrýtið á svona augnabliki sem er þó
bara örskotsstund hvað maður getur
hugsað margt og ekki í samhengi. Ég
hugsaði auðvitað til barnanna og öl-
skyldunnar en líka gat mér dottið í hug
önnur eins vitleysa eins og að ergja mig
yfi r því að núna færi ég að enda æv-
ina þarna og gæti ekki einu sinni nýtt
eftirlaunin mín sem ég ætlaði að taka
þegar ég yrði sextug og kæmist á 95
ára regluna. Ég var hneyksluð á sjálfri
mér á eftir, en líklega er ekkert rökrétt
á svona stundum.
Vesalings sölumaðurinn horfði upp
á þetta allt saman þar sem hann stóð
við bílinn sinn og honum hefur líklega
ekki liðið vel. Hins vegar er líklegt
að ef vörubíllinn hefði lent á honum
hefði hann drepið hann, því hann var
að bjástra við bílinn. Þarna hefur því
bílstjóri vörubílsins líklega bjargað
mannslífum með þessari ákvörðun og
réttum viðbrögðum.
Ég var ansi illa farin eftir þetta slys,
rifbeinsbrotin, illa skrámuð á hnjám og
marin um allan líkamann og var lengi
að jafna mig eftir það. Bíllinn alveg
gjörónýtur, en það skipti þó minnstu.
En þrátt fyrir að líkamlegu áverkarnir
væru sýnilegri og sárari í fyrstu, var
það samt áfallið sem hafði mest eft-
irköst. Ég gat ekki hugsað mér þetta
lengur, að þurfa að keyra þessa erfi ðu
allvegi að vetrarlagi næstum hvernig
sem viðraði, til viðbótar við það álag
sem fylgdi starfi nu. Þó þetta væri eina
alvarlega slysið sem ég lenti í á þessum
ferðum var álagið mikið. Ég hafði oftar
en einu sinni farið út af veginum, fest
bílinn í skafl i og þurft að bíða eftir
björgunarsveit eða öðrum hjálpar-
mönnum.
Fékk ég því að breyta um starfsvett-
vang og hafa vinnuaðstöðu hérna á
Bíldudal frá haustinu 2016 og þannig
hefur það verið síðan. Mér fi nnst það
dásamlegt og auðvitað miklu nær því
sem hægt er að telja eðlilegt.
Að lokum tel ég mig vera heppna að
hafa fengið að fara í þessa aðgerð og
þar með fá bót á því sem þá var komið
fram. Mér fi nnst ég vera öruggari á
eftir, því nú er ég undir reglubundnu
eftirliti sérfræðilæknis og veit ýmislegt
um hjartasjúkdóma og forvarnir gegn
þeim.
Pétur Bjarnason skráði.
Vörubíll sömu gerðar og lenti á bíl Nönnu Sjafnar. Þetta er ekki árennilegt ferlíki að mæta
í hálku.
Blóðþrýstingsmælar
• Sjálfvirkur mælir
• Auðveldur í notkun
• Minni fyrir 30 mælingar
• Nemur hjartsláttaróreglu (PAD)
• Íslenskar leiðbeiningar
500 kr. af hverjum mæli rennur til styrktar Hjartaheilla
Fást í næsta apóteki!
Microlife BP A6 - Vnr: 100101Microlife BP A2 - Vnr: 100099
• Sjálfvirkur mælir
• Stilling fyrir tvo notendur
• Nemur gáttatif (AFIB)
• Val um eina mælingu eða þrjár
mælingar í röð (MAM)
• Íslenskar leiðbeiningar
Microlife-blodthrystingsmaelir copy.pdf 1 18.2.2017 09:11